Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 6
86 SKINFAXI leikjunum og safna fé til fararinnar. Einn auðmaður gaf 5000 kr. og margir minni upphæðir. Næsta sumar halda Norðmenn aldarafmæli hins sjálfstæða Noregs. Verð- ur þá mikil íþróttastefna í Kristjaníu, og á hún bæði að vera undirbúningur, og próf þess, hvað þjóðin getur. Norðmenn þóttust fara háðulega ferð til Stokkhólms í fyrra, og víttu blöðin mjög undirbún- ingsleysi íþróttamánnanna, og skort á heppi- legri forstöðu. Er nú búist við betra. Annars er nú mörgum binum minni þjóð- um ljóst, að sigrar á olympiu-völlum fara meira en skyldi eftir fjármagni, og að smá- þjóðum gerist æ erfiðara að njóta sín í þessum kappleik, eins og i vígbúnaði og bryndrekagerð. íþröttir í Noregi. „Ut um alt land ern í sveitunum mörg ungmennaféiög, þar sem niikið er um hrausta, fjörmikla æskumenn. Hvað gera svo þessi félög? Þau dansa. Við og við er fyrirlestur haldinn, en annars dansað ósleitilega. Þó eru engin félög, sem betra tækifæri hafa til að æfa íþróttir og leik- fimi, en einmitt ungmennafélögin. Þau eiga góð hús, en nota þau ekki fyrir leik- fimissali. Á snmrin liggja drengirnir í hópum og spila whist undir bæjarveggn- um, en betra mundi þeim að stunda í- þróttir. En þeir nenna því ekki. Þeir eru of Iatir. Það er illa farið með æsku- árin að nota þan til að spiia og dansa. Á unglingsárunum þurfa menn mikil og holl viðfangsefni, ef vel á að fara. Vinna ng starfa að íþróttum í fríslundum er heppi- legasti vegurinn." [Úr „Norsk Idrœtsblad11.] Sapphlanp einkennilegt fór fram í Portsmouth 16. sept. Tveir tignir sjóforingjar, 49 og 43 ára, hlupu 100 metra kapphlaup. Sá yngri vann, var 75 cm, á undan. Á yngri ár- um höfðu þeir verið miklir göngu- og hlaupa-garpar. Hétu þeir þá hvor öðrum því, að ef þeir næðu saman eftir 20 ár, skyldu þeir reyna með sér á 100 metrum. Sjálfsagt mundu sumir danskir og islensk- ir embættismenn vera helst til þungir upp á fótinn á fimmtugsaldrinum til kapphlaup- anna. Hjólreið. Franskur maður, Miquel fór nýlega 76 km. á einum klukkutíma. Það var í kapp- reið við bæinn Zúrich í Sviss. íþróttamótið í Borgarfirði. eftir Bjarna Asgeirsson. II. En sannarlega á það ekki að vera mark- mið íþróttanna. Hitt væri miklu heilla- vænlegra í þessu, eins og í svo mörgu öðru, að koma því inn hjá sem flesium, að hækka meðaltalið eins og það var og er. Þá yrði hverjum eitthvað úr þeim hæfileikum, sem hann hefir til að bera, og afburðamönnunum heldur við jafnt eftir sem áður, mönnurn sem bera höfuð og herðar yfir aðra — vegna þess að sjálfir eru þeir stórir, en ekki af því, að aðrir séu litlir. — Þegar við vorum að undir- búa þetta iþróttamót, kom þetta alt til orða. Við þektum of vel kjör manna hér upp til sveita til að láta okkur detta i hug að hér væri um að ræða gróðrarstöð fyrir íþróttajötna. Enda kærðum við okkur ekki svo mjög um það. Hitt vakti fyrir okk- ur, að þetta mót, og önnur sem á eftir færu, gætu stuðlað til að ala hér upp hrausta og heilbrigða menn er færir væru um að berjast við þá örðugleika og óblíðu nátt- úrunnar, sem íslensku sveitalífi er jafnan samfara. Og við vildum helst að liægt væri að segja um þá eins og maður nokk- ur sagði þegar hann var búinn að hæla elsta barninu sínu, þá bætti hann við: og svona eru þau öll. Það var aðalatriðið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.