Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1914, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.07.1914, Blaðsíða 11
SKINFAXI 95 2. Að þau sendi skriflegt loforð þess sem sótt er fyrir (umsækjanda), um að hann taki að sér íþróttakenslu hjá sinu félagi þá er það vill, á næsta vetri, að minsta kosti. 3. Að sá sem sendur er, hafi ekkert annað starf á hendi hér í bænum meðan námsskeiðið stendur yfir. 4. Áð umsókn sé komin til fjórðungs- stjórnarinnar fyrir 1. september næstk. Kent verður: 1. íslensk glíma 2. Sund 3. Hlaup (ýmiskonar) 4. Stökk 5. Köst —„— 6. Knattspyrna 7. Boglist 8. „Min aðferð“ (J. P. Muller). Fjórðungurinn kostar kensluna og það sem að henni lýtur. Styrkur til þátttakenda mun verða ein- hver, en ekki hægt að ákveða hann að svo stöddu. Umsóknir má senda Guðm. Kr. Guð- mundssyni, Laugaveg 70. Reykjavík 21. júni 1914. Fjórðungsstj. Sunnlendingafj. Námsskeiðið í haust. Nú er iþróttakenslan að færast í það horf, sem æskilegt má telja, að hvert ein- asta ungmennafélag hafi sinn eigin íþrótta- kennara, sem Ieiðbeint getur félagssyst- kinum sinum, á öllum tímum árs, þegar annir leyfa. En til að ala upp þessa iþróttakennara verða haldin námsskeið á ýmsum stöðum á landinu, og hið fyrsta hér Rvík í okt. í vetur eins og auglýst er i þessu blaði. Þessi stefna er svo að segja fundin upp af ungm.félögum í öll- um fjórðungum landsins. Reynsla allra hefir bent í sömu átt. Einhver einn íþróttamaður mun verða fengin til að vera aðalstarfsmaður við öll námsskeiðin, og siðar meir til að verða starfsmaður sam- bandsins. En víðast hvar, a. m. k. í Rvík, munu margir aðrir íþróttamenn hjálpa til að gera námsskeiðin sem best og fjöl- breyttust. Sunnlendingatjórðungur veitir þátttak- endum einhvern styrk, sem síðar mun ákveðinn. En -óhætt mun að treysta a5 félögin muni styðja hvert sinn mann að nokkru, þar sem búist er við, að þeir vinni ókeypis fyrir félagssystkin sín, er þeir koma heim aftur. 'Ef félögin hafa ekki ráð á í eitt skifti fyrir öll að veita 10— 12 ,'kr. jtil íþrótta, hvert, þá er varla um mikinn áhuga að ræða. Og ef sum félög eru svo sett, að enginn félagsmaður vill leggja á sig að dvelja i Rvík hálfo mánaðartíma til að auka líkamsmentun sína, jafnvel þó það kosti hann dálitið, þá verður slíkum félögum og mönnum var\a við hjálpað, síst með®auknum fjárgjöfum- ITm þrastaskóg. í þrastaskógi U. M. F. [í. standa tvö- reynitré, fögur og tiguleg, mæna þau hátt yfir birkikjarrið umhverfis. En sá ljóti og leiðinlegi siður hefir átt sér stað undan- farin ár, að ferðamenn, sem fyrir forvitn- issakir hafa tekið á sig krók til þess að skoða þau, haía um Ieið gert sig seka í því að rista i börkinn fangamörk sín og ártöl. Svo mikið hefir kveðið að þessu, að nú eru trjábolirnir allir tálg- aðir og útskornir hátt og lágt. Slík hugs- unarlaus rælni hefir orðið til til þess að óprýða og skemma trén. Sumir hafajafn- vel brotið greinar af trjánum til þess að svala skemdarfýsninni. Öll slík skemdar- verk ætti að víta, og þeir sæta ábyrgð fyrir, sem fremja. Flestir sem skoða trén dást að fegurð þeirra, og ættu því ekki að verða til þess að skemma þau svo að þau glötuðu fegurðinni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.