Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1915, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1915, Blaðsíða 5
SKINFAXI 125 Vorhugur og hausthugur. Það er i frásögur færl um einn sóma- mann i þinginu, að hann er mjög mótfall- inn því að láta ungmennafélögin hafa fó handa milli. Er þó öllum kunnugt, sem rétt vilja á líta, að ungmennafélögin hafa gert stórgagn hvarvetna þar sem þau starfa. En fyrir 30 árum var þessi sami maðurforsprakki einskonar ungmennafélags- hreyfmgar, sem þá kulnaði út, því jarð- vegurinn var ekki undirbúinn. C)g það er meir en undarlegt að árin skuli hafa svona gagngerða breytingu á hugarfarið, því að eðlilegra hefði verið, að gamall ungmenna- félagi gleddist yfir að sjá kynslóðina, er gekk í spor hans, koma í framkvæmd nokkru af því, sem hann vildi gera en gat ekki komið í verk. Áður en langt um líður hlýtur svo að fara, að ýmsir „gamlir" ungmennafélagar verði áhrifa- miklir menn í landinu, og þá mun æskan hiklaust gera þá kröfu til þeirra, að þeir muni vordagahugsjónirnar, jafnvel þegar farið er að hausta. Enn um þegnskylduna. í einu vikublaðinu kveður æ við í þeim tón, að ekki dugi að tala um þegnskylduna alment, heldur verði meðmælendur hennar að koma fram með nákvæmar áætlanir. Þetta er ein hin mesta fjarstæða. Málið er enn á þvi stigi, að menn fylgja hug- myndinni eða fjandskapast við hana, alt eftir því, hvort menn tíma að gefa ættjörð- inni þrjá mánuði af æfinni eða ekki. Allir vita þann skildaga, að þeir verða að gefa þennan tíma, ef þegnskyldan er lögleidd Hitt er aukaatriði, hvort menn vinna að vegum, áveitum, varnargörðum o. s. frv. Atkvæðagreiðslan sem fram fer í haust verður um tímafórnina en annað ekki Ef meirihluti manna vill þegnskyldu, þá verða einhver ráð að finna viðunanlegt skipulag. Þjóðgarðurinn. Ekki mega ungmennafélögin gleyma þeirri hugmynd. Þjóðgarðinn þurfum við að fá og engir eru líklegir til að beitast fyrir málinu, ef við látum það niður falla. Þing- vellir og bæirnir þar í kring eru þjóðar- eign, sem betur fer. Þar er búið á þrent jörðum á þann átt, sem skaðlegt er fyrir staðinn. Ekkert engi er á neinni þessari jörð, en útbeit ágæt með því að beita í skóginn og hraunið. En þessi beit eyðir gróðrinum æ því meir sem tímar llða. Þessar jarðir þarf að friða. Það má ekki Iáta sauðfé eyðileggja staðinn. Með betri rækt má græða út þrjúþúsund býli í öðr- um sveitum fyrir þessi þrjú. Og fjárhags- lega er gróði fyrir landið að láta þjóð- garðinn taka við jörðunum í Þingvalla- hrauni. Eftirgjaldið af þeim öllum mun varla fara fram úr 300 kr. á ári. Ef Iand- ið væri girt fyrir 10,000 kr., og snyrti- legt gistihús reist fyrir 20,000 og 300 kr. Jandskuld ætluð fyrir jarðirnar, þá væri samt leikur fyrir landið að græða á fyrirtækinu, ENSKUJBÁLKUR. Elegy. Full many a gem, of purest ray serene, The dark unfathomed caves of ocean bear, Full many a flower is born to blush unseen, And waste its sweetness on the desert air. Thomas Gray. Kirkjureiturinn (bvot). Svo fjölmörg perlan, hrein sem geislans gl't, var grafin djúpt í hafsins leyndardóm, svo fjölmargt blómið átti ilmi og lit á öræfin að sóa, dauð og tóm. Einar Benediktsson þýddir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.