Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1915, Page 5

Skinfaxi - 01.03.1915, Page 5
SKINFAXI 29 hendur þjóðinni. Ekkert hefir verið gef- ið hér út af skáldsagnatagi, ekkert svo lágt, ljótt eða fávíslegt, að það hafi ekki selst, og stundum til stórhagnaðar útgef- endum. En snildarþýðingar af sjónleikjum Shakespeare’s, Ibsens, (og vœntanlega Goethes, því Faust mun fara sömu leiðina) þær seljast ekki. Eftir mörg ár er bóka- bunkinn seldur í umbúðir. Þetta þýðir ekkert annað en það, að mikill meiri hluti þjóðarinnar hefir ekki vit á að þekkja góða bók frá vondri, gim- stein frá sorpi. Það væri þakkarvert, ef einhver megnaði að lækna þessa lista- blindni. Það dugar ekki að þjóðin segi um alla eilífð: „Ekki þennan, heldur Barrabas!“ Yinnuvísiiidi. Dr. Guðm. Finnbogason er byrjaður að halda fyrirlestraröð um vinnuvísindi, og mun hann að likindum birta útdrátt úr þeim ræðum á prenti síðar meir. Dr. G. F. lýsir merkilegri hreyfingu, sem komin er frá Bandaríkjunum. Hún miðar að því að kenna mönnum að vinna, að gera hvers- dagsmennina verklægnari en þá bestu. Dæmi: Tuttugu menn ganga að sama verki, en hver vinnur með sínu lagi, og verður mjög misjafnt ágengt. Þá kemur vinnufræðingur og leysir verkið sundur í mörg einstök handtök. Hann mælir enn- fremur, hve Iengi hver maður er að gera hvert handtak. Síðan býr hann til nokk- urskonar kerfi úr bestu handtökunum, og þannig myndast smátt og smátt hin besta vinnuaðferð. Bandamenn mæla þannig bæði andlega og líkamlega vinnu og verð- ur mikið ágengt. Verða sumir starfsmenn meir en helmingi afkastameiri með þessari aðferð en þeir voru áður. Ef við bærum gæfu til að læra þessa rannsóknar og starfs- aðferð, mundi leiða af því að minsta kosti þrennskonar framför. 1. Miklu meira yrði unnið. 2. Starfsmönnum liði samt betur, af því að unnið væri af viti, unnið vísinda- lega. 3. Vinnan mundi verða virt að verðleik- um, sem nú er misbrestur á. Um filistea, ii. í Rvík á nú heima fátæklingur, í skugga- legum kjallara, með sex börnum síuum. En á góðu dögum höfuðstaðarins var æfi hans önnur. Þá átti hann hús, sem kost- aði um 9000 kr. og bjó í því. En svo komu hörð ár. Atvinnan óviss, tekjur litlar, og maðurinn á bágt með að standa í skilum. Hann afræður að selja húsið, og braskari nokkur býðst til að kaupa það fyrir 8000. Helmingur þess vav banka- skuld. Hinn helminginn átti filisteinn að borga í ýmiskonar erlendum varningi, mest- megnis glingri. Samningarnir voru nú gerðir; fátæklingnrinn flutti í kjallar- ann, og reyndi að gera sér verð úr varn- ingnum. En það varð ekki nema 300 kr. Svikarinn hafði selt 300 kr. virði á 4000 kr. og gengið löglega frá, svo að eigi varð riftað. Margra ára vinna fátæklingsins hvarf í þetta eina slys. Hann og börnin hans munu bera merki örbyrgðarinnar miklu lengur heldur en fjárdráttarmaður- inn gleðst af sigri sínum. Úr bréfum. Ur Húnavatnssýslu er skrifað: ........Stundum þegar eg les blöðin lang- ar mig að taka þá til bænar, sem einna oddborgaralegast láta- Um daginn sá eg í einu sunnanblaðinu grein um járnbraut- armálið, sem lýsir því, hvernig allmargir embættismenn líta á okkur alþýðumennina. Það voru ekki sjálf orðin — um járnbrm.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.