Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1915, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.1915, Blaðsíða 4
124 SKINFAXl hann sjálfkjörinn til þess. Dr. Ólafur hefir áður rannsakað þetta efni nokkuð, en auð- vitað ekki jafnýtarlega og nú. Hann komst þá að þeirri niðurstöðu, að Islendingar væru að meðaltali flestum þjóðum lang- lífari, einkum kvenfólkið. Sjórinn verður svo mörgum karlmanni að bana, að þess- vegna verði þeir yfirleitt skammlífari. En alt þetta fá menn að vita með áreiðanlegri vissu að rannsókninni lokinni, hvort sem það leiðir til þess, að þingið Iögbýður skyldu- trygging. Það væri óneitanlega mjög æski- legt á sínum tíma; en málið þarf undir- búning, því að enn eru tryggingar óvin- sælar. Ef til kæmi yrði hver fullorðinn karl og kona að greiða í tryggingarsjóðinn ákveðna upphæð t. d. 10—15 kr. á ári fram að sextugsaldri, en fá svo úr sjóSnum fastan ellistyrk, 2—300 kr. árlega, það sem eftir er æfinnar. Fyrir þá upphæð mætti lifa þolanlega í sveit (ekki á sveit), þar sem hverjum hentaði best. Þetta mundi vera lágmark ellistyrksins en síðar gætu komið þeir tímar, að menn yildu tryggja sér hærri tekjur í ellinni, með þyngri ið- gjöldum. Áður hefir verið vikið að því hér í þessu blaði, hve óyndislegt er gamla íslenska lagið, að láta aldraða fólkið vera háð öðrum á elliárunum. Efnalegt ósjálf- stæði er gamalmennunum þungur ábaggi ofan á ellihrörnunina. Eftirlauu. Nú sitja á rökstólum fimm menn í svo kallaðri launanefnd. Þeir eiga að koma föstu skipulagi á launakjör embættismanna. Eitt af því sem nefndin á að athuga er það, hvort embættismenn eigi að hafa rétt til eftirlauna. Ef spurt er um vilja þjóð- arinnar í þessum efnum, þá er hann auð- fundinn. Eftirlaunin eru framúrskarandi óvinsæl með öllum almenningi, ekki af því að ellistyrkur sé skaðlegur, heldur af af því blessun hans hefir verið bundin við fámenna stétt, Leiðin út úr þrætunni er auðvitað sú að tryggja alla eða engan. Það er bersýnilega óhugsandi i Iandi þar sem almennur atkvæðisréttur er alvaldur að halda áfram þeirri stjórnarstefnu að verðlauna sumar stéttir þjóðfélagsins með einskonar heiðurslaunum, en skilja aðrar eitir á klakanum. LangeSlilegast er aS hafa einn tryggingarsjóð fyrir álla menn í landinu, meS ákveSnu Iágmarki t. d. 300 kr. eftirlaun handa hverri manneskju, sem er meira en sextug aS aldri. Ef til væru þeir menn, sem þætti slík trygging ónóg, þá væri þeim auSvitaS í lófa lagiS aS tryggja sig meS hærra iSgjaldi. Vorþing og: íþróttamót. Nú þegar ungmennafélögin eru aS kom- ast í fastar skorSur er þaS ein fyrsta krof- an til þeirra að félögin í hverri bygð haldi árshátíð einn dag á vorin. Iþróttamótm eru sú hátið. Þau eru nú að komast á fastan fót í helstu undirlendum Iandsins, þar sem hægast er að ná saman. Og ein- kennilegt er það, að íþróttamótin eru flest nærri fornu vorþingstöðunum, þar sern forfeður okkar höfðu svipaðan mannfagnað á þjóðveldistímanum. Austanfjalls er í- þróttamótið háð við Þjórsárbrú, nokkrurn km. neðan við Árnesþing hið forna. Borg- firðingar hittast á HvítárbaJcka, örskamt frá Þverárþingi. Skagfirðingar halda íþrótta- mót.hjá Geldingaholti, meðan ekki mynd- ast félög út með firðinum báðum megin, því að þá yrði Hegranesið aftur sjálf'- sagður samkomustaður. Það heflr jafnvef komið til tals í Skagafirði, að ungm.fél. skyldu girða og vernda þingstaðinn forna. Suðurþingeyingar halda sínar héraðshátíðir á Breiðumýri eða Ljósavatni, og er i'rá hvorugum staðnum nema stundar ferð á Þingey í Skjálfandafljóti. Vonandi koma þeir tímar bráðlega að Eyfirðingar, Hún- vetningar og Snæfellingar yngja upp aftur þingstaðina fornu, sem enn eru eðlilegir samkomustaSir i þeim héruSum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.