Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1915, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.07.1915, Blaðsíða 6
86 SKINFAXI hið allra merkilegasta nýmæli, er lengi hefir komið fram á alþingi Islendinga. Það mun og koma í ljós, að margir hafamælt í móti henni eins og fávísar konur tala. Hermann Jónasson var t.. d. heimskaður fyrir að halda því fram, að þegnvinnan mundi efla ættjarðarást, ef hún yrði í lög leidd. Öll þjóðin kannast við vísuna þá urna: „Ó, hve margur yrði sæll, elska mundi landið heitt, mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt“. Skáldinu þykir það bersýnilega næsta hlægilegt, að nokkur skuli ætla, að nokkur unni landinu meira, ef hann mokar skít fyrir það ókeypis. Og þessa vísu hafa þúsundir manna raulað og haft yfir í hugs- unarleysi, þótt þetta ágætt og næsta smell- ið. En gáum nú að. Það er ef til vill meiri munur á því en í fljótu bragði kann að virðast, að „moka skít fyrir ekki neitt“ og moka skít fyrir fé, fyrir laun. Annað starfið er fésýsluvinna, matarvinna, vinna í þarfir eiginna hagsmuna og þarfa. Hitt starfið — vinnan fyrir ekki neitt — er annarskonar — unnið í þarfir annars en sjálfs manns. Sá er vinnur fyrir ekki ekki neitt, sveiílar sér um leið upp í æðra veldi. Það er áreiðanlega æðra eðlis að „moka skít fyrir ekki neitt“ en moka skít fyrir peninga. Syldum íslenska þegna til þess að vinna nokkurn tima ókeypis fyrir ættjörð sína. Ef til vili lærist þeim þá að vinna henni síðar gagn fyrir ekki neitt. Og eg sé ekki, að það sé hlægilegt að hugsa á þessa leið. Og James hyggur, að þegnskylduvinna mundi auka fórnfýsi. Og er það ekki sama sem að glæða ættjarð- arást? Annað má og taka fram. Það er alkunnugt og viðurkent af mörgum rithöf- undum, að mönnum verði vel við þá, er þeir hjálpa — fórna einhverju íyrir. Hjálp- urum þykir oft vænna um skjólstæðinga sína en skjólstæðingunum um þá. Og hví mundi ekki fara eins, er ættjörðin á f hlut? Það mun því viturlega hugsað, að mönn- um vaxi heldur ættjarðarást á þvi að „moka skít fyrir ekki neitt“ í þarfir lands síns og þjóðar. Dr. Guðm. Finnbogason hefir nýliega gefið út merki- lega bók, er hann kallar „Vit og strit“. Þá bók ættuð þið ungmennafélagar að lesa vandlega. Þar er t. d. hugvekja hans um „aktaskrift“, langbesta ritgerð þeirrar teg- undar, sem til er á vora tungu. Þar er líka löng ritgerð um „vinnuvísindi" og önnur, sem heitir „Sálarfræðin og vinnan“, og ætti að veita þeim eflirtekt. Er þar sagt frá, að í Vesturheimi sé nú farið að vinna með meira viti en áður hafi tíðk- ast. Sálarfræðin stýrir vinnunni, finnur með tilraunuin hagkvæmustu aðferðir. Sætir það furðu, hve menn fá meira af- kastað á sama vinnutíma en áður var títt. Hér er fundið fé, ekki í jörðu, heldur í hug voruni, betri hagnýting orku hans. Hér er enn eitt dæmi þess, að mest alls er vert um tamning hugans, ræktun hans og efl- ing, því að sú ræktun er skilyrði allrar annarar ræktunar. Liklega hefir engin þjóð í heimi meiri þörf á að færa sér öll vinnu- öfl sín i nyt en vér Islendingar. Það er því líklegt, að þingið í sumar gefi gleðiboð- skap Dr. G. F. einhvern gaum. Efþegn- skyldan kemst á, þá er svo sem auðvitað að mönnum verða kendar þar vísindalegar vinnuaðferðir, — annað blátt áfram óhæfa. Verður einstaklingunum þá heldur en ekki hagur að henni. En aðalatriðið, aðalmark þegnvinnunnar, verður þó að venja menn á aga og reglubundna vinnu. Og vel má kenna hér vinnuvísindi, áður en þegnskylduvinn- an verður i lög leidd. En þessi bók Dr. G. F. ætti að flýta fyrir henni, er sýnt er, hve margvíslegt gagn vér getum af henni haft. „Hér bliknar oft svo bjartur andans gróður“, segir Einar Benediktsson. Eg

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.