Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1915, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1915, Blaðsíða 8
SKINFAXI \ 88 v SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Terð: 2 krónur. Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35. Simi 418. Afgreiðslumaður: Egill Guttormsson. Skólavörðustíg 16. Sími 144. nn fyllast ekki samúð og fórnfúsum kær- leika. Heitasta baráttan miðar því einmitt að því, að göfga hugsunarháttinn. Þess- vegna er viðleitni vor svo alment misskilin. En að þetta er hyrningarsteinn ungmenna- félaganna, sést einmitt á því, að verklegar framkvæmdir einar saman hafa hvergi megnað að halda lífi i ungmennafélögum til lengdar og aftur á móti hafa þau félög afkastað mestu, er best Ifafa ræktað hug- arfarið. En getum vér gefið þessum utan- fálagsmanni sök á þvi, þótt honum sjáist yfir þetta? Hættir oss ekki sjálfum svo oft við að gleyma þessu svo hraparlega? Eg þykist vita að margur muni glotta er hann les þetta, og hugsa með sér: Svona á það máske að vera, en hver heilvita maður veit að svona er það ekki alment. Þvi er miður, að altof margar greinarnar á félagsstofni vorum eru visnar og fúnar Þess vegna eru ávextirnir svo fáir og lítt þroskaðir. En þeim fjölgar ekki, þeir þroskast ekki, nema frjómagn einstaklings- hjartnanna aukist. Þá koma verkin af sjálfu sér. Skemt tré getur ekki borið góða ávöxtu, en gott tré ber góða ávöxtu, cf það vantar ekki næringu. Þeim fækk- ar óðum, sem neita því, að félagsskapur vor sé gott tré. Ef ávextirnir bregðast, er það af því að jarðvegurinn er ófrjór. Ungmennafélagi! — Hvort sem þú ert karl eða kona. Hvort sem þér er unt að vinna rnikið eða lítið í þarfir félaganna. Hafðu það hugfast, að þú gerir meira gagn með því að rækta hugarfar þitt oghjarta- lag, en þótt þú iðkir allar hugsanlegar íþróttir og ryðjir merkur og móa, ef hjart- að er kalt og hugskotið óhreint. Sértu kærulaus og kaldur, þá ertu eins og rot- inn kvistur á félagsstofninum og hlýtur að spilta ávöxtunum. Þegar visnu kvistirnir eru allir orðnir grænir, verður ávaxtanna ekki langt að bíða. Hraust sál mun gera sér alt far um að gera líkamann hraustan. Gott hjarta mun einskis láta ófreistað, til að uppræta það sem spilt er og ljótt, hlúa að því sem lasburða er og glæða hið góða og fagra. Söktu þér niður í störf ung- mennafélaganna, félagi góður. Þau munu hjálpa þér til að rækta hugarfar þitt. Þau hljóta að gera það. Steinþór Guðmundsson. Félagsmál. Til saníbandsstjórnarinnar eru nú komnar skýrslur frá Sunnlend- inga- og Vestfirðingafjórðungi. Hefir Sam- bandinu bæst eitt félag á Vestfjörðum en tvö á Suðurlandi. En aftur á móti er eyða í skýrslum Sunnlendingafjórðungs fyrir 5 félögum sem ekki hafa gert fjórð- ungsstjórninni skilagrein. Eru þau þessi: Brúin i Hálsasveit, Dagsbrún í Miklaholtshr., Baula í Norðurárdal, Laugdæla í Laugardal og Óðinn í V.-Skaftafellss. Utdráttur úr skýrslum félaganna verður birtur bráðlega i Skinfaxa, ættu því félög- in, sem eiga eftir að senda skýrslu um starfsemi sína, að gera það hið allra fyrsta. Fyrlrlestrar. Nýja stjórnin í Sunnlendingafjórðungi hefir afráðið að halda uppi rækilegri fyrir- Iestrastarfsemi næsta vetur. Búist við a. m. k. þrír fyrirlesarar fari um fjórðunginn til að bæta upp athafnaleysið i vetur sem leið. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Félagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.