Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1915, Side 4

Skinfaxi - 01.11.1915, Side 4
124 SKINFAXl hann sjálfkjörinn til þess. Dr. Ólafur hefir áður rannsakað þetta efni nokkuð, en auð- vitað ekki jafnýtarlega og nú. Hann komst þá að þeirri niðurstöðu, að Islendingar vœru að meðaltali flestum þjóðum lang- lífari, einkum kvenfólkið. Sjórinn verður svo mörgum karlmanni að bana, að þess- vegna verði þeir yfirleitt skammlífari. En alt þetta fá menn að vita með áreiðanlegri vissu að rannsókninni lokinni, hvort sem það leiðir til þess, að þingið lögbýður skyldu- trygging. Það væri óneitanlega mjög æski- legt á sínum tíma; en málið þarf undir- búning, því að enn eru tryggingar óvin- sælar. Ef til kæmi yrði hver fullorðinn karl og kona að greiða í tryggingarsjóðinn ákveðna upphæð t. d. 10—15 kr. á ári fram að sextugsaldri, en fá svo úr sjóðnum fastan ellistyrk, 2—300 kr. árlega, það sem eftir er æfinnar. Fyrir þá upphæð mætti lifa þolanlega í sveit (ekki á sveit), þar sem hverjum hentaði best. Þetta mundi vera lágmark ellistyrksins en síðar gætu komið þeir tímar, að menn vildu tryggja sér hærri tekjur í ellinni, með þyngri ið- gjöldum. Áður hefir verið vikið að því hér í þessu blaði, hve óyndislegt er gamla íslenska lagið, að láta aldraða fólkið vera háð öðrum á elliárunum. Efnalegt ósjálf- stæði er gamalmennunum þungur ábaggi ofan á ellihrörnunina. Eftirlauu. Nú sitja á rökstólum fimm menn í svo kallaðri launanefnd. Þeir eiga að koma föstu skipulagi á launakjör embættismanna. Eitt af því sem nefndin á að athuga er það, hvort embættismenn eigi að hafa rétt til eftiriauna. Ef spurt er um vilja þjóð- arinnar í þessum efnum, þá er hann auð- fundinn. Eftirlaunin eru framúrskarandi óvinsæl með öllum almenningi, ekki af því að ellistyrkur sé skaðlegur, heldur af af því blessun hans hefir verið bunðin við fámenna stétt, Leiðin út úr þrætunni er auðvitað sú að tryggja alla eða engan. Það er bersýnilega óhugsandi i landi þar sem almennur atkvæðisréttur er alvaldur að halda áfram þeirri stjórnarstefnu að verðlauna sumar stéttir þjóðfélagsins með einskonar heiðurslaunum, en skilja aðrar eftir á klakanum. Langeðlilegast er að hafa einn tryggingarsjóð fyrir alla menn í landinu, með ákveðnu lágmarki t. d. 300 kr. eftirlaun handa hverri manneskju, sem er meira en sextug að aldri. Ef til væru þeir menn, sem þætti slík trygging ónóg, þá væri þeim auðvitað í lófa lagið að tryggja sig með hærra iðgjaldi. Torþing og: íþnittannit. Nú þegar ungmennafélögin eru að kom- ast í fastar skorður er það ein fyrsta kraf- an til þeirra að félögin í hverri bygð haldi árshátíð einn dag á vorin. Iþróttamótin' eru sú hátíð. Þau eru nú að komast á fastan fót í helstu undirlendum Iandsins, þar sem hægast er að ná saman. Ogein- kennilegt er það, að íþróttamótin eru ílest nærri fornu vorþingstöðunum, þar sem forfeður okkar höfðu svipaðan mannfagnað á þjóðveldistímanum. Austanfjalls er í- þróttamótið háð við Þjórsárbrú, nokkruin km. neðan við Árnesþing hið forna. Borg- firðingar hittast á Hvítárhakha, örskamt frá Þverárþingi. Skagfirðingar halda íþrótta- mót hjá Geldingaholti, meðan ekki mynd- ast félög út með firðinum báðum megin, því að þá yrði Hegranesið aflur sjált'- sagður samkomustaður. Það heflr jafnvel komið til tals í Skagafirði, að ungm.fél. skyldu girða og vernda þingstaðinn forna. Suðurþingeyingar halda sínar héraðshátíðir á Breiðumýri eða Ljósavatni, og er frá hvorugum staðnum nema stundar ferð á Þingey í Skjálfandafljóti. Vonandi koma þeir tímar bráðlega að Eyfirðingar, Hún- vetningar og Snæfellingar yngja upp aftur þingstaðina fornu, sem enn eru eðlilegir samkomustaðir i þeim héruðum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.