Skinfaxi - 01.08.1916, Blaðsíða 2
98
SKINFAXI
Úti-íþróttir.
(Eftir Bennó).
Knattspyrna.
IX.
Fi’amlt.
Fari markverðir nú eftir þessum snjalla
kafla „Hvernig verja skal markið“, er
varaformaður I. S. I. hefir þýtt, þá mun
varla í bráð þurfa að kenna þeim fleiri
heilræði 03 þeir muna að „fanga knött-
inn“, þegar þess er kostur í stað þess að
spyrna honum, eins og þeir gera nú ílest-
ir. Og að síðustu þetta. Vandið vel va-
markvarða. Munið að markvörðurinn er
síðasti en ekki sísti maðurinn í varnarl
sveitinni, og þegar að knötturinn er kom-
inn fram hjá honum, fæst sjaldan leið-
rétting á því. Verður því að velja besta
manninn f'yrir markvörð, sem völ er á.
Markvarðarstaðan er hefðarstaða og mesta
trúnaðarstaðan í leiknum. Góður mark-
vörður er fjöregg síns (lokks, og hún heill-
um horfinn, ef sá er linleskja. Með ágæt-
um markverði getur léleg sveit unnið sér
hinn mesta frama, en dugleg sveit, með
ónýtum markverði (þó nóga hafi hún skot-
mennina) getur tapað leiknum.
Fæstir vilja vera í marki; finst flestum
það vera létt verk og löðurmannlegt; leik-
menn gæta þess þó ekki að þar á hetjan
í Ieiknum heima. Enginn leikmaður verð-
ur að vera jafn fjölhæfur, sem markvörð-
urinn. Hann verður að hafa kynt sér öll
hlutvérk leikmanna, svo ekkert komi hon-
um að óvörum, er hann gætir þessa vanda-
samasta starfa leiksins.
Læt ég nú þetta nægja í bili um mark-
verði, þó aldrei verði reyndar ofsagt um
alt það er markverði ber að hafa hugann
við, er hann á að gæta starfa síns með
sóma.
En áður enn ég fer lengra, vildi ég
mega minnast á höfuðlærdóm, rang- og
réttstöðu-reglanna, er varaformaður í. S.
í. hefir tekíð saman eftir að hafa horft á
síðasta knattspyrnumót íslands, er fór
fram í Reykjavík í júlímánuði síðast, og
„Skinfaxi" hefir áður minst á. Fanst
varaform. I. S. f., sem öðrum, er horfa á
knattspyrnu-kappleik hér, okkur vera mest
ábótasamt að skilja rétt- og rangstöðu-
reglurnar.
Úr skýrslum U. M. F. í. 1915.
I. Félagatala.
26 U.M.F. í Sunnlendingafj.1)
Félagsmenn . . . 1476
10 — í Norðlendingafj. . . 392
6 — Áustfirðingafj.2)
Félagsmenn ... 195
6 — Vestfirðingafj.
Félagsmenn . . . 266
Alls 58 U.M.F. Félagsm. 2329
IT. SttJrf.
225 fyrirlestrar haldnir í félögunum.
42 eintök gefin út af handrituðum
blöðum.
577 félagsfundir.
325 dagsverk unnin í skógrækt.
86 dagsverk unnin í matjurtarækt.
14 iþróttategundir iðkaðar.
III. Eignir.
Ræktað Iand um 7000 □ metrar að stærð.
Skóglendi — 21880 □ — —
Óræktað land — 88162 □ — —
Fundarhús eiga 11 félög, og 4. fél. hluti
i húsi.
Sundlaug eiga 12 félög, um 4281 □ m.
að stærð.
1) Skýrskir hafa sambstj. borist frá tveim
iél. í Sunnl fj eftir að skýrslu þessi var samin.
Og eru þnu því ekki tulin hér með. í fjórðungn-
um eru þá 38 félög.
2) Skýrslur vuntur frá 2 fél. á Fljótsduls-
héraði. Félagatal þeirra er tekið hér með, eins
og það var í vetur.