Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1915, Page 6

Skinfaxi - 01.01.1915, Page 6
6 SKINFAXl ar, fara að dæmi þeirra stórmenna, sem engum lögum hlíta. Við munum beygja okkur, meðan vi8 erum í minnihluta, og 'styðja andstæðinga okkar eftir mætti, ef í karáttu slær við útlenda valdið. En þó að við hlítum Ieikreglum siöaðra manna í þessum efnum, sem sjálfsagt er, þá ber engin nauðsyn til að gleyma, að fánamál- ið er i þetta óefni komið, af því aö þing- höfðingjar, rauðir og hvitir á danska vísu, tóku að beitast fyrir i þessu máli af óhrein- um hvötum, sumir til að komast i æðsta sætið, aðrir til að haldast þar við. Og merkilegt er það, og eigi með öllu óverð- skuldað, að enginn af þeim mönnum, sem leikið hefir þennan tvöfalda leik með fán- .nnn, hefir haft af þeim afskiftum varan- Jegan sóma. ■Ösigurlnn. Mikið mein er það, að ekkert íslenskt blað, nema Skinfaxi, hefir haft djörfung til að benda á, að deilan milli okkar og Dana hefir endað um sinn með fullkomnum ó- sigri okkar. I stað þess að standa allir saman móti Dönum og ráðherrum þeirra, hafa flokkarnir gert málið að bitbeini inn- byrðis. Það er Sturlungalegt. Það er ólíkt því sem hinar striðsheyjandi þjóðir gera nú, þar sem útlenda hættan sameinar sund- urleitustu flokka. Sú regla hljóðar svo: Að gagnvart öðrum þjóöum eigi ekki að koma til greina innlendar deilur. Minni- hluti eigi þá, meðan á hættunni stendur, að styðja meiri hluta, jafnvel þó hann hafi eigi með öllu rétt að farið. Þeir sem vildu kynna sér erlend dæmi um þetta efni, ættu t. d. að lesa um verk- fall Finna, eða hina friðsömu uppreist þeirra gegn Rússum fyrir fám árum; um samheldni Norðmanna 1905, og um sam- runa allra flokka í styrjaldarlöndunum nú, um miðsumarleitið. Ef við getum ekki lært aö fylgja slíkum fordæmum, þá eig- um við enga framtíð. Mange Tak! Reyndur og djúpvitur sljórnmálamaður, utan þingsins þó, ritar Skinfaxa: „Svona fór það með stjórnarskrána. — Hvað svo? Hér ætti að gera vopnlausa uppreisn gegn dönsku valdi. Eða eigum við að leggja niður skottið og segja: „Mange Tak“! Ekki til neins að þrefa um hverjum eða hvaða stjórnmálaflokk þetta er að kenna. Allir flokkar verða nú að hverfa að einu ráði. — — en verra finst mér fordæmiö um fánann. Þar var þó ekki hægt að blanda „ríkisheildinni" inn í. — Við hverju má búast næst“. Svarið. Svo er að sjá sem þingskörungarnir kippi sjer ekki mikið upp við snoppung dönsku mömmu. Stjórnmálaflokkarnir eru komnir í axaskaftakapphlaup innbyrðis en Danir horfa með velþóknun á eymd okkar. En þó eldri mennirnir hefðu átt að taka verklegar á, en raun ber vitni um, þá er það okkur yngri mönnum engin af- sökun. Við getum hafist handa. Við get- um átt drjúgan þátt í að slita viðskifta- og menningarböndin milli Danmerkur og Islands og knýtt þau síðan við aðrar þjóðir, sem Dönum eru fremri, og okkur hollari til viðskifta. Við getum á fáein- um árum gert dönskuna landrœka. I stað hennar tökum við ensku, mál hinnar göfugustu og voldugustu þjóðar. Og handa þeim sem halda vilja í eitthvert norðurlanda- málið er sænskan mun nær okkur en danska. Sænskan er auðlærð, mála fegurst, og mál frændþjóðar, sem verið hefir vel til okkar. Allar námsferðir til Danmerkur ættu að hætta. Það er hin mesta hneisa að ala upp hina ungu kynslóð landsins í herbúð- um óvinanna. Aldurstakniiirklö. Ritstjóri Skólablaðsins hefir fundið að máli skólastjóra mentaskólans og séð bréf

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.