Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 5
SKINFAXI. 75 ur síns, lifa fyrir hann, og borga fyrir hann, uns hver einasti eyrir af skuldinni væri goldinn. Hann fer til ábyrgðarmann- anna, fær að vita hve miklar skuldirnar eru og hvernig þeim er háttað; byrjar síðan á að fullnuma sig í járnsmíði og hafði lokið því á ótrúlega stuttum tíma. Því næst gerðist hann kyndari á gufu- skipi, og sparar alt hvað hann má og greiðir jafnótt ábyrgðarmönnunum. Járn- smíðið og veran á sjónum voru þó ekki endatakmörk, heldur vegir áleiðis, og fyrst inn í véladeild stýrimannaskólans. Þang- að fór nú pilturinn, vann með elju og orku og fékk að loknu prófi allvel launað starf sem vélastjóri á gufuskipi. En öll fóru launin í eina átt, í skuldina. Svo leið niánuður eftir mánuð; hvert hundraðið fylgdi öðru. Um nýárið i vetur var skuld- in greidd, bróðurins hefnt. Þeir menn sem þannig breyta eru gim- steinar mannfélagsins. I kyrþey og yfir- lætisleysi vinna þeir stórvirki, sem enginn tekur eftir, sem fáir vilja og engir geta launað. Þeir spyrja ekki um, hvað lélt- ast sé, ekki um bókstaf laga og lögmáls, sem teygja má og toga í allar áttir eftir óskum fariseans. Þeir spyrja um anda siðgæðisins, og fylgja boðum hans, hve erfið sem þau reynast. Fyrir slíka menn þarf engin lög, ekkert ytra hegningarvald, sýnilegt eða ósýnilegt. Siðgæðið býr í þeim sjálfum, er ljós á þeirra vegum og lampi þeirra fóta. Að eiga sem flesta menn þannig skapi farna er mesta gæfa, sem hlotnast getur nokkurri þjóð. Erlingur Pálsson sundkappi var í London síðari hluta vetrar og er nú nýkominn heiin. Hefir hann iðkað þar sund hjá hinum ágætustu meisturum og fengið loflega viðurkenningu i verðlaunum og skrifuðum skilríkjum. Ilefir hann numið þai1 nýjar sundlistir, sem eigi voru fyr iðkaðar hér. Frá fjórðungsþingi Sunnlendinga. Fulltrúarnir voru 36. I fráfarandi stjórn voru: Jónas Jónsson, Guðm. Davíðsson og Magnús Tómasson. I núverandi stjórn kosnir: Jón Ivarsson, fj.stj., SigurðurLárus- son ritari og Guðm. Kr. Guðmundsson gjaldkeri. Fjárlögin. Tekjur. 1. í sjóði 232,93. Fjórðungsskattur (áætlaður) 455,00. 2. Úr samb.sj. 400,00. AIls kr. 1087,93. Gjöld: 1. Samb.skattur 195,00. 2. Kostn- aður við þing og stjórn 60,00. 3. Til íþrótta 200,00. 4. Til fyrirlestra 350,00. 5. Áætlað í sjóði 282,93. Alls 1087,93. Tillögur og áskoranir samþ. 1. Áskorun til félaganna að koma upp hlóm og trjáreitum við sem flest sveita- heimili. 2. Að útbýta ókeypis trjáfræi til félag- anna á kostnað fjórðungsins. 3. Að félögin beitist fyrir að vekja áhuga og samúð með þjóðgarði á Þingvöllum. 4. Að U. M. F- vermdi fugla- og eggja- friðunarlög siðasta þings, og sam- bandsþing taki málið til umræðu. 5. Að fengin sé undanþága, hjá L S. L fyrir U. M. F. að þeir geti tekið þátt í íþróttamótinu þótt eigi séu þeir í í. S. í. 6. Að sambandsþing leitist við að U. M. F. í. geti gengið í í. S. I. í einni heild. 7. Að skifta megi Sunnlendingafjórðungi í 3 héraðasambönd (1. Borgarfj. Mýr- arsýslur, 2. Arnes og Rángárv. sýsl- ur, 3. V. Skaftafelssýslu) þegar meiri hluti félaganna á þessum svæðum ósk- ar þess, og 3/6 hlutar félagsmanna þar eru skiftingu fylgjandi. Tak- markafélög hafi þó valfrelsi. Reykja- vík, og félög í nánd við hana mynda þá samband saman. 8. Að sambandsþing breyti svo sam- handslögunum, að myndast geti hér- aðssambönd úr hinum fjórðungunum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.