Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 1
S&\xvjaxv 6. BLAÐ REYKJAVÍK, JÚNÍ 1914. V. ÁR Hvar eiga skólarnir að vera? Það kemur þjóðinni talsvert við, hvar skólarnir hennar eru settir, hvort heldur er litið á kostnaðinn, sem þjóðin óneitan- lega þarf að borga, eða gagnið sem hún á, að njóta. Þingið og leiðandi menn okk- ar hafa svarað þessari spurningu svo, að skólarnir œttu helst að vera í kauptúnum. Þar eru allir þeir skólar, sem þing og stjórn hafa stofnsett, nema bændaskólarn- ir; kom þó til orða nyrðra, fyrir fáum ár- um, að ílytja Hólaskóla að Kjarna við Akur- eyri. Tvær mót- Þegar þessi mál hafa verið foárur. rædd, hafa menn haldið fram einni ástæðu aðallega gegn því að hafa skólana í bæjunum, nefnilega siðspilling- unni, áhrifum slóða og slæpinga í bæjun- um. En þessu hefir verið lítið skeytt. Hér er rænuleysið í siðferðismálum á svo háu stigi, alt efað, sem eigi verður komið með beinharðar sannanir fyrir, og þekking- arleysið á uppeldismálum svo gengdarlaust, að kauptúnavinir hafa brosandi sannfært menn uni, að Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri væru svo lítil og „saklaus“ enn, væru nokkurskonar sveit og ekkert af þeim að óttast. Þessi hlið málsins hefir áður verið rakin í lýsingunni af ensku skólun- um, og því ekki farið út í þá sálma í þetta sinn. En þótt undarlegt sé, hefir sama sem öllum komið sarnan um, að það yrði þjóðinni ódýrast að hafa skólana i bæjunum. Og þó er það einhver hin mesta fjarstæða sem hugsast getur, eins og nú skal sannað. Kostnað- Þegar rætt er um kostnaðinn, urinn. kemur tvent til greina: Fyrst hvað landssjóður þarf að borga starfs- mönnum við skólana, svo að þeir geti komið sómasamlega fram, keypt nauðsyn- legar bækur o. s. frv., og annað, hvað vanda- menn námsfólksins þurfa að leggja til nauð- synlegrar framfærslu þess, meðan það er í skólunum. Eg vil sérstaklega bera sam- an bændaskólann á Hvanneyri og Kenn- araskólann. Það eru hvortveggja alþýðu- skólar, báðir jafngamlir í þeirra núverandi myndum, skólatíminn nær því jafnlangur hvert ár o. fl, sem er sameiginlegt. En það sem munar er það, að af því bænda- skóli gat ekki vel verið í kaupstað, án þess að verða broslegur, þá var hann settur i sveit. En til að spara landinu fé, var Kennaraskólinn settur Rvík. Þeir sem efa þetta, ættu að lesa umræðurnar í þing- tíðindunum. Það mun mega telja, að námsfólkið í þessum skólum dvelji 7 mánuði á skóla- stöðvunum árlega, því að svo hagar venju- lega til skipaferðum og atvinnu, að kenn- araskólafólk er hér alt að mánuði lengur, að jafnaði, heldur en það beinlínis þarf. Sjö mánuðir á Hvanneyri kosta í fæði og þjónustu um 125 kr. Annar kostnaður, bækur og aðrar nauðsynjar, venjulega um 75 kr. eða vetrardvölin 200 kr., skóla- vistin öll 400 kr. Fyrir þessu geta menn hæglega unnið með sumarvinnunni, og farið skuldlausir úr skólanum. Fyrir fæði

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.