Skinfaxi - 01.06.1913, Blaðsíða 5
SKINFAXI
45
skýlaust lagabrot á 2. gr. sambandslag-
anna og sambandsstjóri getur ekki gert
neina undanþágu frá þeim lagalega.
Og það, að brjóta sín eigin lög, er
blettur á öllum félögum og elrki síst okkar.
En þó ég að þessu leiti telji þetta illa
farið, þá tel ég þó á hinn bóginn mjög vel
fara á því, að Vestfirðir séu samband sér,
og sú hugsun eða grundvallarskoðun sem
hlýtur að liggja á bak við, og ræður þess-
ari undanþágu sambandsstjórn, eraðmínu
áliti rétt og góð, en hún getur ekki ver-
ið önnur en sú, að fjórðungar þeir, sem
ákveðnir eru i sambandslögunum séu of-
stórir og óhentugir og að hann álíti aðra
skiftingu betri. Og þetta tel ég vel farið
og vildi að fleiri yrðu á þeirri skoðun,
þegar á sambandsþing kemur. En þrátt
fyrir það, þó ég líti eins á þetta mál, að
því leyti að skiftin séu haganlegust og best
um Gilsfjörð og Bitrufjörð, þá get ég þó
ekki annað en undrast það að svo mjög
skyldi máli þessu flýtt, að ekki var unt
að bíða sambandsþings og hafa skiftin
lögleg.
Mig langar nú til þess að fara nokkr-
um orðum um skiftingu þá á Sunnlend-
ingafjórðungi, er um var rætt á siðasta
fjórðungsþingi, og þá líka stærð fjórðung-
anna yfirleitt. Bæði er nú það, að mér
er skýrt frá því að ég hafi verið settur í
milliþinganefnd í því máli, og aðallega
ætlast til að hún rifaði um það í Skin-
faxa; og eins hitt, að það er min sann-
færing, að þetta mál sé eitt af þeim mál-
um sem miklu skifta, og nærri þvi að
framtíð ungmennafélaganna velti að nokkru
á því, hvernig fyrirkomulagið er. Eg ætla
þá að hreifa þvi með grein þessari, en
það sem ég segi er mitt álit en elcki
nefndarinnar, því sem hún hefir ekki
náð að koma saman.
Stærð fjórðungsins er þá helsta ástæð-
an en af henni leiða margar aðrar. Frá
Bitrufirði og að Skeiðará er að minsta
kosti 6 daga ferð, og hún hröð. Það get-
ur þvi ekki verið minna en vikuferð að
hittast fyrir tvo samfélaga, sem búa á út-
jöðrum fjórðungsins. Og sú ferð getur
ekki kostað undir 20 kr. Það liggur því
i augum uppi að það er bœði dýrt og
erfitt að liittast og kynnast fyrir félags-
menn.
Ef við svo lítum á málin sem liggja
fyrir fjórðungnum að vinna að, þá getum
við fyrst tekið íþróttirnar. Þær reynir
fjórðungurinn að efla á þrennan hátt, með
því að styrkja menn til þess að nema
þær, með því að láta kenna þær, og með
því að láta keppa um þær, svo þeir
sem fram úr skara, fái maklega viður-
kenningu.
Til þess að kensla komi hér að al-
mennu gagni þá þarf þátt-takan í henni
að verða almenn og kenslu-timinn þarf
að vera svo langur, að menn nái að læra
nokkuð á honum. Námsskeið í Reykja-
vík geta nú best náð því að hafa kensl-
una góða, þar er almennt völ á bestum.
mönnum til að kenna, og þar getur nánis-
timinn verið langur. Þar má þessvegna
kenna kennurum. Eu þangað ná fáir
og kensla þar getur aldrei að ei-
jifu orðið almenn fyrir alla sem eru í
fjórðungnum. Því er þörf á fleiri náms-
skeiðum. Fjórðungurinn er nefnilega of-
stór til þess að allir geti unnið saman á
einu námsskeiði. En styrkinn geta allir
sameinað sig um, þvi hann fellur i Ióð
einstaklinga, sem eru að læra og ætla að
verða kennarar, hvaðan sem þeir eru úr
fjórðungnum. Um iþróttamótin getur fjórð-
ungurinn ómögulega sameinað sig, svo
nokkurt lag verði á. Þar verður fjórð-
ungurinn að klofna. Þar verður að skifta
sambandinu, svo hægt sé að starfa. Eg
hika ekki við að fullyrða það, að eins og
nú er háttað samgöngum hjá okkur, er
okkur ómögulegt með öllu að scekja al-
ment og með áliuga eitt íþróttamót og
eitt íþróttanámsskeið úr öllum íjórðungin-
um. Þau verða að vera fleiri, og hvað>