Skinfaxi - 01.11.1914, Page 4
132
SKINFAXI
binda fleiri bönd en orðið er, er slíkt fjár-
málasamband við Dani hin mesta fásinna.
Tvent skilur E. B. vel: að hið útlenda
starfsfé þurfi að vera undir íslenskri um-
sjón, og að af mjög auknu þéttbýli myndi
leiða þjóðarhnignun. Heíir það mál ver-
ið áður skýrt hér, hversu fjölhreytnin i
sveitalífinu íslenska hefir haldið við fjöl-
breytni í gáfuin og hugsun. Veilan í till.
skáldsins er sú, að hann virðist ekki sjá,
að til þess að útlenda fjármagnið verði
þjóðinni til góðs. til þess að miklar og
skjótar framfarir yrðu heilbrigðar, þyrfti
þjóðinni að fara fram audlega og sið-
ferðislega, svo að hún kynni með að
fara. Hvaða gagn, varanlegt þjóðargagn,
var að því stórfé, sem bankarnir köstuðu
í að gera Rvik og önnur sjóþorp og skapa
þar öreigalýð? Og hvernig færi um fjár-
málafyrirtsaki af þessu tagi, ef við hefðum
ekki til umsjár og forsjár, nema hættulega
glæframenn? Nei. Framfarir eru góðar
þá fyrst, þegar foringjar og liðsmenn eru
siðmentaðir menn.
Ritfregn.
Orðalcver, einkum til leiðbeiningar
um rjettritun, eftir Finn Jónsson.
Kaupmannahöfn 1914. 88 bls. Kostar
í bandí 75 aura.
Það er furðu algengt að skoða villur
og ósamkvæmni í stafsetningu manna sem
vissasta merki mentunarskorts. Þetta er
ósanngjarn mælikvarði. Þeir sem nota hann,
gera sér hvorki Ijóst, livað réttritunin er
í sjálfu sér, né heldur hver eru aðalatriði
mentunarinnar. En hann er svo einfaldur
og handhægur, að hann verður sjálfsagt
við hafður von úr vili enn þá. Og auk
þess má færa sitt hvað honum til varnar.
Sá sem skrifar frámunalega vitlaust, hefir
að líkindum ekki Iesið margar bækur eða
þá hann vantar vissa tegund eftirtektar.
Hann hefir auðsjáanlega heldur ekki komist
langt í að gera sér grein fyrir uppruna og
skyldleika orðanna í móðurmáli sínu. Að
öðru jöfnu er því betra að vera í sporum
þess, sem „skrifar rétt“. Og heldur en
að hefja baráttu gegn oftrúnni á réttritun-
ina er líklegast réttara og masminna að
beygja sig fyrir henni og læra að skrifa
eftir einhverjum föstum reglum.
En það er ekki auðhlaupið að því, ekki
á íslensku fremur en öðrum málum. Að
vísu er nú að þvi komið, að óvinurinn z
verði gerð landræk. En y-ið er enn þá
eftir ogýmsiraðrir minni ásteytingarsteinar.
Þessvegna má segja, að i'itreglur og staf-
setningarorðabækur séu „handbækur fyrir
hvern mann“, og til daglegra afnota eru
orðabækurnar mun handhægari.
Þetta orðakver er önnur íslenska stafsetn-
ingarorðabókin. Hún hefir þó nokkur
vandrituð orð fram yfir hina eldri, sem
höfundur auðvitað hefir notað til hliðsjónar.
En mest er þó vert um þá nýjung, að
hún skýrir uppruna orðanna, bæði inn-
lendra og aðfluttra. Skil ég ekki annað
en íslensk alþýða, sem er svo hneigð fyrir
málfræðisathuganir, taki feginshöndum þess-
um skýringum eftir jatnlærðan málfræðing.
Til þess að gefa lesendum hugmynd um
skýringar, set ég hér þrjú dæmi valin af
handahófi:
drykkjurútur; Björn Halldórsson og
Guðmundur Andrjesson hafa -rútari og
og það er eldra; upprunalega úr lág-
þýsku rúter; en rútur hefir verið skilið
sem hrútur.
ófjeti, afbakað úr ófjöt, af fjöt = fet;
ófjöt = misstig (rángt spor), og eitthvað
sem er rángt, óhæfilegt.
postilla, latína post illa (2 orð), „eftir
þessi“ o: orð, þ. e, tekstans orð (upp
lesin), byrjunarorð sjálfrar ræðunnar
(prjedikunarinnar); svo var orðið haft um
ræðuna sjálfa og bók með ræðum.
Þess skal getið, að prófessorinn ritar í
einstöku atriði nær framburði en fólk flest.