Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1916, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1916, Blaðsíða 5
SKINFAXI 101 Ónákvæmni, á útfylling skýrslnanna, sem stafar frá félögunum sjálfum, er af- sakanleg. Félögin voru óviðbúin þannig löguðu skýrsluformi, og hafa því ekki haft eins strangar gætur á hinum ýmsu störfum sínum sem þyrfti og skýrsluform- ið heimtar, en það mun lagast með tím- anum. I raun réttri þyrfti hver einstakur félagi að halda dagbók yfir öll þau störf og íþróttir, sem hann innir af hendi og iðk- ar, í nafni félagsins, og gefa stjórninni skýrslu um þau í tæka tíð. Einkum er það nauðsýnlegt í félögum til sveita, því að óvíst er að stjórnin geti altaf fylgst með störfum hvers einstaks félaga. Einkum er efnahagsskýrslunni ábóta- vant. Sérstaklega þarf að geta þess hverj- ar eftirstöðvar séu frá fyrra ári, og eins hilt hvað há upphæð færist yfir á næsta árs reikning, og gera reikninginn upp þannig að tekjur og gjöld standist á, og eignir og skuldir. Þetta hafa ekki gert nema örfá félög og er því ekki hægt að sjá nákvæmlega hvernig efnahagurinn stendur. Skýrslur frá yfirstandandi ári þurfa að vera komnar í hendur Sambandsstjórnar í janúarmánuði n. á. eða í síðasta lagi í febrúar. Sambandsstjórninni er ger mik- ill óleikur með því — eins og nú á sér stað — að skýrslurnar frá félögunum eru alt af að smá tinast til hennar allan vet- urinn, vorið og sumarið, og því ómögu- legt að sjá, fyr en seint og siðarmeir hve mörg starfandi félög eru í sambandinu. Skýrslur vantar frá U. M. F. Þór á á Eiðum, U. M. F. Fljótsdæla og U. M. F. Akureyrar. Vissa er þó fyrir ]>ví, að skýrslur frá sumum þessum félögum hafa glatast i pósti, eða liggja á póststöðum. — Þær liafa verið látnar á póst en ekki komið til skila. Félög þessi eru þó talin með á félagsskýrslunni. Eftir því sem næst verður komist og skýrslurnar herma, eru félagsmenn á þess- um aldri. Yngri en 15 ára 60 Frá 15—20 ára 543 Frá 20-80 ára 1108 Eldri en 30 — 183 Enginn aldur til- greindur . . . 271 = 2165 Aukafélagar..............116 Heiðursfélagar .... 48 Samtals 2329. I félögunum eru 722 konur. Helstu íþróttategundir, sem iðkaðar hafa verið, og tala iðkenda í öllum ungm.félög- unum. Sund hafa iðkað 484 fólm. Glímur — — 433 — Skautafarir — — 263 — Hlaup — — 216 — Fimleika — — 209 — Knattleika — — 188 — Stökk — - 150 - Skíðafarir — — 100 — Kast - - 58 - Sund og glímur er mest iðkað í fél., enda eru það þjóðlegustu íþróttirnar. Ann- ars er það yfirleitt íþróttirnar, sem félags- menn rækja mest. Þrjú íþróttanámsskeið kostuðu félögin árið sem leið í fjórðungi hverjum, nema austfirðingafjórðungi, og mun sá fjórðungurinn, ekki verða eftir- bátur hinna í þessu efni, þegar rekspölur er kominn á sambandsmyndun Austfirðinga. En reglulegt íþróttanám getur þó ekki verið um að ræða fyr en stofnaður er allsherjar íþróttaskóli fyrir félagsheildina, og hlýtur að því að reka fyr eða síðar. Skógræktarstarfsemi félaganna hefir, ár- ið sem leið, mestmegnis verið í því fólg- in að hlúa að áður gróðursetum plöntum. Þó hafa þau gróðursett um 3000 plönt- ur í viðbót við þær eldri. Flestar hafa plönturnar verið islenskar, — birki, reyn- ir og viðir. Svo er að sjá í skýrslunum að niegnið af plöntunum sé gróðursett í görðum heima við bæi hjá félagsmönnum sjálfum. Sum félög Iiafa grisjað í skógarkjarri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.