Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 7
SKINFAXI 71 sem hann er grafinn. Gjafir til minnis- varöans má senda Sigurði Nordal, Dosse- ringen 6TI í Kaupmannahöfn, eöa Jónasi Jónssyni, Skólavörðustíg 35, Rvík. Alþjóða-skautaþingr er ný-afstaðið í Budapest. Um leið héldu skíðamenn samskonar fund í Bern á Sviss- landi. Norðmaðurinn Dahl var kosinn for- seti sambandsins, ákveðið að næsti fundur skuli vera i Kristjaníu að vetri. Loft- og sólböð tíðkast nú meir og meir í öðrum lönd- um, en mega heita algerlega óþekt hér á landi. Menningaþjóðir fornaldarinnar höfðu mikla leikvelli þar sem ungir og gamlir gengu klæðlausir til að hressast af sólskin- inu og loftinu. A miðöldunum var við- kvæði allra að „holdið verðskuldaði enga vægð“, og var hreinlæti alt og líkamsmenn- ing þá í mestu niðurlæging. Loftböðin féllu í algerða gleymsku þar til Svisslend- ingurinn RiMi kom þeim á fót að nýu 1855. Hafa þau útbreiðst stórum síðan, og mega heita algeng í og við allar stór- borgir í Evrópu. Mjög víða er sameinað i eitt, sjóbað, sólbað og loftbað. Liggja þeir baðstaðir við sjó, völlur allmikiil, lukt- ur hárri girðingu. Menn sem venja sig á að láta hreint Ioft leika um líkamann, nokkra stund á dag, geta varla verið án þess fremur en matar og drykkjar. Ef til vill mætti nota einhvern hluta Iþróttavall- ins til loftbaða, með dálitlum breytingum. KappróÖrar eru nú einhver almennasta íþrótt úti í löndum, en óþekt hér. Kappróðrarbátar eru dýrir mjög 200—1200 kr. eftir stærð, mjög þunnir og Iéttir, gerðir úr mahogni og öðrum dýrum og þéttum viðartegund- um. Eftirfarandi tölur sýna nokkuð róðra- huga ýmsra nábúa þjóða. Frakkland 108 róðrarfélög, félagar 9000 Þýzkaland — 50000 Svíþjóð 15 — — 1690 Danmörk 34 — — 3160 Noregur 7 — — 900 Heilsufræðingar héldu nýlega alþjóðafund i París. Á- kveðið að leita meir en gert hefir verið samvinnu við lækna í íþróttaefnum til að tryggja íþróttamenn gegn öfgum af illa völdum kappraunum. Þar voru sýndýms leikfimiskerfi, en hin sænska leikfimi þótti bera langt af öllum hinurn. Verður það sennilega til að auka meir gengi hennar í Suðurlöndum. Maraþons-lilaup á Englandi fór fram frá Windsor tit Stamford Bridge nýlega. Sigurvegarinn, sænskur maður, Ahlgren vann hlaupið, var 2 klst. 36 m. 6 sek. Þessi leið er næstum eins og milli Þingvalla og Rvíkur. íþróttanámsskeið Sunnlendingafjórðungs. Iþróttanámsskeið fyrir væntanlegaíþrótta- kennara verður haldið í Reykjavík frá 1. nóv. til 6. des. n. k. Kendar verða flest- ar þær íþróttir, sem nú eru æfðar hér á landi, en mest stund lögð á þær greinar, sem líklegast þykir að koma megi við í sveitum hér á landi eins og ástæður eru nú. Bestu íþróttakennarar og íþróttamenn Rvíkur hafa lofað aðstoð sinni við kensl- una, hver í sinni grein. Þátt-takendur verða að vera í einhverju U. M. F. í S. F., hafa nokkurt orð á sér sem vænlegir íþróttamenn, og geta sýnt, að formenn í nokkrum U. M, F. vilji fá þá til íþróttakenslu fyrir félög sín, er þeir hafa lokið námi. Fjórðungssjóður borgar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.