Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 8
72 SKINFAXI SKINFAXI — inánaðarrit TJ. M. F. í. — kemur út 1 Reykjavík og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RITSTJÓRI : Jónas Jómson frá Hriflu. Skólavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Bjarni Þ. Magnússon SUölavörðustlg 6 B. Ritnelnd: Agúst Jósefsson, Guðbrondur Magnússon’ Tr. Þórhallsson. kenslu alla við námsskeiðið, og hæfilegan dvalarkostnað þátt-takenda, meðan þeir eru í Rvík, en ekki ferðakostnað hingað eða héðan. Ætlast er til, að hver þeirra manna, sem þátt tekur í námi þessu, kenni íþróttir, ekki minna en 8 vikur fyrir U. M. F. í átthög- um sinum, ef svo mikils verður þörf, nú í vetur. Það starf er búist við, að verði fremur unnið af áhuga og góðum vilja, en til fjár. — Verður það tæplega borgað, nema ferðakostnaður og fæði íþróttamanna þessara, meðan þeir eru á kensluferðum. — Umsóknir sendist Jónasi Jónssyni, Skóla- vörðustig 35, Rvik. Fjórðungrsstjórnin. Sökum fjarveru sr. Jakobs Ó. Lárusson- ar, gegnir fjórðungsstjórastörfum þetta ár Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35. Ritari er Guðm. Davíðsson, Frakkastíg 12, og gjaldkeri Magnús Tómasson, Skothúsinu i Rvík. Þingið og íþróttirnar. Fremur má segja að þetta þing hafi -verið sparsamt á fé til eflingar likams- mentun, en þó skal geta þess sem gert er. Það veitti Erlingi Pálssyni 500 kr. styrk til frekara sundnáms erlendis- Mun Er- lingur ætla sér til Lundúna og dvelja þar í einum hinum besta sundskóla, mikinn hluta vetrarins. Var þetta fé vel veitt, og mun mörgum eyri hafa verið ver varið af almannafé. Erlingur er nú þegar þjóð- kunnur sem afburðasundmaður, en hann getur vitanlega ekki hér, án frekari tilsagn- ar, komist jafnlangt og bestu íþróttamenn stærri þjóða. Þessvegna er honum og landinu mikill fengur i, að hann fái að fullnuma sig með hinum bestu, meðan hann er ungur og mót-tækilegur. Laugarnar við Reykjavík mega nú heita miðstöð sundmentunarinnar í landinu; þar læra langflestir menn, næstum allir sem alast upp í Rvík, fjöldi námsmanna víðs- vegar að úr landinu, sem hér eru i skól- um, og fjöldi annara aðkomumanna. Er því bersýnilegt, að þar sem Erlingur er og mun verða aðstoðarmaður föður síns við Laugarnar, og sennilega eftirniaður hans þar, að því meiri og betri sundmað- ur sem hann verður, því fullkomnari verð- ur sundkunnátta Islendinga yfirleitt. Þing- ið veitti ennfremur Birni Jakobssyni 450 kr. árlega, svo að hann gæti haldist hér við og kent leikfimi. Heita má að Björn hafi reist úr rústum leikfimina hér á Suð- urlandi eins og Rist gerir nyrðra. Iþrótta- flokkar þeir, sem sýnt hafa leikfimi undan- farin vor undir stjórn Björns hafa fengið einvóma lof þeirra, sem vit höfðu á, og sýningarnar gert mikið til að opna augu manna fyrir gildi leikfiminnar. Samsæti héldu allmargir U. M. F. úr félögunum í Reykjavík þeim listamöununum Kjarval og Rikharði í Iðnó 6. sept., rétt áður en þeir stigu á skip. Báðir dvelja þeir í ILöfn nú í vetur, og hefir þá Ríkharður lokið námi sínu í listaháskólanum, og fer þá til Parísar og Rómaborgar, sem eru tveir hin- ir mestu listabæir að fornuognýju. Þing- ið veitti honum 1000 kr. styrk hvort árið. Kjarval á enn lengra í land, byrjaði seinna, og því miður fékk hann aðeins styrk næsta ár. Félagsprentsiniðjnn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.