Skinfaxi - 01.01.1915, Síða 3
SKINFAXI
3
7. Hœsta takmark íslendinga er ekki
skilnaður, þótt siálfsagður sé á sínum
tima, heldur fullkomnun Islendinga sjálfra,
svo að þjóðarstofninn lifi hverja raun,
jafnvel ánauð hinna grimmustu nútíðar-
þjóða, og að geta rétt sig við að nýju, þeg-
ar heimurinn vex í réttlæti. Hærra en alt
form, sem sifelt breytist, er ódauðleiki
hins íslenska kynþáttar.
8. Yegur formsins mun eins og hing-
að til verða fjölfarinn af Islendingum, þó
að reynslan vitni á móti honum, þó ber-
sýnilega sé of lágt stefnt, og sótt með
vopnum, sem enginn úrslitasigur verður
unninn með.
Þessi stefna vill lækna
IJtlenda auðmag-niö. • • * . .
þjoðarmeimn með stor-
stígum verklegum framförum, er hrundið
sé af stað með lánuðu, útlendu auðmagni.
Heldur er flokkur þessi fámennur enn,
og þó liklegur til mikilla áhrifa á kom-
andi árum. Ber bæði til að forvígismenn
eru harðsnúnir og hilt að gera má mál-
stað þennan allfýsilegan.
1. Fésýslumenn þessir sjá réttilega að
gæði lands og sjávar verði eigi til muna
notuð fyr en veitt er inn talsverðu útlendu
fjármagni.
2. En þeir hika ekki við að fá þetta
starfsfé frá Dönum, eða með þeirra milli-
göngu, þótt það gerði skilnað ókleyfan.
3. Þeir hirða ekki um, þó þjóðin sé
alls ófær til að hagnýta sér, til sannra
heilla, skyndilega fengið útlent fjármagn.
Og alls ekkert gera þeir til að undirbúa
þjóðina í þessu efni.
Hugmynd fésýslumannanna: Auðmagn
án alþýðuþroska er þrautreynd í menn-
ingarlöndunum og hefir gefist illa. Yafa-
Jaust að sveitafólk okkar er mun lífvæn-
legri stofn en iðnaðarmúgur Mið-Evrópu
og Bandaríkjanna.
5. Fésýslumenn þessir sýna, að þeir
eru grímuklæddir þjónar kúgandi auðvalds.
Sbr. aðdáun þeirra á togaraveiðinni og
fyrirlitning þeirra á landbúnaðinum, og er
þar þó þjóðheillamunur á þeim tveim
atvinnuvegur eins og þeir eru nú stund-
aðir.
6. Ef fésýslumönnunum tekst að velta
hér inn útlendu auðmagni meðan þjóðin
kann ekki betur með að fara en nú er,
yrði það þjóðaróhamingja. Það mundi
binda hendur komandi kynslóða, bæði út
á við og inn á við. En þegar við höf-
um undirbúið okkur til að fara vel með
fé, og lært af reynslu annara þjóða, þá
er auðmagn, þótt lánað verði, sjálfsagt
og hættulaust viðreisnarmeðal. En nú
um stund er full þörf á að standa móti
forsjárlausu fjármálabraski fyrir hönd þjóð-
arinnar.
Þeir sem þessa leið vilja
Innlend viðreisu f , , , . r , .
tara, gleyma ekki trelsis-
eða auð-von Islendinga, en þeir geyma
hana. Þeir líta svo á, að þekkingin og
manngöfgin séu hin dýrasta eign manna
og þjóða, og að frelsi og fé sé hégómi
efa jafnvel voði í höndum manna, sem
skortir þessa kosti. Þeir telja vel unt
að vinna til muna að menningarframförum
íslendinga með því stjórnarformi, og litla
auðsafni, sem við nú höfum, ef rétt sé að
farið. Þeir álíta reynslu fengna fyrir, að
lækning stjórnmálamanna og fésýslumanna
sú, er þeir bjóða þjóðinni, sé heldur grunn-
tœk; mein Islendinga séu of mörg og
gömul til að hverfa fyrir geislastaf papp-
írsfrelsis eða auðkúgunar.
Nú verður reynt i nokkrum greinum, er
hér fara á eftir, að gera nánari grein fyr-
ir þessari stefnu, þeirri, að endurreisa is-
lensku ]\jóðina með innri framförum, sem
síðan leiði lika til fullkomins efnalegs- og
stjórnar-sjálfstæðis. Mjög lítið af þeim at-
hugasemdum munu verða nýmæli. Hið
eina, sem verulega kann að verða nýjung í,
er að taka alla umbótastarfsemina í heild,
að líta í einu á alla aðalþætti þjóðlífsins,
og benda á skyldleika þeirra og eðlilega
framþróun.