Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 2
72 SKINFAXI og þjónustu í Rvík í sjö mánuði verður eigi komist af með minna nú en 250— 260 kr. eða réttum helmingí meira. Þá kemur húsnæði (sem er ókeypis á Hvann- eyiri) ljós og hiti eigi minna að jafnaði en 50—60 kr. Til skófatnaðar má minst reikna 20—80 kr., því mjög er skófrekt á síblautum forargötum höfuðstaðarins. Þá koma bækur, og eyðslueyrir, sem ætið er og hlýtur að vera mun meiri í kaupstað en sveit. Hefi eg af fimm ára athugun komist að raun um að vetrardvöiin við skólann kostar hvern nemanda til jafnaðar 400 kr. og það jafnvel eigi síður þá, sem komist hafa af með missirisdvöl. Það er réttum helmingi meira en á Hvanneyri. Það eru 1200 kr. fyrir þann, sem gengur í gegnum alla hekki skólans; það er miklu meira en þorri manna getur unnið fyrir á þrem missirum, síst kvenfólkið. Flestir sem útskrifast þaðan dragast með þunga skulda- byrði mörg ár á eítir. Litum nú á hvað þessi búhnykkur þings- ins, að setja Kennaraskólann í Rvík, en ekki t. d. í Borgarfirði eða austanfjalls, kostar þjóðina árlega. I skólanum eru að jafnaði um 60 manns, alt aðkomið, að heita má. Speki þingsins kostar hvern af þessum 60 mönnum 200 kr. eða þá alla 12,000 kr. á ári. í þau 6 ár sem þessi eini skóli hefir staðið, hefir þjóðin að ó- þörfu borgað fyrir það fólk, sem þangað hefir farið 72,000 kr. Hvað mikið verð- ur það með rentum og renturentum á heilli öld? Þá skilst mönnum vonandi, hvað mikið þingskörungar okkar unnu við að hrófa upp þessum heimavistarlausa hús- hjalli í Rvík, með þeim hætti sem gert var — til að spara. Þó er þetta aðeins önnur hliðin, kostn- aður nemenda. En nákvæmlega sama raunin er með kostnað landssjóðs við kensluna. Hver fastur kennari við Kenn- araskólann kostar Iandssjóð helmingi meira en hver Hvanneyrarkennarinn, og er þó síst betur farinn, því að hverjar tvær krónur 1 Rvík gilda eigi meira en króna í sveit- inni. Á fiennan hátt eyðir landið að ó- þörfu um 4500 kr. árlega til þessa eina skóla, þar sem laun kennaranna eru þó mun lægri en við aðra fasta bæjaskóla hér. Eitt huudrað Alveg sama er raunin með og tuttugu þús- Akureyrarskólann. Hann und í óþarfa! er nú, þrátt fyrir heimavist- ina, um þriðjungi dýrari hverjum pilti, en gamli skólinn á Möðurvöllum var fyrrum. En langmest er þó fjárhagstjónið áReykja- víkurskólunum. Þar má segja, að þjóðin borgi helmingi meira fyrir hvern aðkom- inn nemanda, og búsettan kennara, held- ur en þyrfti, ef skólar þessir væru hagan- lega settir í sveit. Eftir lauslegri áætlun má telja, samkvæmt þessu, að fjórir skól- ar í Reykjavík, og einn á Akureyri, sem allir gætu annara hluta vegna verið í sveit kosti landið að óþörfu um 120,000 krón- ur d ári. Einu hlunnindin á móti eru hin miklu mentandi áhrifa, sem sjóþorp okkar eiga að hafa. Verður ef til vill, tækifæri að athuga þá hlið málsins síðar. Lög um friöun fugla og eggja. 1. gr. Þessar fuglategundir skulu frið- aðar árið um í kring: 1. Erlur. 2. Stein- deplar. 3. Þrestir. 4. Músarrindlar. 5. Þúfutitlingar (grátitlingar). 6. Auðnutit- lingar. 7. Sólskríkjur (snjótitlingar). 8. Svölur. 9. Starrar. 10. Óðinshanar. 11. Þórshanar. 12. Rauðbrystingar. 13. Send- lingar. 14. Lóuþrælar. 15. Hrossagauk- ar. 16. Tildrur. 17. Sandlóur. 18. Jaðrakön. 19. Keldusvín. 20. Heiðlóur. 21. Tjaldar. 22. Stelkar. 23. Vepjur. 24. Hegrar. 25. Svanir. 26. Æðarkong- ar. 27. Kríur. 28. Hettumáfar. 29. Haf- tyrðlar. 30. Snæuglur. 2. gr. Þessar fuglategundir skulu ekki friðaðar á neinum tíma árs: Valir,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.