Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1914, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.07.1914, Blaðsíða 5
SKINFAXI 89 Nú er því einmitt svo farið, að eitl hið mesta gagn sem ungir synir og dætur ættjarðarinnar geta gert henni, er það að manna sjálfa sig sem best og efla sem mest andlegan og líkamlegan þroska sinn, því að af því marga, sem heill og ham- ingja fósturjarðarinnar er komin undir á ókomnum tíma er líklega ekkert eins þýð- ingarmikið og það, að börn hennar mann- ist vel; verði sú aftur á móti reyndin á að „úáran sé í fólkinu“, þá voíir sá mesti háski yfir ættjörð vorri sem nokkurt land getur komist í. En með því aðeflaþroska vorn, eflum vér og aukum farsæld vora. Sambandsþingið. Það var haldið í Rvík, í Bárubúð uppi, 12—14 júní s. 1. Alls voru mættir 17 fulltrúar. Ur Norðlendingafjórðungi 3: Halldór Guðlaugsson, Hvammi. Hólmgeir Þorsteinsson, Grund. Þórhallur Bjarnarson, Akureyri. Ur Vestfirðingafjórðungi 2: Björn Guðmundsson, Núpi. Jón Geir Jónsson, Isafirði. Úr Sunnlendingafjórðungi 12: Andrés Eyjólfsson, Síðumúla. Árni Böðvarsson, Vogatungu. Björn Björnsson, Grafarholti. Guðm. Davíðsson, Rvik. Guðrún Björnsdóttir, Grafarholti. Inga Lára Lárusdóttir, Rvílc. Jón Ivarsson, Rvík. Jónas Jónsson, Rvík. Kristján Albertsson. Rvík. Páll Zophóníasson, Hvanneyri. Pétur Eyvindsson, Grafarholti. Viktoria Guðmundsdóttir, Gígjarhóli Ur Austfirðingafjórðungi kom enginn. Forseti var kosinn Þórhallur Bjarnar- son. Skrifarar voru kosnir: Halldór Guðlaugsson Jón Ivarsson. Þetta gerðist helst á þinginu: 1. Sambandsstjóri gaf stutt en glöggt yfirlit um ástæður og hag félaganna og Iagði fram reikninga. 2. Lagabreytingar. Samþyktar ýms- ar breytingar á sambandslögunum, og samþ. viðaukalög. 3. „Þingið skorar á U. M. F. að taka til rækilegrar umræðu nauðsyn innlendra tryggingarsjóða: Líftryggingu, slysa, sjúk- dóma, atvinnu og eldsvoðatryggingu.“ 4. Fyrv. bankastj. Tryggva Gunnars- syni sent svohljóðandi símskeyti: „Sam- bandsþing U. M. F. í. færir yður hug- heilar þakkir fyrir hina veglegu gjöf yðar, skóglendið í Öndverðanesi“. 5. Þjóðgarðsmálið. „Sambandsþing- ið lýsir því yfir að það sé hlynt þjóðgarðs- stofnun á þingvölli við Öxará, og skorar á sambandsstjórnina að Ieita álits alþingis- manna á því, á hvern hátt þjóðgarði yrði komið á fót á Þingvöllum. Jafnframt skor- ar þingið á öll ungmennafélög að kynna sér og öðrum þjóðgarðshugmyndina, og þar sem þau koma því við að sjá svo um, að málinu verði hreyft á þingmálafundum“. 5. Samþyktir sambandsreikningar í einu hljóði, að lokinni athugun. 6. Þrastaskógur. Guðm. Davíðsson lýsti nákvæmlega skóglendinu, staðháttum, girðingunni, og því hvað þar lægi hendi næst til framkvæmda. 7. íþróttamál. Þingið hafði fengið mjög víða að áskoranir um að Ieita hóf- anna við stjórn í. S. I., hvort ungmenna- félögin gætu ekki gengið í Iþróttasamband- ið öll í einu lagi, eða a. m. k. fjórðung- arnir. Var þessa farið á leit við stjórn í. S. I. méðan á þingi stóð, og svaraði hún bréflega 15. júní svo sem hér segir: „Stjórn í. S. í. lýsir því hér með yfir, að hún heimiiar fjórðungum óg héruðum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.