Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 5
SKINFAXI 69 myndaðir af fitu; þar sem sjúkar nautnir og ástríður æskunnar hafa farið eldi um og skilið eftir hrörlegan, kvillasaman lík- ama og niðurbrotna sál. Það sem af er lýsingu nýu skólanna hefir sýnt, að fyrri hluti hvers starfdags er notaður til að láta þróast í samræmi likama og sMlning nemanda, og hér um hil jöfnum tíma varið til hvors um sig. Þá hefir verið fullnægt þeim tveim frum- skilyrðum, sem Spencer taldi nauðsynleg- ust í öllu uppeldi, en það var að kenna manninum að geyma sín sjálts, og að neyta kraftanna til að afla sér bjargar. En þá er komið að því atriðinu, sem hann taldi seinast, en það er hvernig fylla megi heppi- legast þær stundir, sem menn gleðjast og njóta lífsins sér og öðrum til heilla og gleði. En til að lifa þannig verða menn að vera gegnsýrðir anda siðgæðis og feg- urðarsmekks. Eg veit vel að margir munu hrista höf- uð sín vantrúarfullir, þegar minst er á, að skólargetikent siðgœði; ogþeim sem ekki þekkja nema þá skóla, þar sem ófriður og kuldi hafa drotnað áratugum saman, er varla Iáandi sh'k skoðun, ekki fremur en fiskurn sjávarins væri til lasts leggjandi, þótt hugmyndir þeirra um lífið á þurrlend- inu væru ekki sem allra réttastar. Og væri um slíka kenslu að gera mundi flestum detta i hug gamla aðferðin, sú að láta læra kenningar einhverrar kirkjudeildar. Það gera nýu skólarnir ekki; þeir láta hvern hlutlausan um sína trú, enda má hreifing, sem ætlað er að hafa áhrif á margar þjóðir, ekki grundvallast á kenn- ingum, sem aðeins eru játaðar á takmörk- uðum svæðum. Og þess er heldur ekki þörf. Heimur- inn þarf sidgœði, en það er ekki algerlega bundið við trú. Það tvent fer stundum saman en stundum ekki, eins og Ijóst er af vitnisburði sögunnar og mannlífsins hvar sem litið er. En hið mesta viðfangsefni hverrar aldar er í raun og veru, að gera þá kynslóð, sem upp vex, hæfa til að Iifa í samfélagi við aðra menn, tenija hana, nlÝkja hana, sveigja hana frá vegum taum- lítillar sjálfselsku, sem mönnunum er með- fædd. Til að ná takmarkinu liggja vita- skuld ýmsar Ieiðir, og þeir sem helst hafa með höndum þessa mannbætandi starfsemi með þjóðunum, hafa tekið þá leiðina, sem léttust var, en það var að gefa góðar regl- ur um, hvernig breyta skyldi svo að rétt væri. Þannig á mannkynið nú mikinn forða af hugrænum boðum, sem langmest- ur hluti siðaðra manna telur sig fylgja; og ef þessum boðum hefði verið fylgt mundi öll synd og ranglæti þurkað út úr heimin- um. En reyndin er önnur. Hvar sem hendi er stutt á, réttist ránshönd sjálfselsk- unuar út úr hjúp menningarinnar. Þjóð- irnar úthella blóðfossum með hryllilegum styrjöldum, stéttirnar berast á banaspjót- um og einstaklingarnir deila um hvern mola, sem fellur af horðum náttúrunnar þeim til framfærslu. Þannig er Ijóst, að viturleg boðorð, góð ráð og utanaðkomandi skipanir muni ekki einar sér megna meira í framtíð en þær hafa gert í fortíðinni. Raunar ber ekki að neita, að mitt í of- urvaldi harðlyndisins gagnvart öðrum eru Ijósblettir. Hér og þar myndast sambönd fín og veikbygð að vísu, en bönd, sem brúa frá einni sál til annarar. Þau byrja í ættar- garðinum, þar sem móðir og faðir standa á verði um ósjálfbjarga barn; þau hald- ast að sumu leyti þótt barnið stækki; þau skapast milli systkina, sem lifa í friði undir sameiginlegri vernd; þau niyndast seinna með mönnum á ýmsum aldri sem kynnast, eða hafa sameiginleg viðfangsefni. Nær því ætið eru þessi siðlegu sambönd sprottin af hagfeldri reynslu en ekki af hlýðni við boðorðin. Þegar þetta er at- hugað verður það Ijóst, að reynslan er besti leiðarvísirinn um það, hvert stefna skuli í siðbótarbaráttunni. Kenningarnar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.