Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1913, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.10.1913, Qupperneq 2
74 SKINFAXI í hnignun, Ítalía í fjörbrotum, með mikið af siðlausum skríl, Austurríki sundrað og á heljarþröminni, Rússland með greiparnar um háls sér, Balkanþjóðirnar hálfviltar (sbr. Búlgara, sem þó hafa tekið einna mestum framförum). Persaland með mörg þúsund ára pappírsfrelsi að baki, liggur ósjálfbjarga við vargafætur; sama má segja um Kína. I Mið- og Suður-Ameriku er mikill fjöldi sjálfstæðra ríkja, lýðvelda meir að segja, þar sem kyrstaðan, rotnunin og spillingin er einvöld. Aðfarar Mexico-búa við sjálfa sig undanfarin ár eru gott dæmi um lífið i þessum latnesku löndum. Af þessu stutta yfirliti sést að suniar fullvalda þjóðir eru gæfusamar, ef dæmt er eftir yfirborðinu. En aðrar, og þær eru fleiri, eru stórvansælar, þrátt fyrir pappirs-sjálfstæðið, og það bæði að yfirsjón og reynd. Ófullvalda Af þjóðum, sem ekki hafa pjóðir. fullveldi en hafa þó náð mildlli fullkomnun má fyrst nefna Finna. Fáar þjóðir hafa verri húsbónda. En þrátt fyr- ir það eru þeir, af smáþjóð til, beinlínis forustumenn i menningu. Þá eru hinar enskumælandi, bresku lendur, Kanada, Suð- ur-Afríka og Astralía alt hin mestu fram- fara og gengislönd, auðug, frjáls í raun og veru, með sívaxandi framsæknar miljónir hraustra og vel mentra borgara. Þá eru önnur ófullvalda lönd sem miður gengur, miklar lendur í Afríku og Asíu með hálf- siðuðum þjóðum. Indland og Irland, bæði merkileg lönd en illa með farin af drott- inþjóð sinni. Reynslan sýnir þá, að lika í þessum flokki gengur sumum þeim þjóðum, sem vantar fult pappírs-sjálfstæði stórvel lífsbaráttan, en aðrar lifa í hörmungum. En úr því að svo er, þá er heldur ekki pappírsfrels- ið frumskilyrði þjóðarvelgengni, þá slœr því ehki inn alveg hiklaust og gerir vold- uga einstaklinga og þjóðir. Eftir yfirliti þessu að dæma er pappírsfrelsið ekki nema einn af þeim þáttum sem valda manna- og þjóða-gengi, og hvergi nærri sá sterkasti. Þetta er leiðinlegt a. m. k. fyrir íslend- ing, bæði af því að formsglamrið er orðið að þjóðtrú landsmanna, og mun enn um langan aldur villa sýn fólkinu. Og í öðru lagi, af því að það hefði verið svo dærna- laust einfalt að rétta við bágstaddan lands- lýðinn, ef ekki hefði þurft nema gera samn- inga við Dani og breyta stjórnarskránni, En þetta hafa verið bin miklu þjóðbætandi viðfangsefni allra flokka í landinu. Frá rnínu sjónarmiði eru þeir allir jafn-sekir, allir jafn-viltir, allir jafn-fálmandi eftir auka- atriðum. Og það allra hörmulegasta er, að hin yngri kynslóð vex upp í hégóma papp- írs-frelsis-leitarinnar. Yit og- siðgæði Það sem ræðurgæfu og meira virði en gengi manna og þjóða, er pappíislög. ej_^. skrjfugu gfjórn- arlög heldur vitið og siðgæðið sem i mönn- unum býr. Finnar eru meiri og sœlli þjóð en Rússar af því að einstaklingarnir eru fullvalda, þó þjóðin sé það ekki. Nýlend- ur Breta standa framar flestum fullvalda löndum af því að íbúarnir trúa á framtíð sína, starfa, bæta kjör sín, og skapa sér lífvænlegt þjóðfélagsform. Fyrir hverja þá þjóð sem áfram vill, skiftir mestu, að sem flestir menn í landinu séu réttilega og vel mentir, séu á réttan hátt búnir undir lífsbaráttuna. En þeg- ar tekist hefir að ala upp þann þjóðar- stofn, þá eru engin takmörk fyrir því, hvernig vel mentir menn geta umskapað heiminn, farið undir, ofan og utan við ölí bönd og hindranir sem fyrir verða. Pappírs-sjálfsstæðið er form, en þjóðlífið er veruleikinn, og hann er þúsundsinnum þýðingarmeiri. En við höfum haft enda- skifti á hlutunum, leitað hýðisins en ekki kjarnans. Þess vegna er högum okkar hátt- að svo sem nú er. Störmál- Ef unga kynslóðin vill ekki in tvö. jáfa sór nægja að flétta sand-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.