Skinfaxi - 01.07.1914, Blaðsíða 9
SKINFAXI.
98
og hans hásæli fyrirrennari sem mælti:
„Vér einir vitum“. AS fara þannig með
íslensk þjóðmál nú er algert brot og for-
dæming á löggjafarvaldi þingsins og stjórn-
arskipun okkar. Þar sem engin sönn eSa
skynsamleg ástæða er fyrir neitun konung,
og það geta allir vitað hér nú, þá er sjálf-
sagt af Islendingum að hindra að konungs-
valdið fari út fyrir takmörk sín.
4. Nefndin heíir gert atleitt glappaskot,
þótt í góðri meiningu kunni að hafa verið
með að leggja málið i vald konungs í vet-
ur, þegar sýnt var og sannað að engin
hætta stafaði frá Grikkjum. Héðanafget-
ur konungur varla gengið á orð sitt, en
ef eigi var aðspurt fyr en bláhvíti fáninn
var samþyktur þurfti meiri kjark og ástæð-
ur til að neita. Helst lítur út að þettta hafi
verið gert vegna rauðálfanna hérna heima.
5. Mesta mein fánamálsins er að það
hefir orðið að bitbeini milli þeirra manna
sem berjast og barist hafa um ráðherra-
stólinu. Síðan þá er hreyfingin til hálfs
fúin og rotin.
6. Eðlilegast var að fáninn hefði unn-
ið sér helgi við notkun. Til þess ætl-
uðust upphafsmennirnir, og svo hefir það
orðið í reyndinni. Hér hefir um undan-
farin ár fylgst að íslenskur litur og íslenskt
hugarþei, og hinsvegar danskir litir og
manngildi grómtekið af danskri hugsun og
menningu. Að lögleiöa hér nú islensk-
an fána er of snemt, af því að þjóðin er
ekki íslensk nema til hálfs. Það er ekki
til annars en að villa mönnum sjónir, leyna
innri hættu.
7. Glæsivonir formanns nefndarinnar,
um að með landsfánanum höfum við stíg-
ið spor í áttina til siglingafána, eru ekki
beinlínis líklegar. Þrátt fyrir upptalningu
hans á hálfviltum ríkjum, sem leikinn er
með fullveldisskollaleikur, til að halda fólk-
inu niðri, þá er engar minstu líkur til að
við fáum viðurkendan siglingafána, fyr en
við látum öxina og jörðina geyma sam-
bandið.
Leikmóiið.
Því er nú lokið. Og þrátt fyrir marg-
ar hindranir er það ótvírætt öllum, sem
að þvi hafa stutt, til sæmdar.
17. júní var að mestu helgur haldinn
hér í bænum og flestum búðum lokað.
Kl. B1/^ hélt Bjarni frá Vogi ræðu um
helgidaginn og forsetann. Söngflokkurinn
17. júní söng þjóðsönginn. Þetta gerðist
við Austurvöll. Þaðan gekk nú mann-
söfnuðurinn suður á íþróttavöll, með lúðra-
flokkinn í broddi fylkingar. Formaður
I. S. I Axel Tulinius setti mótið. Þá sýndu
Iðunnarkonur leikfimi undir stjórn Björns
Jakobssonar og tókst vel að vanda. Er
það hinn samæfðasti leikfimisflokkur lands*
ins.
Síðari daga leikmótsins, hina virku, vorir
sýningar á kvöldin kl. 9. Veður var held-
ur bagalegt, oft rigning, vindur og hrá-
slagaloft, en þó stundum allgóð veður.
Þetta var íþróttamönnunum til talsverðra
óþæginda, og áhorfendur færri þess vegna.
Lítið um aðsókn utan úr sveitum, að-
eins einn maður aðkominn, Skúli í Birt-
ingaholti. Vorharðindin áttu mikinn þátt
í því athafnaleysi, og hitt að sveitamenn
standa enn miklu ver að vígi með í þrótt-
ir en Reykvíkingar.
Sorglega lítil þátttaka var í sundi og
glímu, hinum fornu íþróttum okkar. Varð
ekkert úr sundi, en glíma var sýnd. I
báðum þessum íþróttum eru vissir menn
komnir það fram úr öðrum að ekki er
tvísýnt fim sigurinn. En þá vilja helst
til fáir „ganga í eldinn“. Ráðið við þessu
er það, að veita flokkum verðlaun, en ekki
einstaklingum. Þá kemur fjöldinn með;
hinsvegar munu menn þó vita hver bestur
erog minkar eigi frægð afburðamannanna.
að heldur.
Einn iþróttamaður vann sér til frægðar
með því að keppa í flestu sem sýnt var
og standa mjög framarlega eða fremst.