Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 12
SKINFAXI íyrir starfsmenn tvo unga menn, sem standa mjög framarlega í hópi íslenskra kennara. Báðir vel gefnir, reglusamir og prýðisvel mentir. Annar er smiður, söngmaður, íþróttamaður og drátthagur. Hinn erfjöl- farinn, innanlands og utan, góður tungu- málamaður, og mjög æfður við trjórækt og garðyrkju. Hið besta orð hefir farið af samvinnu þeirra í vetur, og þeir sem þekkja mennina báða eru fullvissir um, að þeir séu einmitt réttu mennirnir til að koma í gott horf heppilegum alþýðuskóla, að því sem í þeirra valdi stendur. En við þau kjör, sem Ví'kurskólinn hefir boðið eða getur boðið, eru ekki minstu líkur til, að þessir menn muni halda áfram við skól- ann til Iengdar. Leiðin út úr þessu vandamáli er samt ofur einföld. Það þarf ekki annað en flytja skólann úr Vík, á einhverja hentuga jörð í Mýrdalnum. Kaupa þá jörð og Ieggjaí byggingar einar 7—8000 kr. Sýsl- an yrði að ábyrgjast það fé, en ætti þá jörðina og byggingarnar. Kennararnir gætu haft búskap á jörðinni, og sætt sig við iægri laun en þarf í Vik, og þó verið fastari í sessi. Þeir yrðu að gjalda lands- skuld af jörðinni, en nemendur húsaleigu yfir skólatímann; það verða þeir að gera í Vík og öðrum kauptúnum, þar sem enginn möglar undan slíku. Húsaleig- an yrði samt mun minni, þar sem eigi þyrfti að reikna lóðargjald, og bygg- ingar jafnan ódýrari í sveit, ef skynsam- lega er að farið. Landssjóður yrði að veita í ársstyrk eigi minna en 2500 kr., og mætti af því launa kennarana og bæta við hús- um smátt og smátt. Engin sundurliðuð kostnaðaráætlun verð- ur rakin hér. Aðalatriðið er að vekja eftirtekt á því, að fátt mælir með fyrir Skaftfellinga að halda unglingaskólanum áfram í Vík. Staðurinn hlýtur að standa í vegi fyrir þrifum, og eðlilegum vexti skólans. Þar verður hann varla meira en lítt sóttur og áhrifalítill smáskóli, sem sífelt skiftir kennurum. Upp í sveitinni gæti hann orðið að sannarlegri aflstöð fyr- ir líkamlegt og andlegt líf í mörgum héruð- um. Ungmennafélagsmál. ii. Af voríþróttunum er sundið efst á blaði. Hver sannur ungmennafélagi verður að vera syndur, því að sú íþrótt er öllum nauðsynleg, og getur verið öllum til gam- ans. Næstum allir Islendingar eiga frem- ur öðrum þjóðum á höggi við vatnið. Fjöldi manna vinnur á sjónum mikinn hluta árs; og hinir, sem á landi búa, eiga ótal sinnum leið yfir árnar okkar og fljót- in. Fyrir bæði þeim og sjómönnunum geta slysin sifelt borið að hendi, svo að gagn væri að sundi, báti hvolft upp við landsteina, hestur dottið undir manni i fljóti, sem syndandi væri úr. I þeim kring- umstæðum drukna margir Islendingar, þó að sund virtist hafa getað bjargað þeim, ef þeir hefðu kunnað. Fleirum mundi þó sundkunnáttan bjarga frá ótímabærum dauða með því að gera menn harðgerari, heilsubetri og hirtnari um likamann. Hvert ungmennafélag þarf að eiga sundpoll, við Iaug, ef hún er til í sveitinni; annars við kaldan læk, í skjóli á hentugum stað, helst nærri fundarhúsi félagsins. Þá mætti hafa sundæfingar til skemtunar og fjöl- breytni á sumarfundum félaganna. Að minsta kosti ætti sund að vera fastur lið- ur á dagskrá hvers íþróttamóts, þar sem mögulegt er að koma því við. Reglan er afareinföld: Hvert ungmennafélag á sundlaug, hver ungmennafélagi er syndur. U. M. F. Svanurinn Vesturskaftafellssýslu hefir bréfakvöld 15. nóvemb. 1914.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.