Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1914, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1914, Blaðsíða 7
SKINFAXI 91 „Þar sem það á sér stað, að sum U. M. F. kaupa aðeins eitt eintak af Skinfaxa, í því skyni að lesa blaðið upp á fundum og koma þannig i veg fyrir að það verði alment keypt, skal gera athugasemd í Skinfaxa og birta nöfn þeirra, en þó skal áður leiða athygli félaganna að þessu, og benda á, að með þessu séu þau of þröngsýn, og sýni misskilning að hefta útbreiðslu á aðal- málgagni U. M. F.“ 19. Merkjamálið. Samþ. þessi till.: „Sambandsþing felur sambandsstjórn að láta gera sambandsmerki félaganna og ráða verði þess og gerð.“ 20. Stjórnarkosning til nœstu 3. ára. Gudm. Davíðsson, sambandsstjóri. Guðm. Jónsson frá Brennu, ritari Egill Guttormsson, gjaldkeri. Kosin í varastjórn: Eygló Gísladóttir, Magnús Tómasson, Jónas Jónsson. 21. Erindi fluttu fyrir fulltrúana og ung- m.félaga í Rvík: Magnús Helgason skóla- stjóri um skilnað Noregs og Svíþjóðar, og Guðm. Björnsson um fánamálið. 22. Síðasta kvöldið sem þingið stóð héldu fulltrúarnir og ýmsir ungm.félagar úrRvík kveðjufund. Voru þar haldnar margar ræður fyrir minni fráfarandi og komandi stjórnar o. m. fl. Þá var og fyrv. sam- bandsstjóra Guðbrandi Magnússyni afhent fagurt málverk úr Fljótshlíð eftir Ásgrím Jónsson í heiðurskyni fyrir mikið og óeig- ingjarnt starf í þjónustu félaganna. Sambandslögin, Eins og við var búist gerði samb.þing- ið ýmsar breytingar á samb.lögunum. En til að sjá þær breytingar í öllum smáat- riðum verða menn að biða sambandslag- anna nýju, sem send verða öllum hlutað- eigandi félögum undir eins og þau hafa verið prentuð. Hér verður einungis drep- ið á hið helsta. Lagabálkurinn allur er þrískiftur. Fyrst eru hin eiginlegu sambandslög, svipuð hinum gömlu, en með breytingum þeim á stjórn og fjármálum, sem hér er getið um. Þá koma heimildarlög um hvernig skifta beri fjórðungum, ef til þess kemur og síðast eru hin svonefndu viðaukalög. Það eru reglur fyrir héraðasambönd sem kunna að myndast. Eru það aðallega hin gömlu Iög um fjórðungana með þeim orða- breytingum, sem nauðsynlegar voru. í stað sambandsstjóra kemur þriggja manna stjórn, sem ábyrgist félagssjóðinn sameiginlega. Þessi breyting var nauð- synleg, því að ósanngjarnt var að leggja svo mikla vinnu, sem stjórninni fylgir á einn mann. Á fjármálunum var gerð sú breyting, að fjórðungs eða héraðssjóðir gjalda ekkert í sambandssjóð. En sambandssjóður borg- ar til þeirra 10 aura á hvern reglulegan félaga. Tekjur sambandssjóðs eru þá ein- göngu landssjóðsstyrkurinn. Með honum stendur sambandið straum af stjórninni, hálfu þingfararkaupi fulltrúa á sambands- þingi, þrastaskógi, fyrirlestrumogútbreiðslu, iþróttakenslu, blaði ungmennafélaganna, og bókaútgáfu þeirri er því fylgir. Kaup full- trúanna er ákveðið með lögum. Framvegis þurfa því fjórðungarnir og héraðasamböndin minna en var að skifta sér um sameiginlegu málin, og geta þá með óskiftu afli snúið sér að innanhéraðs- málum. Sjóður þeirra fær árlega 45 aura af hverjum félagsmanni (með styrknum úr sambandssjóði). Ekki getur sami maður lengur verið reglulegur félagi i tveim ungmennafélög- um í einu. Þá er og gefin heimild til að einstök héruð eða sýslur geti gengið úr fjórðunga- samböndunum og myndað ný sambönd, sem standa undir sambandsstjórn nákvæm-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.