Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 3
SKINFAXl 73 smyrlar, hrafnar, kjóar, skúmar, svartbak- ar, hvítmáfar, grámáfar, helsingjar, skarf- ar, súlur, svartfuglar, ritur,]álkur, sefandir, toppandir, himbrimar, og hrotgæsir. 3. gr. Aðrar fuglategundir skulu frið- aðar, sem hér segir: a. Rjúpur alfriðaðar á timbilinu frá 1. febrúar til 30. sept. og auk þess alt árið 1915 og úr því 7. hvert ár. b. Sýslunefndum veitist heimild til að ákveða friðunartímann fyrir fýl, hverri í sínu héraði; þó má friðunartíminn ekki byrja síðar er 20. mars og ekki enda fyr en 10. ágúst. o. Lundi frá 10. maí til 20. júní. d. Allar fuglategundir, sem hér hafa ekki verið taldar, nema friðaðar séu með sérstökum lögum, skulu friðaðar vera frá I. apríl til 1. ágúst. e. Ernir skulu friðaðir 5 ár, frá því lög þessi koma í gildi, en síðan ófriðaðir og teljast undir 2. grein. 4. gr. Fyrir hvern fugl sem friðlýstur er í lögum þessum, skal sá er brotlegur verður gjalda 2 kr. sekt er tvöfaldast við ítrekun brotsins alt að 32 kr. Brot gegn 3. gr. e., varðar 25 kr. sektum. 5. gr. Egg þeirra fugla, sem taldir eru í 1. gr. skulu friðuð vera, nema kríuegg, Ennfremur skulu rjúpnaegg og arnaregg vera friðuð. 6. gr. Fyrir hvert friðað egg, er tekið er, skal sá, er brotlegur verður, greiða 1 kr. sekt, en fyrir arnaregg skal greiða 10. kr. sekt. 7. gr. Undanþágu frá lögum þessum getur ráðherra Islands veitt vísindalega mentuðum fuglafræðingum og náttúrufræðis- kennurum sem safna fyrir skólana, og nátt- úrufróðum mönnum er safna fyrir Náttúru- gripasafnið í Reykjavík. 8. gr. Mál þau, er risa út af lögum þessum skal farið með sem opinber lög- reglumál. Sektirnar renna að Ug hluta í sveitar- eða bæjarsjóð, þar sem brotið er framið, en að a/3 til uppljóstanda. 9. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1914, og eru um leið úr gildi numin lög um friðun fugla frá 27. nóv. 1903. Atlis. Hér eru prentuð fuglafriðunar- lögin frá síðasta alþingi, (staðfest 10. nóv. s. 1.,) nema partur af 3. gr. c., sérstök á- kvæði um lunda- og fýlaveiði. Lög þessi eru góð byrjun í þá átt að vernda nátt- úru Islands. En nú þarf að vernda þessi lög, og stendur það engum nær en ung- mennafélögum. Ef þeir styðja þau ekki í orði og verki, verða þau dauður bók- stafur. Fyrstu upptökin að þessari endur- bót friðunarlaganna átti Englendingurinn Mr. E. Selous. Hann ritaði ágætar grein- ar um málið í dagblöðin okkar og vakti það ýmsa til umhugsunar. Helstu stuðn- ingsmenn friðunarmálsins 1 þinginu voru: Benedikt Sveinsson, Björn á Dvergasteini, Jón Jónatansson og Sigurður Sigurðsson; skal þess minst þakklátlega. En best er verk þeirra þakkað með því að halda lög- in vel, og vera einkum á verði móti er- lendum veiðivörgum og eggjakaupmönnum. Tvær myndir. Af fáum mönnum eru til jafnmargar myndir og af Napoleon mikla, en af þeim mikla fjölda, sem borið hafa fyrir augun eru einkanlega tvær, sem náð hafa föst- um tökum á huganum og gleymast ekki. Þær eru báðar á Þýskalandi, önnur i Dresden, listabænum mikla, hin í Leipzig, báðar í héruðum söguríkum frá valdatíma keisarans, því að þar í kring háði hann margan grimman hildarleik, oftast sigri hrósandi. Mörg minnismerld eru á þess- um slóðum, og eitt hið merkasta, risa- varði sá er Þjóðverjar luku við í lyrra til minningar um aldarafmæli orustunnar við Leipzig. Á þessum stöðvum mætti ætla að svipur hins mikla Víga-GIúms 19. ald- arinnar sveimaði um fremur en annar-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.