Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1915, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1915, Blaðsíða 2
122 SKINFAXI og ósanngjarna í framkomu. Stundum lá ógæfan í því að hafa kynst á æskuárun- um þeim, sem spiltir voru orðm'r, eða sýkin var arfgeng, afleiðing af bágindum forfeðranna. Þar sem svona stóð á, gat hegningin ekki hjálpað grand, átti ekki fremur við, en t. d. að lúberja tæringar- sjúkling til að losa hann við veikindin. Lœknlfigln. HegninSin var þá á engan hátt viðeigandi, var ekki ann- að en úreltur arfur frá bernskualdri mann- kynsins. Syndin varð þá hvorki læknuð með fyrirbænum, húðstrýkingum, fangelsis- vist eða dauðahegningu. Það þurfti að myndast ný fræðigrein, glœpafræði, og ný stétt manna, glœpa- lœknar og nýjar stofnanir, glæpamanna- spítalar. I stað þess að hegna eða pína þann sem yfirsjón framdi, varð að skiljaástæðurn- ar sem leiddu til verksins, og ef unt var að bæta úr þeim, því að þá fyrst mátti búast við, að maðurinn væri heill orðinn sinna meina. Það er eftirtektarvert að í því landi, þar sem einna flestir glæpamenn eru að tiltölu, en það er á Italíu, hafa verið gerðar helstu uppgötvanir í glæpafræði og mest unnið að því að koma þessurn mál- um i betra horf. Eitt atvik er tilfært úr sögu þessara rannsókna. Verkamaður ítalskur varð fyrir því óhappi við húsbygg- ingu, að steinn hrundi á höfuð hans, og var hann hættulega veikur af högginu. Þóttust læknar ekki finna nein missmiði á höfðinu, en þó var maðurinn undarlegur, er hann komst á flakk aftur. Fyr var hann mesti friðsemdarmaður og hvers manns hugljúfi, eu nú var hann hinn versti viðfangs og framdi hverja yfirsjónina annari verri, og var þá dæmdur í alllanga hegn- ingarvinnu. í dýflissunni rakst læknir einn, sem mjög hafði lagt stund á glæpafræði, á þennan mann og þóttist sjá að vonska hans stafaði af skemd á höfðinu. Fékk hann nú leyfi til að skera manninn upp, þar sem örið var eftir steinshöggið, og fann þar beinflis eina, sem stefndi inn a við og þrengdi að heilanum. Sárið greri fljóttr og um leið batnaði siðferði mannsins, svo- að hann varð það sem hann áður hafði verið, maður friðsamur og vandaður. ÞetU atvik, þótt einstakt væri i sinni röð, vakti- eftirtekt manna á því, að ekki mundu allir vera glæpamenn af illvilja einum, og við þessar rannsóknir hafa margir menn komist á þá skoðun, að bæði sé skynsamlegra og gagnlegra að lækna glæpamennina heldur en að hegna þeim. I stað lögfræðinga sem heimfæra glæpinn undir vissa grein hegningarlaganna, og dæma afbrotamann~ inn i svartholið um lengri eða skemmri tíma, kemur nú læknir og félagsfræðingur sem tekur þann, er sannur verður að lög- brotum, undir sína umsjón. Og í stað myrkvastofunnar kemur stofnun, sem í einií er einskonar spítali og fyrirmyndarheimili' Þar dvelur misgerðamaðurinn um óákveð- inn tíma. Glæpafræðingurinn, sem stýrir þessubetrunarheimili, rannsakar hvern, sein lögreglan sendir þangað, og reynir að grafa fyrir rætur meinsins. Allir eru látnir vinna, þeir sem eru líkamlega heilbrigðir og verkfærir, bæði það sem þeir kunnu áður og gagnlegt var, en þó ekki síður ýmiskonar ný vinnubrögð, hver það- sem helst er við hans hæfi. Mjög eru meno mislengi í þessum stofnunum. Sumir fá fljótt heimfararleyfi, þeir sem t. d. hungur rak til að stela. Betri atvinna og meirr kunnátta er vörn þeirra í framtíðinni. Menn sem eru orðnir spiltir af löngu lastalífi eða kynningu við illmenni verða að dvelja í betrunarhúsinu þangað til áhrif heimilis- ins hafa grætt siðferðissárin, og þá fá mennirnir burtfararleyfi. En að síðustu eru þeir, sem ekki Iæknast, þeir sem eru- með glæpaeðlið i blóðinu, ef svo mætti' segja. Það eru hinir sístelandi þjófar, ó- bætanlegir morðvargar o. s. frv. Þeir verða að dvelja í betrunarhúsinu æfilangt af því að eðli þeirra er svo háttað, að' þeir eru þjóðfélaginu stórhættulegir, ef þeir leika lausum hala. En hinsvegar gera

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.