Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1916, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1916, Blaðsíða 7
SONFAXÍ. 103 enda voru mislingar þá sem óðast að breiðast út uni sveitirnar. Yeður var og Iílt fært til skemtunar útivið. Fór því svo, að fegurðarglímunni varð ekki við komið, sökum óveðurs. Skjaldarglíman var háð að vanda. Sighvatur Andrésson frá Hemlu hlaut skjöldinn (Gr.). Veitt voru verðlaun fyrir hlaup, 100 stiku og 800 stiku skeið. Styttra skeiðið rann Bjarni Eggertsson, Laugardælum á 14 sek. og hlaut 1. verð- laun, 2. verðlaun fékk Þorsteinn Þorsteins- son Eyvindarlungu og 3. verðlaun Kristinn Ingvarsson Björnskoti. Lengra skeiðið rann Kristinn Ingvarsson á 3 x/2 mín. Bjarni JEggertsson hlaut 2. verðlaun og Guðbjörn Sigurðsson Króki 3. verðlaun. Fyrir hástökk hlaut Bjarni Eggertsson (1,55 m.) 1. verðlaun. Guðbjörn Sigurðs- son 2. verðlaun. Fyrir langstökk Þor- steinn Þorsteinsson Eyvindartungu (4,55 m.) 1. verðlaun, Guðm. Guðmundsson Reykjavöllum 3. verðlaun og Kristinn Ingvársson 3. verðlaun. Meðal ræðumanna á þinginu má nefna Árna Pálsson sagnfræðing, Jakob. Ó. Lár- usson prest og Guðbrand Magnásson bónda í Holti. Ennfremur flutti Ólafur Ólafsson tríkirkjuprestur erindi um dýraverndun, fyrir hönd dýraverndunarfélagsins. Var það almannarómur, að ræðurnar hefðu að miklu leyti bætt upp fjörleysi iþróttamann- anna. En slikar samkomur geta þá varla kallast íþróttamót, ef aðalþunginn hvílir á ræðumönnunum. Heyrst hala raddir um það, að íþrótta- sambandið Skarphéðinn eigi erfitt upp- dráttar, og ýmsir af leiðandi mönnum þess hafa látið í veðri vaka, að æskilegt væri að koma á nánari samvinnu milli þess og fjórðungssambands ungmennafé- laganna sunnanlands. Mun fjórðungsstjórn* in fús til samkomulags, þar sem svo mörg sambandsfélög eiga í hlut. Enda virð* ist það standa fjórðungssambandinu næst, að sjá til þess, að þessi héraðssamkoma verði. haldin árlega, ef íþróttasambandið Skarp- héðinn skyldi ekki reynast einfæit um það. Félagsmál. Xámsskctf. Sunnlendingafjórðungs stendur nú fyrir dyrum, svo sem auglýst hefir verið hér í blaðinu. Umsóknir fremur fáar enn. Lít- ur út fyrir að háa kaupið og annríkið banni mörgum sem vildi, að létta sér upp við íþróttanám. U. M. F. „Þ6r“ í Eiðaþinghá er lítið félag en áhugasamt. Venjulega eru fundnir haldnir í skólahús- inu. Skamt frá bænum er einkennilegt og fagurt stöðuvatn. I því eru nokkrir skógi vaxnir hólmar, og einn stærstur. Hann er kallaður Eiðahólminn. Skóla- stjórinn á Eiðum, Metúsalem Stefánsson hefir leyft þeim rÞórs“mönnum að ann- ast um hólmann, og hafa þeir unnið þar talsvert, grisjað skóginn til muna, höggv- ið hringbraut gegn um kjarrið út undir vatnsbakkanum, búið til fundarstað fyrir útifundi (jarðbekki, ræðustól o. s. frv.) í rjóðri einu og síðast en ekki sist, plantað talsvert af reyniviði, viði og björk víðsveg- ar um hólmann. „Þór“ hefir entifremur vakið mikinn áhuga á knattspyrnu, og breiðist hreyfing sú þaðan um alt Austur- land. Kennararnir við skólann hafa átt mikinn jiátt í efling þessarar íþróttagreinar. Gestaneínd. Eins og lesendum Skinfaxa er kunnugt, stofnuðu ungntennafélögin í Reykjavík á síðastliðnum vetri nefnd, til þess að taka á móli og greiða fyrir, ef þörtf gerðist,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.