Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1916, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.03.1916, Qupperneq 4
28 SKINFAXl jafnt til hressingar og ánægju félagsmönn- um í Reykjavik og aðkomufólkinu. Von- andi verður þessari venju haldið áfram í höfuðstaðnum, og breytt eftir henni i öðrum kauptúnum, þar sem ungm.félög starfa. Fastur starfsmaður. I vetur hefir fengist reynsla fyrir því, hve mikla þýðingu það hefir fyrir ung- mennafélögin og hið andlega lif i sveitun- um, að áhugasamir og vel færir menn fari fyrirlestraferðir nm landið. Bersýni- lega verður að halda fast við upptekna stefnu, og fremur auka við en draga úr. Sambandinu veitir alls ekki af, innan skamms, að geta fengið fastan starfsmann, sem bæði hefir með höndum yfirstjórn sambandsmála, og færi jafnframt yfir hálft landið á ári fyrirlestra- og eftirlitsferð. Þar að auki þyrfti aðra menn til að íerðast um og fylla upp í skörðin. Þetta mundi þoka félögunum saman, og lækna þau af deyfðarmókinu, sem víða hvílir nú á þeim eins og martröð. En af fjörugu félagslífi leiðir aftur betri sveitarbrag og meiri framsókn í landinu. Til að geta komið þessu í kring þurfa félögin meiri opinberan styrk. Það er ekki sýnilegt, hvers vegna styrkja skal stúdentafélagið til að balda uppi fyrirlestr- um í kauptúnum, en klípa af fjárveitingu til ungmennafélaganna, sem hægt eiga með að vinna að þessari alþýðufræðslu í sveit- unum. Má heita að furðu gegni, hve miklu sambands- og fjórðungsstjórnir hafa getað komið áleiðis i þessu efni nú í ár. Ejða i lögin. Á bverju þingi eru búin til fjölda mörg lög, en þingmönnunum hefir láðst enn þá, að gera ein lög, sem bagalegt er að hafa ekki. Það eru lög, sem gera fjárglæfrar að glæp. Nú hafa filistear, að minsta ko-ti á einum stað á landinu, komið ár sinni svo vel fyrir borð, að heilt hérað er í uppnámi, stefnur og málaferli út af sví- virðilegum fjárdrætti daglegir viðburðir og mjög margir hrekklausir menn orðnir fé- lausir fyrir vélabrögð nokkurra glæfra- manna. Allir vita hverir sekir eru, en lögin ná ekki til þeirra. Þó að þeir hafi látið menn, viti sínu fjær af víni, undir^ rita miklar ábyrgðir, þá verður svikurun- um samt ekki hengt fyrir það, og ábyrgðin- er í fullu gildi. Sama er að segja um á byrgðir, sem til er stofnað með blekking- um og lognum fortölum. Þetta er alveg: óviðunandi. Ef löggjöfin ekki reisir ramm ar skorður gegn fjárglæfraseggjum, þá verður ísland fyr en varir hið fyrirheitna land stórhættulegra misindismanna, sem sýkja og veikja þjóðlikamann. Bræörubandiö. Fimti hluti íslenska þjóðstofnsins býr nú i Vesturálfu, og er af mörgum álitinu glataður, drukknaður í úthafi engilsax- neskrar menningar. Fjölda margir bestu menn okkar, báðumegin hafsins, álíta þetta viðgeranlegt böl. Þeir vilja halda við and- legu sambandi milli íslendinga austan hafs og vestan. Þeir vilja að íslensku nýlend- urnar séu útibú í Vesturheimi. Þangafr berist æ þjóðlegir straumar heiman af gamla landinu, og þaðan berist aftur til Islands stöðug áhrif af hinni öflugu verk- legu menningu Vestmanna. Nú nýskeð hafa Vestur-íslendingar boðið dr. Guðmundi Finnbogasyni að heimsækja þá og dveljn þar nm nokkra mánaða skeið, og er búist við að hann verði þangað kominn í Iok marsmánaðar. Helst virðast Vestmenu skoða þessa heimsókn dr. G. F. sem byrjun sikpulagsbundinnaferðavesturum haf. Þykir sennilegt, að þar verði héðan af að staðaldri einhver íslenskur fræðimaður kennari við skóla Jóns Bjarnasonar, en að skift verði um á tveggja ára fresti. Sú dvöl vestan hafs mundi þykja eftirsóknarverð mörg' um ungum manni, og áhrifanna fljótt gæta hér heima. Á sama hátt þarf að greiða götu Vestur-Islendinga hingað heim.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.