Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1913, Blaðsíða 2
66 SKINFAXI af ])ví að hinar réttmætu þarfir eru svo margar og breytilegar. Og það er þvi al- gerlega rangt að gera mismun á börnun- um, hafa dálæti á þeim sem skapa étan- leg gæði, en hrinda á ysta bekk þeim sem skapa andlegt verðmæti. Mér dettur i hug að taka af handahófi einfalt dæmi, sem sýnir, hvernig fegurð náttúrunnar og list- anna er auður, sem heldur við afli manns- ins, þar sem engin önnur hönd styður hann. Maður nokkur er á ferð um dimma haustnótt yfir fjallgarð hér á landi. Hann sér varla fram fyrir hestfæturnar; ekkert hljóð heyrist nema þyturinn i fjallaskörð- unum. Náttúran sefur, allur hinn ytri heimur er lokaður. En þó er ekki dimt eða dauft fyrir manninn. Ríki endurminn- inganna opnast og þar skín sólin í fullu veldi. Ótal myndum bregður fyrir, göml- um og nýjum. Maðurinn veit ekki lengur um gróðurlausu þurru heiðina, sem hann er að fara yfir. Hann sér annað hérað; stórt og bjart vatn liggur fram undan. I því synda ótal grænar eyjar, eins og stjörn- ur í bláma himinsins. Lengra frá há og tíguleg fjöll; yfir þau andar júní-golan hressandi blæ. Sú sýn hverfur, en í stað- inn kemur mikið fljót, lygnt og djúpt, mörg skip renna eftir því, en á báðum bökkum bruna eimlestir, hverfa stundum inn í bergið, þar sem það teygir sig fram i ána, en renna þess á milli yfir ekrur eða gegnum miklar borgir. Fyrir ofan vex vínviðurinn á hjöllunum í fjallshliðinni, en uppi á há-brúninni, beggja megin gnæfa gamlar riddaraborgir og spegla sig í skygð- um árfletinum. Alt í einu er þessi dalur horfinn, en kominn annar, sem Gröndal lýsir í einu af bestu kvæðum sínum. Þar er Babýlon, konungshöllin, veislan þar sem hvergi ber skugga á. Kerin úr musteri Salómons eru borin inn, gestirnir ljóma í ofurkæti lífsnautnanna. Þá ritar höndin á vegginn dularfull, óskiljanleg orð. Enginn af vitringum konungs getur ráðið þau, fyr en Daníel kemur. Hann skilur þau, birtir dauðadóm konungs ogmannahans. Eyði- leggingin vofir yfir þeim. „Ljósin dóu, lögð og slegin lygi ei ritar drottins hönd“. Svo mikil er snild skáldsins, að orð hans endurskapa í hug þess er kann og skilur kvæðið, hið fjarlæga landslag, borgina, veisluna, fólkið, hugsanir þess og háttsemi, litbrigðin, vandann, örvæntinguna og hina stórfengilegu eyðileggingu. Þannig líður löng og dimm haustnóttin, eins og draumur. Sveitir, myndir, kvæði, sögur hafa gert hana degi bjartari. Ogsá þekkir illa til íslensku þjóðarinnar, sem veit ekki hvílíkum ógrynnisþörfum skáldin okk- ar hafa fullnægt að fornu og nýju. Hve mörgum hefir Hallgrímur Pétursson miðl- að af sínum auði, til að nefna aðeins eitt nafn? Listamennirnir Máli þessu er svo var- uppsprettur and- ið að góðir listamenn, og legs ails og and- við eigum nú ekki svo fáa legs auðs. af þejm; eru nokkurskon- ar andlegar aflstöðvar, sem leiða má frá, ljós og hita um óralangan veg og tíma, en eru þó engu snauðari að heldur. Þessu víkur svo við, að listamennirnir eru skygn- ir. Þeir sjá i gegnum hlutina inn í anda þeirra, kjarna þeirra. Og sú mynd sem þeir sýna með listaverkum sínum er fyrir okkur, sem ekki erum skygnir, langtum auðveldari, ljósari og skiljaniegri en frum- myndin, náttúran sjálf. Góðu listamenn- irnir, eru því túlkar heimsins; þeir þýða hinar duldu rúnir náttúrunnar og mann- lífsins á ofur einfalt, en yndislegt mál, og djúpar hugsanir hressa og styrkja þá, sem opna vilja hirslur sínar fyrir þessum auði. Listaverkin eru sannarlegur auður, af því að þau íullnægja mörgum dýpstu þörf- um þeirra, [sem eigi eru með öllu jarð- bundnir i óskum sínum. Þau eru enn- fremur haldbetri en annar auður, og eins og framförum heimsins er nú komið, má

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.