Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1913, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1913, Blaðsíða 8
48 SKINFAXI búa stórþjóðirnar sig undir þá af mestu kappi. Englendingar stofna bráðlega til undirbúnings kappleikja. Verða þeir háð- ir á 250 stöðum á landinu. Eiga þangað að koma allir, sem telja sér einhverja í- þrótt vel gefna og reyna sig. Þeim sem fram úr skara verður síðan kent ágætlega. Hitt og þetta. 'Tóbakseitur. ls SKINFAXI — máuaöarrit U. M. F. í. — kemur út 1 Reykjavik og koatar 1 kr. árgangurinn, erlendia 1,50 kr. RTTSTJÓRI: Jónas Jónsson frá Hriflu. Skólavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Bjarni Þ. hlagnússon Skólavörðustig 6 B. Ritnetnd: Agúst Jóseísson, Guðbrondur Magnússon, Tr. Þórhallsson. Froskar geta ekki lifað nema fáeina kl.- tíma í vatnsskál, ef einn dropi af tóbaks- eitri er settur í vatnið. Benjamín Franklín gerði eitt sinn til- raun með tóbakseilur. Hann lét tóbaks- reyk streyma yfir lag af olíu, sem flaut á vatni. Síðan lét hann lítið eitt af þessari -olíu á kattartungu. Stuttu síðar fékk kött- urinn krampa og drapst af eitrinu. Prof. Seaner við Harvard-háskólann i Bandarikjunum hefir rannsakað áhrif tó- baks á stúdentana. Þá kom í ljós að í heild sinni voru tóbaksbindindismenn meiri vexti, hraustari til andlegrar og líkamlegr- ar áreynslu en reykingamennirnir. Stjórnin í Japan tók eftir þessum rann- sóknum og lagði fyrir þingið frumvarp um að banna reykingar hverjum manni yngri en,20 ára. I umræðunum um þetta mál sagði einn þingmaðurinn. „Ef við ætlum að þjóðin okkar komist fram úr Ameríku og Evrópu, megum við ekki Ieyfa æskunni í landinu, sem bráðum verður stoð þess og stytta, -að reyltja. Ef við óskuin að frá þessu landi skíni ljós yfir heiminn, megum við -ekki fylgja dæmi Kínverja, Indverja né Vestmanna í tóbaksnautn“. Eeykingar í átreislum. I samkvæmum efnamanna í Danmörku tíðkast nú sá siður, að borðgestir í mið- dagsveislum, taka sér hvíld frá að snæða og reykja vindlinga. Gera það jafnt karl- Ær og konur. Hingað til hafa menn látið sér nægja að reykja á eftir mat, en öllu fer fram. Til kaupenda Skinfaxa. Af einhverju óskiljanlegu ólagi á póst- flutningi vantar oft ýmsa kaupendur mörg eint. i blaðið, sem þó eru send reglulega frá afgreiðslunni. Við hefir borið að mörg blöð hafa Ient með póstskipunum til út- landa í stað þess að fara með landpóst- unum út um tandið, og þá komið sum til viðtakenda margra mánaða gömul. Kaup- endur sem verða fyrir þvílíkri óreiðu eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðsluna vita það sem fyrst, svo að hægt sé úr því að bæta. Munið að snúa ykkur til afgreiðslu Skinfaxa ineð alt sem lýtur að útsending blaðsins, kaupbæti og greiðslu þess; en lil ritstjór■ ans um það eitt, sem viðkemur efni blaðsins. Auglýsin g. Að öllu forfallalausu verður haldinn fund- ur í Bárubúð kl. 12 á hádegi hinn 27. júní næstkomandi, til að ræða um stofnun allsherjarsambands milli allra tóbaksbind- indisfélaga 1 landinu. Undirbúningsnefndin. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.