Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1915, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1915, Blaðsíða 2
SKINFAXI. I verslun ber iafnan að srera og. stórsala. greinarmun a tvenskonar kaupinönnum: smásölum og stórsölum. Smásalarnir skifta við aSan almenning, og eru hér á mæltu máli nefrid- ir kaupmenn. Stórsalarnir ei’u nokkurs- konar yfirkaupmenn. Þeir mega ekki hafa búðir með smásölu. Þeir skifta aftur á rnóti eingöngu við smásalana, kaupmenn' og kaupfélög. Viðskiftavelta stói’salanna er yfirleitt miklu meiri heldur en velta kaupmanna, en gert er ráð fyrir að þeir leggi minna á varninginn, þó að eigi sé þar nein algild regla. En öll kaupmanna- verslun hefir bæði hér á landi og annar- staðar reynst hin mesta gróðalind. Slór- salarnir eiga að jafnaði í sinurn flokki nokkra efnuðustu menn í hve*-ju landi. Smásalar hækka varning sinn Yerslunar- ... . j- *• &• ág'öðinu. mjog mismunandi, bæoi ettir staðháttum og tegundum. Sum- ar vörutegundir eru ekki hækkaðar nema Jítið fram úr því sem minst varð komist af með þ. e. ílutnings og sölukostnaður. Aðrar eru hækkaðar um 50—100%* En yfirgripsmikil reynsla kaupfélaga og sam- vinnufélaga bæði hér og í öðrum löndum sýnir að til jafnaðar er varðhækkun smá- sala um 20°/0. Þeir hækka varninginn um einn fimta hluta verðs. Hálf þessi álagn- ing er nauðsynleg til að geta lifað sóma- samlega af versluninni, og haft nauðsyn- legt húsrúrn og áhöld sem eru óhjákvæmi- leg við þessa atvinnu. Með þessari verð- hækkun, 10°/0, standast íslensku kaupfé- lögin allan reksturskostnað. Og ef aðrir smásalar væru ekki kröfuharðari með kaup og gróða mundu um leið hverfa allar á- sakanir á hendur verslunarstéltinni um að hún væri óþarflega dýr landinu. En af því kaupmenn leggja yfirleitt 20°/0 á vör- una en gætu kornist af með helmingi minna og þó haft jafngóð kjör og stéttarbræður þeirra sem eru starfsmenn kaupfélaga, þá vex samvinnustefnunni afl og orka með hverju ári sem líður. Menn geta reyndar sagt sem Hundraðs- gv0 ag ekki muni mikið um liluturinn. tíu aura tjón á hvern krónu, sem verslað er með. En margt smátt gerir eitt stórt, og á meöalheimili dregur hinn árlegi kaupmannsgróði af erlendu vör- unni sig saman og verður 100 kr. óþarfa- skattur, sem kaupendur þyrftu ekki að gjalda, ef þeir kynnu að hafa heilbrigðan verslunarfélagsskap. Nú eru fluttar inn vörur fyrir 15 miljónir króna á ári. 10°/o af því er l1/^ miljón króna. Og þó að velta kaupfélaganna sé frádregin þá má fullyrða að kaupmannsgróðinn (þ. e. það sem er umfram réttmæt starfsmannalaun) sé 1,400,000 krónur árlega. Vitanlega gjalda menn þennan árlega skatt nauðug- ir. Framleiðendur Islands kasta ekki frá sér miljónum ár eftir ár að óþörfu, nema af þvi þeim finst þeir ekki geta annað. Þeir óttast að þeir geti ekki unnið saman, jafnvel þó von væri af því stórmikils hagn- aðar. , Hafa þá kaupmenn engan tiL Oþb'rf stétt. .V, 0 1 6 verurett r munu menn spyrja, Jú vissulega. Að minsta kosti hafa versl- unarmenn tilverurétt. Ekkert þjóðfélag get- ur komist af án þeirra. En það skiftir engu máli fyrir þjóðfélagið hvort þeir reka verslun upp á eigin spítur eða þeir eru þjónar samvinnufélaga. Það er skipulags- atriði sem hver þjóð verður að haga eftir því sem hún hefir vit og þroska til. Mikið starf bíður ungu kynslóð- Hvaö á arinnar við að koma verslun aö geraí landsins i sæmilegt horf. Að sumu leyti verða þar allir sammála. Við- skiftaleiðir til útlanda þurfa að breytast. Verslunin við Danmörku þarf að stórminka af því að hún er óeðlileg og óhagstæð. Danir framleiða ekki eða neita nema lítils af því sem þeir selja Islendingum eða kaupa af þeim. Þeir eru að mestu óþarfir milliliðir — á kostnað íslensku þjóðarinn- ar. I stað dönsku sambandanna þarf bein viðskifti og skipagöngur við Hamborgr

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.