Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1915, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.1915, Blaðsíða 8
128 SKINFAXI. SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Verð: 2 krónur. Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 85. Síídí 418. Afgreiðslumaður: Egill Guttormsson. Skólavörðustíg 16. Sími 144-. tiafa efni á að hafa húsið verulega mynd- arlegt. Afturelding í Mosfellssveit vinnur nú að því að koma sér upp verulega góðri sundlaug og verð- ur hún nokkuð dýr. Þar í sveitinni er all- mikið um heitar uppsprettur og því gott að æfa sund, ef náttúruskilyrðin eru not- uð réttilega. Er því þetta verkefni félags- ins hið lofsverðasta í alla staði. Námsskcið á Akureyri. Svo fór sem vænst var eftir, að Norð- lendingar fengu einn hinn besta íþrótta- mann úr höfuðstaðnum til að fara norður og halda námsskeið fyrir jólin. Þessi mað- ur er Ólafur Sveinsson prentari. Hann er áður kunnur lesendum Skinfaxa vegna greina sinna um íþróttir. Hefir hann stund- ;ið íþróttir um mörg ár með mestu elju og nákvæmni og er i einu manna best að •sér í ýmsum úti-íþróttum, einkum köstum og stökkum, og mjög bókfróður um íþrótta- framfarir erlendis. Fyrir austan. Á Austurlandi eru ungm.fél. mjög fá ennþá, en aðstaðan fyrir tilvonandi héraðs- samband er prýðileg. Alt Austurland get- ur tekið höudum saman við Lagarfljóts- brú: Héraðið, Jökuldalurinn og firðirnir. Staðurinn yndislegur og greiðar samgöng- ur úr tveimur sýslum. Frá félagsmönnum, Ársæll Árnason bókbindari brá sér til Svíþjóðar í haust til að kaupa sér áhöld í hina nýju vinnu- stofu er hann setur á stofn. Arsæll hefir fram- ast mjög erlendis svo sem áður hefir verið frá sagt hér í blaðinu. Má óhætt treysta því að vinnustofa hans verði í allra besta Iagi. Björn Þórhallsson í Laufási fer til Noregs í vetur. Búist við að hann dvelji árlangt a. m. k. Fyrst verður hann í Ási, rétt hjá Kristjaníu. Þar er landbúnaðarháskóli Norðmanna. .lón Kjartansson kennari úr Onundarfirði er nú á fyrir- lestraferð um Skaftafellssýslu og heldur síðan áfram í sömu erindum til allra sam- bandsfálaga austanfjalls. Jón er að vísu ungur maður en þó reyndur að miklum áhuga og dugnaði í starfsemi fyrir ung- mennafélögin. Má vænta hins besta árang- urs af för hans. Bikarður Jónsson myndhöggvari er nú í þann veginn að Ijúka við brjóstmynd af Tryggva Gunnars- syni. Verður sú mynd síðar í vetur sett á stöpul á einhverjum failegum stað í bænum. Myndin er afbragðs vel gerð svo sem vænta mátti. Má það vera okkur ungmennafélögum til óblandinnar ánægju að einn úr okkar hóp hefir gert Tryggva ódauðlegan í málmi, því að Tryggvi er okkar mesti velgerðamaður og með allra mestu framfaramönnum, sem þetta land hefir átt. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Félagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.