Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1915, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.11.1915, Blaðsíða 1
S&\ttjat\ 11. BLAB REYKJAVIK NOVEMBER 1915. VI. ÁR. Hegning — lækning. Tvö ráð eru til að bæta þá, sem brjóta ilög og reglur góðra manna. Annað úr- ræðið er að hegna þeim, sem yfirsjónina fremur, láta honum liða illa, svo hann minnist þess lengi. Er þá búist við að endurminningin um þunga hegningarinnar hindri hann frá að falla fyrir freistingunni í annað sinn. Af sömu ástæðu heldur vitundin um yfirvofandi hegningu, (ef brotin eru boðorðin) öllum þorra manna í skefjum. Hinn vegurinn er að lœkna misgerðamennina. Hneigðin til að drýgja afbrot er þá skoðuð eins og sjúkdómur, sem ekki verður bættur nema með sálar- lœkningum. Til lækninganna þarf þá ekki hlekki eða myrkvastofur heldur mann- bætandi stofnanir. Öllum sögum ber saman um að hegningin sé eldra úrræði gegn syndinni, heldur en lækningin. Alt skipulag þjóðfélaganna fram á allra síðustu tíma hefir hlynt að harðstjórn og hegn- ingum, því að það tvent fylgist jafnan að. Villimenn og hálfsiöaðar þióðir hegna grimmilega, drepa jafnvel börn sín, ef þeim mislikar við þau, og er þá sist að furða, þótt ómildlega s'é tekið á verulegum and- stæðingum. Dauðahegning og limlesting er því oftar beitt, sem þjóðirnar eru á Jægra stigi, meðan hatrið til andstæðinganna er ekki mildaS af skilningi eða samúð. Þeim mönnum finst að „alt sem stendur inót" sé ilt og því beri að ryðja úr vegi. Ueg'iiing'in. Fram á 18. öld voru hegningar svo harðar hér á landi, að við óleyfilegri verslun var t. d. lagður algerður eignamissir, hýðing og æfilöng fangavist í illræmdri myrkva- stofu. Mann furðar á slíkri grimd svo nærri okkar dögum og var þó verra fyr, þegar líflát lá við hverri smáyfirsjón. Seint á 18. öldinni breyttust skoðanir manna mjög mikið um þetta atriði, sam- hliða því að einveldið fékk banasár í stjórn- arbyltingunni miklu. Dauðahegning var sumstaðar numin úr gildi eða notuð sjaldan og steinhætt að pína menn til sagna, sem áður var alsiða. Fangelsisvist varð aðal hegning fyrir afbrotamenn og tímalengdin miðuð við yfirsjónina. Jafnframt þessu voru fangelsin bætt, svo að þau væru ekki heilsuspillandi. En hærra en það þótti óþarfi að stefna. Nú liðu tímar. En þá fóru að heyrast raddir um, að ekki væri alt með feldu enn. Afbrotamennirnir komu oft verri og hættu- legri þjóðfélaginu út úr fangelsinu en þeir höfðu verið áður. Það var ekki gott, að minsta kosti mátti ekki nefna þá stofn- un betrunarhús, sem spilti glæpamanni. Þá voru ýmsar rannsóknir og uppgötvanir gerðar i náttúrufræði, sem bentu á, aS mjög mikill hluti allra yfirsjóna væri ekki af illvilja framinn, heldur óviljaverk, sprott- in af undangengnum atvikum. Mjög oft væri fátœktin ástæða; menn legðu hönd á annara eign út úr neyð, knúðir fram af hungri eða sjálfsvarnartilfinningu fyrir nákomnum Jættmönnum. Eða að skort- urinn hafði espað menn, gert þá lundilla

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.