Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.11.1913, Blaðsíða 7
SKINFAXI 87 Okkur var ekki nóg að eignast einstaka íþróttamenn til að horfa á og hæla, heldur vildum við reyna að • hafa áhrif á sem flesta, og helst alla, til að beita sér nokk- uð. Því var það að einn þáverandi ung- mennafélagi Þorsteinn Jakobsson stakk upp á að reyna fyrirkomalag þetta eða svipað. Flestum leist vel á þessa tillögu, og var síðan ákveðið að reyna hana í þetta skifti og hér eftir, ef vel tækist. Og reynsl- an hefir sýnt, þó lítil sé enn, að fyrir- komulag þetta er mjög framkvæmanlegt; og þá er mikið fengið. Aðalhættan var að þetla yrði nokkuð erfitt í framkvæmd- inni. Hitt finnst mér liggja í augum uppi, að áhrifin verða miklu víðtækari en með gamla laginu. Ahrifin aukast beinlínis á þann hátt, að það verða fleiri menn sem á mótinu keppa. Og enn fleiri þurfa að æfa sig heima fyrir hjá hverju félagi, svo það hafi í'ir nógu að velja. Ábyrgðin dreifist þannig á miklu fleiri menn án þess þó að léltist til muna á hverjum einstak- ling. Nú tjáir ekki að treysta á Pétur eða Pál, nú eru leikslokin undir því kom- in að allir gangi sem best fram. Óbeint verða þó áhrifin meiri. Það, að kept er í nafni heilla félaga hlýtur að vekja nokk- urn metnað meðal þeirra; iþróttir hvers þeirra verða að lifandi áhugamáli allra félagsmauna, sem eitlhvað bugsa um sóma félagsins; því nú veliur heidur alls fé- lagsins á því, hvernig þær fara úr hendi Og áhrifin hljóta að ná lengra. Vinning- ur heils félags þykir meiri tíðindum sæta en einstaks manns. Hinir eldri menn fara að líta upp. Víða hagar svo til að félög- in skiftast niður á sveitirnar. Skyldi körl- unum ekki leika forvitni á að vita um af- drif sveitunga sinna, nágranna og barna, í viðureigninni við ungmenni nærsveit- anna. Gæti þeim ei runnið blóðið til skyld- unnar að það yrði þeim lika áhugamálað ungmenni þeirra stæðu ekki öðrum ung- mennum að baki. Og færi svo að allur almenningur yrði áhugasamur um íþróttir, þá væri björninn unninn. Þá væri þeirri ímyndun útrýmt, að hér sé hégómamál á ferðum; menn færu að opna augun fyrir gildi þeirra og hinum fjölda mörgu mögu- leikum til að stunda þær; mönnum lærð- ist að gera vinnuna að íþróttum, svo að hún yrði heilsu þeirra ekki til niðurdreps, eins og hún getur vel orðið, heldur til upp- byggingar, sem hún getur enn frekar orðið. Og svo koma íþróttamótin eins og ár- legur reikningsskiladagur, þar sem i ljós væri leiddur arður alls þessa, í aukinni hreysti, þrótti og fegurð, eftir því sem hverjum væri lagið; sá dagur yrði eins og hjarta iþróttastarfseminnar, sem nýr áhugi, fjör og heilbrigður metnaður streymdi frá út á hvert annes og inn í hvern afdal hérað- sins, áhugi og fjör sem hefði í sér fólginn fullkominn lífskraft lil næsta móts. Félagsmál. Bréfakvöld hefir U. M. F. „Þór“ að Eiðum í Suð- urmúlasýslu ákveðið að hafa 22. mars 1914, og óskar eftir bréfum bæði frá félögum og einstökum mönnum. U. M. F. Haukur í Leirársveit hefir bréfakvöld 31. des. nú í vetur. Bitasöfnunin. Henni miðar nú drjúgum. Fjórðungs- stjórn Austfirðingafjórðungs jók hana um 40 kr. og U. M. F. Mýrahrepps um 15 kr. og er nú öll fjárhæðin 195 kr. 10 au. — Afsökun fylgir lil U. M. F. Mýrahrepps, að ekki er fyr kvittað fyrir þeirra gjöf. Þorkell Clemens veitti henni móttöku, en hefir verið langdvölum að heiman. Misskilning-i dálitluin hefir valdið frásögnin í Skinfaxa um iþróttamótið í Reykjavík nú í sumar. Það var íþróttafélagið en ekki U. M. F. R. sem stofnaði til og undirbjó mótið, og fórst það mjög vel úr hendi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.