Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1916, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.08.1916, Blaðsíða 1
Móti straumnum. Vegna styrjaldarinnar er óvenju mikil hreyfing í þjóðlífi Islcndinga. Fyr var að vísu auðsær straumur úr sveitunum, eink- um hinum strjálbygðu, til mannmörgu bygðarlaganna og þó sérstaklega til kaup- túnanna og fær höfuðstaðurinn þar drjúg- an skerf. Straumurinn þangað er svo óð- fluga nú með haustinu, að fjöldi manna á ekki þak yfir höfuðið í vetrarbyrj- un. Húsleysingjarnir búa sumir i tjöld- um, aðrir í geymsluhúsum og úthýs- um, og enn eru þeir menn til, sem leitað hafa sér bráðabirgðarskýlis i hegningar- húsinu. Húseigendur nota sér víða þessa miklu neyð og halda einskonar uppboð á húsrúmi því, sem þeir hafa umráð yfir. Litlar ibúðir, 3—4 herbergi, eru leigðar á 50 kr. um mánuðinn. Það er á að giska sexfalt hærra en goldið er fyrir meðaljarð- ir i sveit. Samt er enn ókominn fjöldi manna, sem á hér heima eða ætlar að dvelja hér i velur, enda von bráðum á einum fjórum fólksflutningaskipum að austan og norðan, hvert með mörg hundr- uð farþegja. Vilanlega fjölmennir lausa- fólkið svo mjög til kauptúnanna, af því að það sækist eftir atvinnu við fiskvinnu og síld, fremur en sveitastörf, — hyggur sig geta aflað betur fjár með því móti. En önnur hvöt er lika sem knýr fólkið í sömu átt. Það er skemtanafiknin. Því leiðist í sveitinni, og dregst að gleðskap kauptúnanna, þótt ekki sé þar um marg- ar göfgandi skemtanir að ræða. Þessi hlið málsins kemur nokkuð við ungmenna- félögunum. Þau eru aðallega sveitabörn, og virðast eigi dafna vel í bæjaloftinu. Ef ungmennafélögunum tækist að bæta lífið í sveitunum, auka heilbrigða gleði fólksins, fjör þess og starfsþrótt, þá væri mikið unnið. Hina orsökina, kauphækk- unina við sjóinn getur enginn máttur hér á landi numið burtu, því að hún er sprott- in af því almenna áslandi, sem styrjöldin sknpar. En fólk flýr sveitina engu minna af því, að það sakast um deyfðina og ein- angrunina, heldur en af voninni um hærra kaup. Þess vegna ættu eldri og yngri menn í sveitum að vera samtaka — móti deyfðinni. Ennþá bitnar fólksfæðin meira á eldra fólkinu, þeim sem búa, en brátt nær meinið til allra. Margir nf eldri kyn- slóðinni hafa búið nokkuð kuldalega að ungmennafélögunum, og eiga talsverða sök á, að þau hafa illa notið sín í sumum hér- uðum. Nú sýnir reynslan þessum mönn- um að þeir hafa haft á röngu að standa. Þeir hafa fleygt burtu tækifæri, sem þeir sjá nú að betra hefði verið að nota ( tíma. Auðvitað er gott ungmennafélag ekki skemtifélag fyrst og fremst. En þá hlið þarf að rækja lika. Og ungmenna* félögin ynnu þjóðinni ómetanlegt gagn, ef þau gætu hjálpað að verulegum mun til að gera lífið í sveitinni fjölbreytilegra og skemtilegra, en það hefir helst tit víða verið á siðustu árum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.