Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1914, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.07.1914, Blaðsíða 12
96 SKINFAXI SKINFAXI — mánaöarrit U. M. F. 1. — kemur útiReykjavlk og kostar 2 kr. árgangurinn, erlendis 3 kr. RITSTJÓRI : Jóna8 Jónsson frú Hriflu. Skóiavöröustig 35. Slmi 418. Afgreiöslumaður: Bjarni Þ. ilagnússon Skólavöróustig 6 B. Ritnetnd: Agúst Jósefsson, Guðbrondur Magnússon, Tr. Þórhallsson. bræður! Brjótum ísinn og greiðum götu færeyskra bóka á Islandi! Hvert félag ætti að kaupa eitt eintak af þessari bók, til að byrja með. Hún kostar ekki nema eina krónu. Pantanir má senda til Bóka- verslunar Sigfúsar Eymundssonar í Rvík. Kaupmannahöfn ”/4 T4. Jón Dúason. Heima og erlendis. Um leið og öllum er hér með bannað að skemma reynitrén, á nokkurn hátt, eða birkikjarrið innan girðingarinnar, er stranglega bannað að skjóta fugla eða laka egg þeirra i Þrastaskógi. q q J. H. 0. Djurhuus: Yrkingur. Svo heitir færeysk ljóðabók ný út kom- in 80 bls. I henni eru mörg kvæði og velort; allur frágangur er hinn besti. Rit- mál Færeyinga er svo líkt íslensku, að það veldur engri fyrirstöðu í lestri. Höf. þessi er mörgum Islendingum að góðu kunnur og er bæði það, og gildi Ijóðanna meðmæli með bókinni. En fleira kemur til greina. Bókin er framlag til þeirrar baráttu, sem Færeyingar, nánustu frændur okkar, heyja fyrir þjóðerni sínu. Þeir hafa ekki erft slíkan auð sem bók- mentir okkar eru, og við mikið ofurefli eiga þeir að etja, allar aíleiðingar innlim- unarinnar dönsku. Bókaútgáfa er þeim erfið vegna fámennis, en úr því gætum við bætt til muna með því að kaupa góðar færeyskar bækur. I þessu efni ber ung- mennafélögum að ganga á undan. Okkur hefir helst tii lengi gleymst að rækja frænd- semi við Færeyinga. Þeir kaupa og lesa mest erlendra manna íslensk blöð og bæk- ur, og verður Færeyingum eigi sá greiði hetur goldinn, en í sömu mynd. Félags- Fuglafriðun. Fram á síðasta mannsaldur voru engir fuglar friðaðir hér nema æðarfuglinn (frá því um 1800). En í öðrum löndum vaki>- aði fyr áhugiað fluglarnir væru til yndis og ánægju, svo áð þar voru drápgirndinni sett nokkur takmörk með lögum, friðaðar flestar tegundir og egg þeirra. En nú eru margir menn svo gerðir, að þeim þykir mikið varið í að eiga eggjasöfn, þótt eigi séu þau í þaríir fræða eða vísinda. Hafa þessir eggjaránsmenn streymt hingað á seinustu árum, því að hér í skeytingar- leysinu var þeim fyrirheitið land. Ferðast kauphéðnar þessir nú um á vorin, snap- andi og sm'kjandi um egg, og mest þeirra fugla sem sjaldgæfastir eru (arnar, fálka, þórshana o. s. frv.). I hugsunarleysi verða mörg börn og unglingar til að styðja þessa útlendu ránsmenn, sem eru að gera Iaud- ið okkar fátækara og fáskrúðugra, ein- göngu til að fullnægja safngræðgi erlendra sérgæðinga. Síðasta alþingi endurbætti friðunarlögin að mun og friðaði m. a. egg um 20 tegunda. Þessi lög verða birt í heild sinni síðar hér í blaðinu, því að engir munu hafa betri vilja til að vernda þau en umgm. félagar. Kenslubækur. Arni Pálsson sagnfræðingur hefir fyrir skömmu í tveim alþýðufyrirlestrum vakið máls á því, sem hann hefir talið veruleg-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.