Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1913, Síða 5

Skinfaxi - 01.11.1913, Síða 5
SKINFAXI 85 mentum fyr og síðar. Einar er djúpvitur maður að náttúrufari, og lifir ríkara lífi í höfuðbólum heimsmenningarinnar, heldur en fallið hefirí hlut annara manna af þjóð- stofni okkar. Er því ekki furða, þótt súg- ur sé í vængjataki hans. Sú skaðlega trú hefir komist inn í huga margra manna, að gull Einars sé fólgið í flóknu völundarhúsi en það er spá mín, að flestum sé gull hans auðunnið, ef þeir knýja á dyrnar. Einkenni- legter, að um sama leiti og Hrannir birt- ast, kom út í Skirni eftir Einar smágrein sem heitir Strœtapentarinn, aðeins þrjár síður, en svo snildarlega rituð, að manni finst Einar enn þá meiri rithöfundur en ljóðskáld. En eins verða þeir að gæta, sem dást að afburðum Einars Benediktssonar: Form hans og efnismeðferð er svo sérkennileg að engum mannier fært að taka sér það til fyrirmyndar. Vopn Goliats eru hlægileg nema í höndum afarmennis. Þá hefir Bjarni frá Vogi komið með annað bindi af sögubálknum Forfeðurnir eftir þýska skáldið Freytag, og heitir þessi bók Ingvi-Hrafn. Freytag er stórfrægur maður og hefir hann svo að segja ritað alla sögu þjóðar sinnar í sagna bálki þess- um. En Bjarni er ágætis-þýðandi, bæði smekkmaður á mál og mentir. Er rétt að geta þess sem gert er. Og þó skiftar séu skoðanir um Bjarna, svo sem verða vill um stjórnmálamenn, þá verður aldrei af hon- um tekið, að hann hefir auðgað okkur mest að skemtilegum þýðingum útlendra snildarverka, næst Steingrími og Mattíasi. íþróttir. íþróttir og: íhaldsiucnn. Margir góðir og gætnir menn lita horn- auga til íþróttastarfsemi þeirrar, er ung- mennafélögin hafa af stað komið i land- inu. Þeir segja, að íþróttirnar dragi á- hugann frá vinnunni, geri unga fólkið gá- laus, hugsunarlítil börn. Frá okkur hálfu er svarað, að alstaðar séu öfgar til, en að langoftast hafi íþróttirnar hin allra heppi- legustu áhrif á vinnuþol, viljastyrk og velgengni mannsins. Hvorir hafa réttara? Fyrir fáum dögum fóru nokkrir menn úr Rvik til Eldeyjar á súluveiðar. Einn maðurinn hrapaði í berginu, neðarlega, og datt í sjóinn. Brim var mikið. Enginn sá þegar hann hrapaði; skipið og bátur- urinn voru langt frá. En maðurinn var prýðilega syndur; tókst honum að hafa sig úr brimgarðinum við hamrana, og synda að bátnum. Þá fyrst urðu félagarnir var- ir þessa atburðar og björguðu honum. Um sama leyti brolnaði planki undan fótum manns, sem vann ó enda hafnar- garðsins við Rvík. Hann féll i sjóinn. Hann var ósyndur, fór í kaf, kom upp úr aftur skamt frá. Félagarnir köstuðu borð- um í áttina til hans. Þau komu nærri honum, eu ekki svo hann næði í þau meft hendinni. Bátur var þar örskamt frá. Honum var hrynt fram, en þegar á stað- inn kom var maðurinn sokkinn og drukn- aður. Hann skildi eftir konu og fimm ung börn. Hvorir hafa réttara? Olyinpiu-undirhúning'ur. Nefnd sú í London er safnar fé til a5 undirbúa leikina fyrir Breta hönd hefir nú þegar safnað liðugum 7000 sterl.pundum. Þjóðverjar sendu nefnd manua til Banda- ríkjanna til að kynnast undirbúningi Banda- manna. Hún hefir valið þar einn hinn jafnvígasta iþróttamann, Alvin C. Kraenz- lein til að hafa alla stjórn og umsjón með hinum þýska olympiu-flokki. Kraenzlein er ráðinn til 5 óra og á að hafa um 180,000 kr. kaup fyrir allan tímann, Hann sest nú að i Berlín, með 4 hjólparmenn frá Ameríku. Norðmenn hafa ákveðið að taka þátt í

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.