Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 8
88 SKINFAXI Skatturinn! Þau félög sem ekki hafa enn greitt sam- bandsskattinn þetta ár eru beðin að greiða hann hið allra fyrsta til gjaldkera Magn- úsar Tómassonar, Skothúsinu, Rvík. í þróttaná msskeið sunnlendingafjórðungs byrjaði með nóv. og stendur yfir í 6 vikur. Styrktir þátt- takendur eru: Helgi Agústsson (Arnes.) Kári Arngrímsson (Rangárvs.) og Sigurð- ur Gíslason (Mýra- og Borgarfj.s.) Bannlög. í tilefni af grein í síðasta blaði um ó- piumsbannið hefir einn hinn helsti læknir landsins bent Skinfaxa á, að i raun og veru væri vínandi enn þá meira eitur en -ópíum. En mönnum veitti erfitt að sjá ])enna sannleika af því að vald vanans blindaði, og hitt eigi síður að vínnautnar- rnennirnir væru eigi góðir dómarar í eig- in sök. ■Tólíaksbindindisfélög hvar sem er á Iandinu ættu hið allra fyrsta að ganga í Bandalag tóbaksbind- indisfélaga Islands. Það gerist löglega með þeim hætti, að hvert félag sendir rit- ara Bandalagsins, Steindóri kennara Björns- syni í Rvík eftirfárandi skuldbindingarskrá undirritaða af öllum félagsmönnum: Við heitum því að neyta einkis tóbaks meðan við erum i félagi innan Banda- lags tóbaksbindindisfélaga Islands, og að vinna af alefli að útbreiðslu tóbaks- bindindis. Lög Bandalagsins má fá hjá ritara þess. Tóbaksbindindi. Tóbaksbindindisfélög á Þýskalandi hafa uýskeð myndað samband innbyrðis. Einn- ig er í ráði að mynda alþjóðasamband innan skamms; eitt af meginútbreiðslu- ráðum þess á að vera tímarit eitt mikið, er ræði um tóbaksnautnina á vísindaleg- um grundvelli. Eimskip og járnbrautir. Agætur Islandsvinur, enskar ritaði ný- lega: Eimskipafélagið er lífsnauðsyn fyrir ísland, mörgum sinnum meira virði en járnbraut. Það sem íslendingum liggur allra mest á eru skip til að flytja varning- inn beint á markaðinn til Ameríku, Eng- lands, Spánar og Italíu til að losna við milliliði, sem éta upp hálfan ágóðann. Þjóðgaröur á Þing;völlum. Guðm. Davíðsson skógfræðingur hefir ritað mjög merkilega grein i Eimreiðina um að gera Þingvöll að þjóðgarði, girða hann, friða þar jurtir og dýr, halda hon- um við eins og náttúran vildi frá honum ganga undir skynsamri vernd mannshand- arinnar. Nú stafar Þingvöllum mikil hætta af ránbúskap sveitarmanria, sifeldum útigangi sauðfjár í skógarkjarrinu; gróðrinum eytt, en engu bætt í staðinn. Og annars veg- ar er gestastraumurinn, útlendingar og Reykvíkingar, sem smátt og smátt setja einhvern fóta-skinnsbrag á staðinn. Það sem þarf að gera er þetta: Setja girðing yfir hraunið milli Almannagjár og Hrafnagjár norður undir Armannsfelli; gjárnar verja að miklu leyti að austan og vestan, og vatnið að sunnan. Hætta sauð- búskap á Þingvöllum Skógarkoti og Hraun- túni. Setja til skógfróðan manu að vernda garðinn, og þyrfti sá vörður helst að sitja á Þingvöllum. Kostnaðinn mætti fá að miklu með því að selja aðgang að garð- inum, leigja ferðamönnum báta á vatn- inu, gjánum o. s. frv. Með þessu móti mundi ÞingvöIIur verða fegursti og rækt- arlegasti bletturinn á landinu, sæmilegur dvalarstaður útlendum og innlendum mönn- um. Þeim væri leyft að rijóta þar sumar- dýrðarinnar. En þeir fengju ekki að gera hjartastað íslands að ræningjabæli. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.