Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 8
78 SKINFAXI. Ólafur Magnússon. Ekki veit eg hvað spegillinn er gamall, en hitt veit eg, að langt muni síðan er menn reyndu fyrst að komast á snoðir um fríðleik sinn, og þó einkum andlitsfríðleik- ann. Sennilega munu menn þar fyrst hafa notast við sléttan vatnsflötinn, þótt síðar fari sögur af gljáfægðum steini og málmi í þeirri þjónustu mannkynsins, og mun hver hafa þóst eiga góðan grip, þar sem slíkir munir voru, alt þar til spegill- inn kemur til sögunn- ar. Og ekki er svo að skilja, að hann hafi reynst með öllu óþarfur, þótt annað áhald honum skylt en miklu fullkomnara, yrði til, þar sem Ijós- myndavélin er. Hvort- tveggja kemur sér vel, þótt annað hafi víð- tækari óhrif en hitt, sé mestur styrkur Sögu annar en sjálf letrun- in. Það er ekki of sög- um sagt, að Ijósmynda- vélin er ein með skemti- legri uppgötvunum síð- ustu aldar, þetta snilli- tæki, sem klófestir augnablikið og geymir, getur sýnt öldungnum sjálfan sig í vögg- unni, öldinni árið og árinu öldina, enda er hún nú mikið notuð og í öllum lönd- um. En ekki er öllum mönnum jafnsýnt að fara með hana, það mega meðal annars marka þeir, sem séð hafa líka mynd og ólíka. Skinfaxi lét á sér skilja nýlega, að hann langaði til að auka á virðingu fyrir vel unnu verki, og þótt hana skorti nú, ef tif vill, hvað síst umþá iðnina, sem hér er um að ræða, ljósmyndasmíðina, vill hann samt minnast á þann manninn, sem fremst mun standa þar. Enþað er Ólafur Magnús- son. Og hann gjörir það því fremur, sem hann veit, að Ólafur hefir einkis látið ófreistað til að nema verk sitt vel, og að hann hefir jafnan hjálpað sér sjálfur. Að þessi iðn verður fyrir Ólafi, er eng- in tilviljun, þar semhann er sonur Magnús- ar Ólafssonar, manns, sem ferðast hefir um ]>vert og endilangt landið og tekið myndir af íslensku landslagi, og með þeim aukið eftirtekt innlendra og erlendra á íslenskri náttúrufegurð, ef til vill, meir en nokk- ur einn maður annar. Enda varð Ólafur föð- ur sínum til aðstoðar bæði á ferðum hans og við myndasmiðina, þeg- ar á drengsárum. Og látið hefir Ólafi iðnin, þvísnemmahugs- aði hann sér að geta numið meira til þess- ara verka en kostur var á hér heima. Og ef það ætti að verða, vissi hann að ekki væri ráð nema i tíma væri tekið, og tók nú að halda utan að smáskild- ingunum sem honum áskotnuðust — og koma þeim á vöxtu. Eg tók eftir því i sparisjóðsbókinni hans, að vextirnir af spöruðu fé Ólafs fyrsta árið voru einn eyrir. Þá var Ólafur 15 ára. En þegar hann fer utan, 22 ára, er safnið orðið 600 kr. Er það Ijóst dæmi þess, hve mikils sparsemi má sín, því alt voru þetta fjárhæðir, sem hjá flestum jafnöldr- unum fóru jafnóðum og þær komu. En Ólafi urðu þær nægilegt veganesti til þess að komast þangað, sem hann ætlaði sér — kosta hann að námi í Danmörku og ferð suður um Þýskaland í þeim erindum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.