Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 3
SKINFAXl 83 gæfu sinnar, uppsker eins og hefir verið sáð til. Embættismaðurinn er afturámóti verkfæri þjóðfélagsins, með fastákveðnu verksviði og launum. Illutverk hans er að halda öllu í sama horfinu, láta ekki ganga úr sér eða fara forgörðum eignir þjóðarinnar. En mikill framfara- og starf- semdar-hugur er alls ekki nauðsynlegur, og á ekki við í sönnum embættismanni, því að þá yrði hann ósjálfrátt til að rífa nið- ur það hús, sem er skylda hans að verja. Löng skólavera er nauðsynleg fyrir em- bættis- og vísinda-menn, og þeim gerir held- ur ekki ýkjamikið til, þó að bóknámið og kyrsetarnar dragi úr fjörinu og starfs- þróttinum. Þeir eiga hvort sem er ekki að standa í fylkingarbroddi í atvinnu- og framleiðslu-málum. En ]jað er dauðasynd hvers alþýðuskóla, ef hann gerir lærisvein- ana fráhverfa eða ófæra til líkamlegrar vinnu. En nokkuð þykir bóla á því nú, um flesta alþýðuskóla okkar, af því að þeir eru sniðnir eftij- rangri fyrirmynd, embættaskól- unum, í stað þess að laga þá eftir góðum heimilum, gei-a þá aðeins enn betri. Hveniig- Fyrsta skilyrði verulegra verulegir al- þjóðskóla er, að þeir séu heim- þýðuskólar jfi j sveit, á hentugum stað eig-aaðvera. £yrjr búskap, íþróttir og að- drætti. Ánnað skilyrðið er, að þeir taki lærisveinana síðast á unglingsaldrinum, því að þá, en ekki fyr, eru ílestir menn færir til að nema hugræn efni, svo sem auð- fj-æði og félagsfræði, sem eru bráðnauð- synleg fræði hverjum borgara nú á timum, sem ekki vill láta bera sig ofurliði og verða fótum troðinn. Þriðja skilyrðið er, að læri- sveinarnir séu rannsakaðir líkamlega og sálarlega og allri áreynslu, námi, vinnu og iþróttum sé hagað samkvæmt eðli þeirra. Fjórða skilyrðið er að skólaveran sé marg- þáttað heimilislíf; þar sé numið og unnin líkamleg vinna, æfðar íþrótlir, haft félags- líf og sjálfstjórn undir yfirumsjón reyndra og hæfra manna. Takmarkið er blátt áfram að vekja til h'fs það dáðmagn, sem er í æskumönnunum, og fá þeim vopn í hendur í lifsbaráttuna og kunnáttu til að beita þeim. í næstu blöðum verða skýrð nánar einstök atriði þessa máls. Bókafregn. Svo mikið berst að nú í haust af nyj- um bókum, að ekki er tími eða rúm til að fjölyrða um hvert einstakt rit. Verður hér lauslega vakin eftirtekt á hinum helstu. Bókmentafélagsbœkurnar. Þeim er svo lýst i N. Kbl.: Frá Bókm.fél. kom hálfur fjórðungur, og fór upp í hillurnar, hvað á sinn stað, og bíður dánaruppboð- sins. Skilst mér það af viti mínu, að meij-a er rilað árlega en fólk kemst yfir að lesa, og er þá hentugt að hafa sérstakt félag til útgáfu slíkra rita. — — jÞjóðvinafélagsbœkurnar eru þar á móti mjög merkilegar. Dr. Jón Þorkelsson hef- ir komið betra lagi á fjárhag og útgáfu félagsins, þó að þingið léti sér fátt um finnast. 1 Andvara er prýðilega skrifuð grein um nýbýli, eftir Hallgrím Þorbergs- son, fjárræktarmann. Áður hefir því nauð- synjamáli verið hreift í Búnaðarritinu og Skinfaxa. En Hallgrimur Þorbergsson kemur með nýjar hliðar og athuganir, og á þakkir skilið fyrir greinina. Þingið í sumar ræddi talsvert um að- gerðaleysi þeirra skálda, sem þjóðin veitir sérstök ritlaun, og var ekki alveg laust við, að sumir þingmenn vildu borga skáldverk- in eftir pundatali. Erfitt er að segja um, hvort þetta hefir hert á skáldunum, en eitt er víst, að um mörg ár hafa þau ekki afkastað jafn miklu og þetta ár. Um miðjan þingtímann kom út fyrri- hluti af hinum rnikla kvæðaflokki Þorsteins Erlingssonar, er hann nefnir Eiðinn, Fá- ein af kvæðunum höfðu verið prentuð í Eimreiðinni fyrir mörgum árum. Efni kvæðaflokksins er, svo sem flestum er

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.