Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 4
68 SKINFAXI vinnu og kunna að meta hana og til að geta bjargab sér, veriS sem sjálf-færastir hvar og hvernig sem vegir peirra liggja. Þannig er vinnan, úti og inni, einn að- alþáttur þeirrar mentunar sem nýu skól- arnir veita; hún er ennfremur önnur meg- instoð hins líkamlega uppeldis; en hin stoð- in eru íþróttirnar, í afarmörgum mynd- um, og skal nú vikiö að þeirri hlið. Sú venja er í öllum nýu skólunum, að hver lærisveinn hafi grunt baðker undir rúmi sínu og noti það til að taka kalt steypibað á hverjum morgni um leið og hann kemur úr rúminu; fylgja því æfing- ar og húðstrokur, líkastar því sem fiestir munu nú kannast við úr aðfefð Múllers. Sumir eru enn harðari og ganga í valn úti, undir smáfossa eða til sunds í stöðu- vötnum með morguns-árinu, hvernig sem veður er og á öllum árstíðum. Er eink- um í frásögur fært um einn slíkan skóla j Sviss, að námssveinar gangi stundum á ís og snjó undir foss við skólann og kveinki sér ekki, og aldrei komi þar kvef. Má nærri geta að slíkir menn verða ekki upp- naenúr fyrir smábreytingum hita og kulda. Þá koma eins og fyr var á drepið margs- konar íþróttir milli kenslustunda fram að hádegi. Er þar fyi'st að taka knattleik, bæði á auðri jörð og ísum, sund, róður, skotfimi, hnefaleik, glímur, hlaup og knatt- leiki ýmiskonar, sem eiga ekki heiti á ís- lensku. Þessar íþróttir flestar, og aðrar, sem ekki verða hér nefndar eru æfðar og iðkaðar undir beru lofti. En til að bæta upp það, sem þeim kann áfátt að vera, er leikfimi höfð, einkum þó hin sænska, er ryður sér æ meir og meir til rúms. Þannig er um mikla fjölbreytni að ræða á áreynsluvalinu. Annars vegar er vinnan, hinsvegar íþróttirnar; hver getur lagt stund á það sem honum er hollast, vænlegast til þroska eða skapi næst; og flestum er svo farið á þessum árum, að þeir unna hreifingu, starfi og íþróttum, þeg- ar hin réttu tæki eru við hendina; og það sem er iðkað og æft á æskuárunum verð- ur að vana hins fullorðna og aldraða manns. Yitaskuld er ekki enn komin veruleg reynsla fyrir því, hvernig verða áhrif þessa líkamsuppeldis, en af líkum má ráða nokk- uð. Á Englandi hafa um langt skeið úti- leikir og íþróttir verið stundaðar álíka mik- ið og í nýu skólunum; munurinn er sá, að fyr hefir vaninn, og almenningsálitið svo að segja drotnað yfir og stýrt þeim, í stað þess. að nú er reynsla heilsufróðra manna kvödd til málanna um, hvað eigi best við hvern og einn. Þessvegna má vænta að hið gamla líkamsuppeldi Englendinga sé glöggur fyrirboði þess, sem koma muni, er nýu skólarnir hafa náð rótfestu. Og allir sem farið hafa um Eng- land og veitt þjóðinni eftirtekt, munu sani- dóma um, að í fáum löndum séjafnmikið af mönnum með hreysti- og heilsubrag- Þar getur að líta unga menn, hávaxna, vel limaða, beinvaxna með hvelfd, sterk brjóst; sviphreina og drengilega í framgöngu. Miðaldra menn og gamla menn kviklega, rétta, fulla í vöngum og snarlega eins og ungir menn væru. Margir eru þar þing- menn eða formenn i kaupsýslufélögum á þeim aldri, þegar sama stétt manna í öðr- um löndum gengur ellihrum og niðurbeygð við tvær hækjur. Ellin virðist ekki vinna á þessum víkingum, sem alla æfi hafa lif- að hollu og hreinu lífi, unnið gott dags- verk, en samhliða því iðkað íþróttir, eina eðo fleiri, gengið langar göngur, haft óbrot- inn mat og reglulegan svefn. Engin lýs- ing getur gefið nándar nærri rétta hug- mynd um muninn á þessum mönnum og öðrum, sem lifað hafa harla ólíkt, eytt ár- umæskunnar að nokkru við lestur og skrift- ir en nieira við sukk og svall; legið fullir í göturennunum eða verið bornir heim ófærir eftir samdrykkju fram á nætur. Slíka menn heimsækir ellin snemma og fátt er rauna- legra en andlit sumra þvílíkra gamalmenna sem eru eins og ormétin hismi, eða af-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.