Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 2
82 SKINFAXI færðar út kvíarnar, ]mr eru framfarir, þar bjarga menn sér sjálfir. Hvatí okkur Alstaðar eru skuggahliðar, fslendinga allar rósir hafa þyrna, en um vantar. það á ekki að ræða hér. Okk- ur Islendinga vantar dug og kjark og fram- takssemi; og okkur getur ekki liðið sæmi- lega vel í landinu, nema við fáum þessa eiginleika. Landar okkar í Ameríku hafa þá á miklu hærra stigi en við, þótt þeir væru okkur líkir og sumir lakari, er þeir fóru. Vesturheimur hefir uniskapað þá; en gætum við ómögulega ummyndast og endurfæðst í svipum skilningi hér heima á Fróni? Jú, vissulega. Það má gera, hve- nær sem vera skal, við hvaða unga og uppvaxandi kynslóð sem vera skal. En til þess þarf sérstakt uppeldi, betra upp- eldi en nú er veitt, til þess þarf vissa tegund fyrirmyndarheimila, nokkurskonar andlegar aflstöðvar, sniðnar til að gera íslenska alþýðu framsækna, kjarkmikla, færa til að sjá um sig og ryðja sér til rúms i heiminum. Hér skal reynt að sýna með Þjóðskólar. . , f , ... , nokkrum trumdrattum, hvermg slíkar stofnanir, sem eg nefni þ/óðskála, gætu verið. Þeir eru ekki nema hugmynd, hafa hvergi verið reyndir, mundu vitan- lega ekki vera neitt alheimsmeðal, en áreiðanlega hollara uppeldiskerfi en þau, sem Islendingum hefir áður verið bent á að nota. Sjálfsagt munu margir greindir og gætnir menn brosa, þegar stungið er upp á að gera þjóðina duglega og framsækna með skólagöngu. Þeir menn segja, að skól- arnir, bækurnar og öll hin nýja fræðsla sé að drepa dugnaðinn og atorkuna í land- inu. í þessu er mikið satt. En sú hug- mynd, sem hér er lýst, er ekki sniðin eftir hinu algenga uppeldis-fyrirkomulagi, sem nú tíðkast í landinu, heldur eftir heimilis- uppeldinu íslenska, sem er bygt á því að búa í sveit, vinna og hugsa. Hér á landi er tvennskonar menning: Tvenn menn- íslensk hænda- og sveitamenn- ing-áfslandi. ing, sem lifað hefir í þúsund ár, skapað þjóðina og haldið henni við, er nú að mestu útdauð í kauptúnunum, og hverfur meir og meir í sveitunum. En á hinn bóginn dönsk hjálendumenning, sem drotnar í sjóþorpunum og leggur undir sig landsbygðina. Næstuin allir skólar i landinu eru meg- invirki þessarar mentastefnu. Það var upp- haf hennar, að íslendingar hafa sótt menn- ing sína fyrst og fremst til Hafnarháskóla. Lærisveinar þaðan liafa stjórnað þessu landi, ritað og kent í aðalfræðslustofnun þjóðarinnar, sem varð smámynd háskólans og undirhúningsstöð fyrir embættismenn og vísindamenn okkar. Seinna komu alþýðu- skólar, sem búa áttu sveitafólk og sjómenn undir lífið. Þeir voru ennþá smækkuð mynd af embættismannaskólunum, eingöngu bóklegt nám, miklar kyrsetur og innivera, bæjalíf, tvístrað og stefnulaust. Og að síðustu þegar barnaskólar komu, þá var gamla blandan þynt ennþá meira, svo sem sjá má í fræðslulögunum. Árangurinn hefir verið vafasamur. Þekk- ing hefir aukist að mun, og ýmislegt gott leitt af til bóta. En um leið hefir aukist leli, vinnufyrirlitning og heimskt rænu- og kjark-leysi, sem oft er samfara talsverðri þekkingu, sem goldin hefir verið með lik- amsþreki og vilja aíli i löngum innisetum við einhliða bóklegt nám. Alþýðu- og Höfuðgallinn á hinu danska einbœtta- hjálenduuppeldi er fyrst, að skólar. þag er upphaflega sniðið eftir þörfum og eðli Dana en ekki Islendinga og átti því illa við hagi okkar. Þóerenn meiri villa, að hafa skóla alþýðunnar eins og smámynd eða vasaútgáfu af embætta- skólunum. Það er rangt af þvi að þær stéttir eiga við gerólík kjör að búa. Svo að alþýðu vegni vel, þarf hún að vera hraust, kjark- mikil, framfarafús og iðjusöm, — með heilbrigðri dómgreind, þar er hver smiður

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.