Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1913, Side 2

Skinfaxi - 01.08.1913, Side 2
58 SKINFAXI eítirtekt hér á landi mikilli deyfð og sljóu kæruleysi meðal slíkra manna við að bjarga sér sjálfir. Og af öðrum hefir ekkert veru- legt verið gert til að rétta þeim hjálpar- hönd, þó að það væri hið mesta þarfaverk. Eg vil nefna sem dæmi, að meðal alþýðu i kauptúnum hafa hvorki kaupfélögin né ungmennafélögin náð verulegri fótfestu, af því að vantað liefir andans sjón og þor til að grípa í bakkann. Landlaust Það er öfugstreymi, fólk flýr fólks- að vita landið næstum órækt- laust land. ag enn> viðfangsefni fyrir ótal hendur í sveitunum, en fólkið samt streymandi burtu af því að ekki er rúm fyrir það. Landið vantar fólk, fólkið vant- ar land. Hvað uppfyllir annars þörf, ef réttilega væri stýrt En í stað þass flýr unga fólkið sveitirnar, og landið er eftir næstum jafn tónit og það var áður. Fólk- ið er yfirgefur sveitirnar gerir það mjög oft þvert um huga sér, sárþráir að vera kyrt, starfa heima, ef það gæti. Tv'<5 bjargar- Tvö ráð sýnast fyrir hendi, ráð. annað er það að gera marg- býli á jörðunum, hitt er að skifta þeim og reisa nýbýli. Athugum þessi tvö úrræði. MargkjTi. Margbýli hefir verið reynt hér nokknð frá landnámstið, og yfirleitt þótt ó- yndis úrræði, þótt það lánist undir einstökum kringumstæðum. Á móti því er sú sálarlega ástæða, að flestir fullorðnir vilja ráða sér sjálf- ir. Því dugar ekki að hafa marga skipstjóra á sama skipi, eða marga bændur á sömu jörð. Hver fullþroskaður maður þarf að hafa svo rúmt um sig til húsa og heimilis, að hann geti sniðið þann heim eftir sinni mynd, án þess að þurfa sífelt að taka tillit til annara manna. Margbýli, eða sambýli á sömu jörð er þess vegna í eðli sínu dauða- dæmt, sem verulegur framtíðarvegur. Nýbýll. Um nýbýli í sveit er öðru máli að gegna. Þau hafa lítt verið reynd enn. En fyrirsjáanlega fullnægja þau flestum skil- yrðum framtíðarvænlegra heimkynna. í fyrsta lagi mundu nýbýli leiða til meiri ræktunar landsins. Bændur á stórum jörð- um geta bjargast með „ránbúskap“, með að lifa af engjum og óræktuðu Iandi eins og nú er. Og vegna fólkseklu eiga þeir óhægt með að rækta út tún sín að mun. En ef jörðum er skift og nýbýli bygð, þá er „ránbúskapurinn" algerlega ófær orðinn. Til að geta lifað undir þeim kringumstæð- um yrði frumskilyrðið, að rœkta tún, slétta tún, sem vinna mœtti með vélum. Stofn- kostnaður nýbýlanna yrði þá mestur í nauðsynlegum bæjarhúsum og sléttum. Altur á móti yrði árlegur reksturskosln- aður tiltölulega lítill, svo lítill, að ein- yrki ætti með fjölskyldu sinni vel að geta starfað að búinu eingöngu, án að- keyptrar vinnu, jafnvel notað nokkurn hluta sumarvinnunnar til frekari sléttunar. Hvað lengi Iandið getur tekið við, hve mörg nýbýli má reisa er óþarft að svara í byrjun. Það eitt nægir að vita, að flest- um jörðum á landinu má skifta oftar en einu sinni, ef heysins er aflað á ræktuðu landi. Óhugsandi er að byrja að mun bændailokk- a nýbýlagerð nema þingið urinn. styðji þá hreifingu. Nú er þegar stofnaður bændaflokkur í þinginu og væri vel, ef hann sæi sér fært að útvega svo sem 10,000 kr. Ián, sem gera mætti með tilraunir á einum fjórum stöðum í landinu. Areiðanlega mundu fleiri óska að fá slíka hjálp, heldur en hægt væri að veita. Þannig mætti smátt og smátt fá verulega reynslu fyrir því, hve mikið ný- býli kostuðu, tún og hús, hvernig þau bæru sig, hve langur gjaldfrestur á láninu þeim' væri nauðsynlegur o. s. frv. Þingið yrði ennfremur þegar tímar liðu að heimila að byggja í landi jarðeiganda, þótt hann neitaði því. Yrði þá metið sann- gjarnlega af dómkvöddum mönnum, það land sem nýbýlið fengi, bletturinn síðau afgirtur og byrjað á bæjargerð ogræktun. Et til vill mætti ennfremur skylda bóndann á gömlu jörðinni til að leigja nýbýlis bónd-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.