Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1915, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.03.1915, Qupperneq 2
SKINFAXI 26 að vera meiri; andleg fátækt er hér móðir efnaskortsins og deyfðarinnar. Ymsir nýt- ir menn beitast fyrir andlegum framförum, en þeir eru of fáir, og mæta sífeldri mót- spyrnu. Og sumstaðar eru þeir sem ættu að vera andlegir leiðtogar, til niðurdreps. Flestir foreldrar skilja ekki eftir annað dýrara en börnin. Og öllum foreldrum þykir vænst um börnin, alls þess er þeir eiga. Þessvegna er undarlegt, þegar for- eldrar í heilum sveitum vilja liafa aum- irigja en ekki fyrirmyndarmenn, til að umgangast og hafa áhrif á börnin. Þetta er vitaskuld ekki alstaðar, en þó mjög al- gengt. Landsfræg eru dæmi um sveitir og kauptún, sem hafa niðursetninga fyrir kennara — til að Iétta á sveitinni eða bæj- arsjóðnum. Umsjónarmaður fræðslumál- anna verður á ári hverju var við allmörg dæmi um, að kennararnir hafa gefið fals- skýrslur um kaup, til að svíkja meira fé úr landssjóði, handa fræðsluhéraðinu, held- ur en á að vera. Nærri má geta, hve lítill dugur er í þeim aumingjum, sem láta hafa sig til þeirra hluta. En foreldrarnir hafa valið þessa garma úr hópnum — val- ið þá, af því þeir lofuðu að verða svikar- ar — til að móta dýrustu eignina. Sama mála gegnir um suma skólana, þar sem fullorðið fólk nemur. Þar starfa víða gamf- ir slai karar, meir eða minna skemdir, veikl- aðir, áhugalausir menn. Þetta dregur úr eðlilegu framförunum. Duglegu og skyldu- ræknu mennirnir sjá þessa svörtu sauði draga niður og auðvirða alt viðreisnarstarf- ið. f hóp þeirra, sem vinna að þjóðar- uppeldinu má ekki íinnast neinn liðlétting- ur eða vesalmenni. Hér verður bent á fáeinar um- Þiír ugh. Jj5ta]ejgjrj en nema j ag. aldráttum. Síðar verða einstök atriði skýrð betur. Skal því aðeins minst á þrjá vegi til að menta þjóðina; Skóla, bókasöfn og utanferðir. Og alstaðar á að gera söniu skilyrðislausu kröfuna: Bættu manninn, gerðu hann hraustari, duglegri, framsýnni og siðbetri. Fyrst er að minnast á skólana. Mikið af framförum síðustu ára á þjóðin þeirn að þakka, þrátt fyrir alt, sem út á þá má setja. Helstu gallarnir eru þeir, að ekki hefir nóg verið vandað til kennaranna, að mest áhersfa hefir verið lögð á bókþekk- ingu, án þess að skeyta um, hvort hún átti við íslenska staðhætti; að lítið hefir verið skeytt um hið siðlega uppeldi, og að bæði hefir verið vanrækt líkams- og vinnument- un. Þá er og eitt þýðingarmikið atriði að i alþýðumentuninni, var aðaláhersla Iögð á barna- en ekki unglingafræðslu. Af því hefir leitt, að börnin hafa verið ofþreytt, með að ætla þeim að nema það, sem ekki var þeirra meðfæri. Hafa þau lítið eða ekkert gagn haft af þeim ítroðningi, en hinsvegar sljóvgast til stórra muna. Ur öllu þessu þarf að bæta. Fyrst og fremst þarf að gera þá kröfu til allra kennara, að þeir séu heilbrigðir líkamlega og and- lega, djarfir og vel mentaðir framfaramenn. Og til þeirra, sem kennararnir vinna fyrir, verður að gera þá kröfu, að þeir borgi vinnuna vel, svo að efnilegir menn vilji sinna starfinu, og vinna að því af alhuga, Þar má lækka til muna Barnauppeldið. , ■ , • . .... þekkingar kroturnar og minka bóklega námið. í sveitunum ætti smátt og smátt að reisa einn barnaskóla í hverju prestakalli, eða sem svaraði einn skóla fyrir hver 50—60 börn, á aldrinum 10—14- ára, og skyldi kennarinn fá hús og bújörð á skólastaðnum. Börnunum í fræðsluhéraðinu skyldi skifta í þrjár deildir, eftir aldri og þroska, og hver deild, 16 — 20 börn, njóta tveggja mánaða skólavistar á hverjum vetri. Þeim væri kent að lesa, skrifa, syngja, teikna, reikna, vinna, og íþróttir við barna hæfi. Kaupstaðarskól- ana skyldi stytta um helming, þannig að börnin kæmu ekki í skólann, nema annan- hvorn dag. Við alla skóla ættu að vera

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.