Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 1
9. BLAÐ REYKJAVÍK, SEPTEMBER 1913. IV. ÁR Dagarnir líða. Aviftur og- fagrar listir. Ferðamaðnr nokkur kom á höfuðból íeinu fegursta og laxsælasta héraði landsins. „Hér er fallegt“ sagði maðurinn við bóndann. „Já, fallegt þegar vel veiðist“ sagði bóndinn. Auðnr og Hjer koma fram tvær ólíkar ánæg'ja. hliðar mannsins. Báðir þessir menn voru atorkumenn og nýtir borgarar. En þeir höfðu mismunandi þarfir. Annar var eingöngu bundinn við efnisheiminn. Hann segist ekki sjá fegurð náttúrunnar, nema þegar „vel veiðist“. En það mun þó varla hafa þýtt annað en, að þegar laxinn bavst í land, þá var fullnægt lifs- kröfum hans, þá var hann saddur sálar- lega, þá var hann ánægður og leið vel. Tilvera slikra manna er mjög einhæf og einföld. Augu þeirra og eyru eru svo haldin, að þeir skynja ekki ytri áhrif, nema hljóm gullsins og glampa þess. En hvernig fer hinunv gullgráðuga manni, „þegar ekki veiðist“, þegar hann ekki græð- ir? Þá er ekki fallegt i heirni hans, þá kemst engin fullnægjandi skynjan inn í sál hans. Þá er æfin auð og snauð, þá er hann fátækari en margur fátæklingur. Alt öðru vísi ej- þeim farið, sem ekki binda huga sinn eingöngu við að dýrka þau gæði, sem etin verða eða drukkin. Þegar „ekki veiðist“ á þeiiTa bæjum, þá hafa þeir annan heim þar sem eiga eignir laxi betri, endurminningar og hugsanir um fegurð, sem þeir hafa séð og notið, fagurt landslag og áhrifamikil listaverk. Ferða- langurinn sem áður var nefndur hafði tek- ið sér hvíld frá venjulegri vinnu sinni til að auðga sig með myndunum fögru úr sveitinni. En að minsta kosti einn af þeim, sem altaf hafði þann auð fyrir augunum, kunni ekki að meta hann, var fátækari, en hann þurfti að vera. Skapa lista- Nú á tímum er mikið talað mennauð? um í landinu, hvernig líta beri á starfsemi listamanna. Sumir álíta þá góðs maklega. Aðrir telja þá skaðlegar landeyður, latar blóðsugur, sem best væru komnar út í hafsauga. Lýðsnapar og skrumarar hafa um all-langan tíma reynt að afla sér valdagengis með árásum á listirn- ar, og er svo komið, að þingið í heild sinni virðist helst vera að komast á þá skoðun, að þjóðina varði ekki um önnur gæði en mat og drykk. Hvað er Það er viðurkent að auður auðurl sé alt það sem bœtir úr mann- legum þörfum, það sem fullnægir kröfum manna. Af öllum auði er fyrst að telja þær nauðsynjar, sem halda við lífmu, eins og fæði, klæði og hús. En þar skiftast vegirnir. Sumir menn óska engra gæða nema þessara, og þau verða auður þeirra einvörðungu. Aðrir þrá andleg og hug- ræn gæði í viðbót. Þeini verður alt að auði. Fegurð í náttúrunni, fegurð í listum og skáldskap, fegurð siðferðisleg og mann- Ieg, alstaðar þar sem ríkir drengskapur og göfugmenska. Af þessu leiðir að það eru margir vegir, meir að segja ótal vegir til að skapa auð,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.