Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 3
SKINFAXI 67 telja að listaverkunum sé enginn dauði áskapaður, fyr en með mannkyninu sjálfu. Misjafut Ef svo undarlega vildi til að launað í'é og einir 10 auðmenn gæfu Islandi listaverk. nú um áramótin sinn sjóðinn hver, jjjóðinni til viðreisnar, þá mundu allir vera sammála um, að þeir væru vel- gerðamenn þjóðarinnar. Þeim yrði sýnd- ur allur hugsanlegur sómi, með krossum, orðum, titlum, með veisluhöldum, með smjaðri og tilbeiðslu. Vitanlega væri alt þetta gott, bæði sjóðirnir og þakklætið við gefendurna. En þvi miður höfum við enga slíka snillinga, en eigum aftur á móti aðra vini, er gefa eilífar gjafir. En það eru skáldin, málararnir, myndhöggvararnir og þeir aðrir, sem listunum þjóna af öllu hjarta. En þessa spámenn okkar daga, vilja sumir skammsýnir menn grýta og útskúfa þeim. Af því hugarþeli og afvegaleidda skiln- ingi er sprottin óvildin til þeirra skálda, sem þingið hefir styrkt um undanfarin ár. En þessi styrkur ætti að heita laun eða kaup; allir ættu að skilja, að sá maður sem heíir gert, þó ekki sé nema eitt gott listaverk, hvað þá ef meira er, hann hefir skapað andlegt verðmæti, ekki einungis fyr- ir þá sem lifa samtímis, heldur fyrir alla þeirra afkomendur í þúsundasta lið. Þeg- ar listamaðurinn er fallinn frá, þá er of seint að launa honum. Hver kynslóð á að launa sínum listamönnum; á ekki að láta þá deyja úr hungri út í peningshús- um, eins og stundum hefir hent íslendinga. Menn tala um þessa fjársóun, ein 6000 kr. á ári til þeirra sem skapa andans auð. En við látum Dani græða á oklcur árlega 2x/2—3 miljónir kr, á verslun og sigling- um. Fáum við varanleg gæði fyrir? Alls ekki. Sú fjársóun fer fyrir ekki neitt. Sú mikla uppphæð hverfur okkur fyrir þekkingarleysi í viðskiftaefnum, og fer til þeirrar þjóðar, sem grálegast hefir leikið okkur. Eða tökum innlendu milliliðastéttina, verslunarstéttina. Hvað kostar hún ? Það getur enginn sagt, en vist er, að ekki þyk- ir ofgoldin kaupstjóralaun í verslunum hér innlendum og útlendum, það sem talið er eftir hinum skygnu sonum þjóðarinnar. Það er lélegur búskapur að eyða krón- unni en spara eyrinn. Þó gera þeir það, sem rólegir sjá Dani og sendisnata þeirra hér, taka miljónir af þjóðinni að þarflausu, en harma það örlitla fé, sem rennur til viðhalds listunum i landinu. Vonandi eru nú tímamót í þessu efni. Við erum nú að eignast mjög efnilega rnenn á nær öll- um sviðum listarinnar. Og við ættum, eins og konungurinn forðum, að óska eft- ir visku til að stýra rétt, til að sigra fénd- ur þjóðarinnar og til að hlúa að þeim, sem eru sæmd hennar og gróði. J. J. Nýu skólarnir ensku. IX. Ferðalangur nokkur, sem dvaldi um stund f Abbotsholm segir svo frá, að stuttu eftir miðdegisverð fóru allir út til að vinna. Það var um vor. Sumir óku sandi og möl á gangstígana í skemtigarðinum, sum- ir settu niður garðjurtir, aðrir gróðursettu tré. Sumir hömruðu glóandi járn í smiðj- unni en aðrirhjuggu og hefluðu í trésmíða- deildinni. Seinna skera þeir upp og heyja, búa þá undir veturinn og hjálpa til að hirða búpeninginn. A Abbotsholm voru mörg af húsum skólans eftir lærisveinana, sund- laugin, bátahöfnin, bátarnir og skýlin yfir þá, leikvellirnir og leiktækin; fjöldamörg af tækjum þeim úti og inni, sem daglega þarf að nota. Vitaskuld verða ekki ung- lingar þessir jafnokar sérfróðra handverks- manna í hverri grein; það væri ómögulegt, og óþarft þótt hægt væri. Tilgangurinn er auðvitað ekki sá, að þeir keppi við iðn- aðarmenn; þeir eiga að vinna sértif „hug- arhægðar“, til hressingar og styrktar bæði á vaxtraraldrinum og síðarmeir, til að skilja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.