Skinfaxi - 01.07.1915, Blaðsíða 1
Verslunin.
Eiuokuuiu.
Það skiftir stórmiklu fyrir hverja þjóð
hversu verslun hennar er háttað. Kemur
þar margt til greina bæði viðskifti gagn-
vart öðrum löndum og verkaskiftingin í
landinu sjálfu að því er snertir verslun og
■verslunargróða. Þetta skiftir ótrúlega miklu
máli, þegar rætt er um viðreisn landsins.
Það eru ekki svo fá hóruð á íslandi sem
hafa verið og eru í sárustu bláfátækt sök-
um óheppilegrar verslunar. Það stoðar
htið fyrir fólkið að strita ár út og ár inn,
«f meira en hálfur arðurinn fer í vasa
innlendra og erlendra milliliða. Því betur
sem að er gáð, þvi ljósari verður mönn-
um þýðing góðrar verslunar.
Svo má að orði kveða að síð-
an um siðabót hafi verslun
íslendinga verið í mesta ólagi og í tvær
aldir frá 1600—1800, einokunartímabilið
var hún eins vond og verslun getur fram-
ast verið. Kaupmennirnir voru erlendir
menn, að heita mátti einvaldir í því hér-
aði sem þeir versluðu. Þeir voru illa
mentir, fjandsamlegir gagnvart þjóðinni.
Þeir voru allir frá sama landi, og þeir
keyptu þar og seldu alt sem til íslands
átti að fara, eða frá Islandi kom, hvernig
sem markaðnum var háttað. Afleiðingin
er alkunn. Einokunin lamaði islensku
þjóðina meira en nokkurt annað ólán, sem
fyrir hana hefir komið.
Miklar umbætur eru nú orðn-
Umuætur. , , . . . . , ,
ar 1 þessu efm fynr atorku
góðra Islendinga, einkum Skúla og Jóns
forseta. Dönsku selstöðuhúsunum hefir
smátt og smátt verið að fækka. og eyði-
leggjandi máttur þeirra að þverra. Næsta
vandræðasporið í íslenskri verslun var að
þjóðin var bundin áratugum saman á klafa
hjá kaupmönnum í Kaupmannahöfn, og
svo er enn að miklu leyti. Gamall vani
og einveldi Dana í siglingum hér við land
hefir valdið þessu. En þetta er nú að
breytast. Bein viðskifti milli Islands ann-
arsvegar og hins vegar Englands, Þýska-
lands, Noregs og Bandaríkjanna eru stöð-
ugt að vaxa. Verslunin færist í það eðli-
Iega horf að Islendingar skifti við þá sem
best bjóða, hvar í veröld sem þeireru. Is-
lensku eimskipin munu létta ákaflega mik-
ið fyrir þessari breytingu.
Önnur verkleg framför er
að gerast hér sem mjög
mun breyta íslenskri verslun.
Það er hafnargerðin í Reykjavík. Þegar
höfnin er fullger með mörgum og miklum
vöruhúsum, þá verða þar vöruhús fyrir
landið alt. Mjög mikill hluti af allri við-
skiftaveltu Islendinga fer þá í gegn um
Reykjavík. I stað stórkaupmannanna í
Kaupmannahöf, Leith og Newcastle verða
heildsalar búsettir í höfuðstað Islands. Þeir
finna mjög glögglega hvaðan vindurinn
stendur og hin síðari ár fjölgar stórsölum
og umboðssölum i Rvík afarmikið. Og að
því er virðist gengur starf þeirra ágætlega.
Sárfáir fara á höfuðið; flestir þeirra virð-
ast vera orðnir eða vera á leiðinni að verða
vel efnaðir menn.