Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1916, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.03.1916, Blaðsíða 3
SKINFAXI. 27 undarlegt, en það merkilegasta við knattsp. ¦er, að allar þjóðir, sem hann hafa iðkað, hafa tekið við leikinn slíku ástfóstri að undrun sœtir, og má með sanni segja, að ¦engin ein íþrólt sem nú er iðkuð, hefir náð meiri útbreiðslu um heim allan, en iknattspyrnan. (TheAssociationFootball). — Eins og í öllum íþróttum, sem mikilli útbreiðslu ná, og sem fólkinu geðjast xtð, þá fór að bera mikið á iþrótta-af- vinnumönnum (Professional sportm.). Fékk England fljólt á þeim að kenna, ^því hvergi eru þeir fleiri og öflugri, en einmitt þar. Árið 1887 stofnuðu þeir með sér „The League". Það er alls- herjar-samband enskra atvinnumanna í ¦knattsp. Er þeim bestu þar borgað £ 8 .(um 144 krónur) um vikuna, og gefur því að skilja að margur áhugamaðurinn (Amateur sportm.) stóðst það ekki og gjörð- ist atvinnumaður; spiltist því um stund tþessi heilsusamlega keppni, sem í knattsp. var — áður en atvinnumennirnir komu ítil sögunnar. Heilsusamleg keppni þrifst «kki, þar sem að peningar eru í aðra hönd, — eftir sigurinn. Ekki var það 'þó fyr en árií 1907, að stofnsett var knattspyrnu samband áhugamanna (The Amateur Association) til varnar þvi að allir gjörðust atvinnumenn í knattspyrnu. Voru Jika mörg fjelög farin að misbeita valdi sínu, og kvöddu áhugam.félög, að gerast Atvinnum.félög, því á því væri meira að græða. En nú var rösklega við ibrugðið, og bannað, að áhugamenn hefðu nokkur mök saman við atvinnum. Voru sett lög um það, að áhugamenn og atvinnumenn mættu ekki einusinni keppa saman (hver á móti öðrum), né þiggja mútur, eða neitt þess háttar. Það átti að halda fast við þá algengu reglu, sem er um áhuga- tnenn að þeir iðka iþróttina lislarinnar vegna, en ekki vegna peninga, eins og áhugamenn gjörðu og gera. Sem — dæmi um, hve stranglega þetta á- hugamanna félag hegnir, ef út af reglunum er breytt, skal þess getiö að í fyrravor (í aprílmánuði) kepptu knattspyrnuflokkur frá Manchester og frá Liverpool saman. Knattspyrnan fór fram i Manchester og fóru svo leikar að M.flokkurinn vann. En við þaÖ fanst eitthvað athugavert — svo þetta félag áhugamanna (Amateur Asso- ciation) tók málið til rannsóknar. Kom þá í Ijós að flestir keppandanna í Liver- pools-flokknum voru leigðir af veðmála- stjórunum (the bookmakers); fengu þeir álitlega upphæð peninga, fyrir að tapa leiknum. Sem von var fengu þeir mjög strangan dóm, fjórir þeirra voru reknir fyrir fult og alt úr knattsp.fj. og mega aldrei oftar taka þátt í knattspyrnu, sem áhugamenn. Eins og menn sjá, þá er ekki við lambið að leika sér, þar sem þetta áhugam.félag er. Heimssamband knattspyrnufélaga (The Worlds Union) var stofnað 1908-09. Eru í því eru flestar þær þjóðir, sem knatt- spyrnu iðka, undir einhverri stjórn. Þetta er nú i stuttu máli saga knatt- spyrnunnar á Englandi. Mættum við ís- lendingar læra af þessum félagsskap þeirra Engl. samheldni, þá væri mikið fengið. Ef til vill eiga knattsp.félögin eftir að vinna það verk. Má pá segja að betur er af stað farið en heima setið. (Fih.) Heima og erlendis. Gcstanefudin. Ungm.fél. í Reykjavík hafa í vetur gert allmiklar tilraunir til að komast í samband við þá mörgu ungmennafélaga, sem til bæjarins koma og dvelja þar um lengri eða skemri tíma. Verða að tilhlutun gesta- nefndarinnar haldnar þrjár samkomur á vetrinum með þessum aðkomumönnum. Fundir þessir hafa tekist ágætlega og verið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.