Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1913, Side 7

Skinfaxi - 01.08.1913, Side 7
SKINFAXI 63 um, eða beitt sér fyrir nytsamara málefni en einhverja hina ágætustu allra íþrótta, sundið; vonum vér að heyra um meiri starfsemi í þeirri grein hér eftir. St. Sigurðsson. Ný bindindisstarfsemi. Fulltrúafundur til að stofna tóbaksbind- indissamband fyrir Island var haldinn í Rvík 26. júní s. I. Voru þar mættir 22 fulltrúar frá 12 tóbaksbindindisfélögum víðs- vegar á landinu. Samþyktu þeir til bráða- birgða lög þessi fyrir Bandalagið: 1. gr. Bandalagið er samband félaga, sem vinna að útrýmingu tóbaksnautnar úr landinu. 2. gr. Tilgangi sínum, ætlar Bandalagið að ná með þvi að útbreiða þekkingu á því tjóni, sem tóbaksnautnin veldur þjóðinni, og sporna við því að börn og unglingar byrji á tóbaksnautn. 3. gr. Þátt í Bandalaginu geta þau félög tekið, þar sem félagarnir vinna þetta heit: Við undirrituð heitum því að neyta einkis tóbaks, meðan við erum í félagi innan Bandalags tóbaksbindindisfélaga Islands, og að vinna af alefli að útbreiðslu tóbaksbindindis. 4. gr. Hvert félag innan Bandalagsins getur að vild unnið að öðrum málum samhliða tó- baksbindindinu, en þó svo, að þau ekki vanræki bindindismálið þeirra vegna. 5. gr. Hvert félag í B. T. í. greiðir tillag í sameiginlegan sjóð á ári hverju, 5 aura fyrir hvern félaga yngri en 16 ára og 15 aura fyrir hvern eldri félaga. 6. gr. Stjórn B. T. I. annast fulltrúafundi og framkvæmdarstjórn. Hún skal sitja í Reykja- vik eða nágrenni hennar. 7' gr' Fulltrúafundirnir skulu haldnir annaðh vort ár og ákveður stjórnin stað og stundu. Þeir taka ákvörðun um starf Bandalagsins á næstu tveimur árum, gera fjárhagsáætlun, samþykkja reikninga þess, kjósa fram- kvæmdarstjórn, varastjórn ogendurskoðend' ur. Hvert félag í Bandalaginu getur sent á fulltrúafund einn fulltrúa fyrir hverja 1S félaga. Þó hefir félag sem færri eru í en 15 rétt til að senda einn fulltrúa. 8. gr. I framkvæmdarnefnd eru þrír menn, for- maður, ritari og gjaldkeri og aðrir þrír í varastjórn. Stjórnin skal kosin á hverjum fulltrúafundi. Hún ákveður fundarstað, boðar til fulltrúafnndar og leggur þar fram endursskoðaða reikninga Bandalagsins til samþyktar. Hún leggur þar og fram til- lögur um framkvæmdir Bandalagsins, og fjárhagsáætlun fyrir næsta fjárhagstímabil. 9. gr. Formaður Bandalagsins er fulltrúi þess- út á við og hefir á hendi framkvæmdir þess. Ilann stýrir fulllrúafundi og hefir þar úrslita-atkvæði, ef atkvæði eru jöfn. Ritari bókar gerðir fulltrúafundar, og^ semur árlega skýrslu yfir hag og störf Bandalagsins síðasta fjárhagstímabil. Hann geymir og skjöl og bækur bandalagsins. Gjaldkeri veitir móttöku öllum tekjum Bandalagsins, ávaxtar sjóð þess i tryggri peningastofnun og hefir alla fjárgreiðslu á hendi fyrir Bandalagið. 10 gr. Leggist niður eitthvert félag innan Banda- Iagsins skal senda ritara Bandalagsins skjöt þess og gerðarbækur, en gjaldkera sjó5 þess, ef nokkur er. 11. gr. Lögum þessum má breyta á fulltrúa, fundi með einföldum meirihluta atkvæða- ef breytingartillögurnar hafa verið tilkynt- ar félögunum með fundarboðinu; annars þarf 3 4 5 6 * 8/4 hluta atkvæða á fulltrúafundi til þess að gera lagabreytingar. — í stjórn B. T. í. voru kosnir: Jónas Jónsson kennari (form.), CMafur Rósenkranz leikfimiskennari (gjaldkeri) og^ Steindór Björnsson kennari (ritari). í varastjórn: Jón Dúason stúdent, Guð-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.